Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Side 64

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Side 64
Sjómenn er lótið hafa lífio 1960 og 1961 1960. 4. JANUAR fórust 6 sjómenn, er m/b „Hrafnkell“ frá Sandg'erði fórst í Miðnessjó. Mennirnir voru: Garðar Guðmundsson, skipstjóri, 41 árs, frá Vík í Garðahreppi, kvæntur og átti 9 börn. Björn Antoníusson, stýrimaður, 30 ára, Skipasundi 31, Reykjavík, kvænt- ur og átti 2 börn. Vilhjálmur Asmundsson, vélstjóri, 33 ára, frá Sandgerði, kvæntur og átti 4 börn. Jón Sveinsson, háseti, 36 ára, frá Sandgerði, átti unnustu og 2 böm. Ólafur Guðmundsson, háseti, 36 ára, frá Sandgerði, ókvæntur. Magnús Berentsson, matsveinn, 42 ára, frá Sandgerði, ókvæntur. 17. MARZ drukknaði Sigurjón Sigurðs- son, Hamarsbraut 10, Hafnarfirði, 36 ára, er hann var að fara um borð í v/b „Gylfa“, er lá í Keflavíkurhöfn, en Sigurjón var skipverji á bátnum. Sigurjón var kvæntur og átti 2 böm. 18. APRÍL drukknaði í höfninni í Reykjavík Bragi Marteinn Jónsson, háseti á togaranum „Karlsefni“, 33 ára, ókvæntur. Hafði Bragi komuð um borð í togarann um nóttina, en farið aftur í land og féll þá fyrir borð milli skips og bryggju. 22. APRÍL fórst Axel Pétursson, Brekkugötu 15, Ólafsfirði, með trillu- bátnum „Kristjáni Jónssyni“, en Axel var einn í róðri á bátnum. Hann var kvæntur og átti 6 börn. 30. APRÍL beið bana Guðmundur Marz Sigurðsson, 30 ára, Ægissíðu við Kleppsveg í Reykjavík, er hann varð undir vírum á spili um borð í togar- anum „Fylki“, en Guðmundur var háseti á skipinu. 29. JÚLÍ drukknaði Björgvin Árnason, 20 ára, Hafnarstræti 88, Akureyri, skipverji á síldarbát frá Dalvík, er hann var að fara milli báta í höfninni a Seyðisfirði. Björgunartilraumr voru árangurslausar. 1961. 2. FEBRÚAR drukknaði Ingibergur Karlsson, 43 ára, frá Karlsskála í Grindavík, er bátur hans, „Arnar- tindur“, sem hann var einnig formað- ur á, fórst í innsiglingunni í Grinda- vík, er báturinn var að koma úr róðri. Ingibergur var ókvæntur. 9. FEBRÚAR drukknuðu tveir ungir sjómenn, er þá tók út af v/b „Krist- jáni Hálfdáns“ frá Bolungavík. Pilt- arnir hétu Guðmundur Þórðarson, 18 ára, og Þórarinn Sigurgeirsson, 21 árs, báðir frá Bolunagvík. 7. MARZ drukknaði Einar Sigm-jóns- son, 41 árs, Hæðargarði 34, Reykja- vík, er hann tók út af „Reykjafossi“, er skipið andæfði mót stormi í haf- róti á hafi úti, suðaustur af landinu, en Einar var vélstjóri á skipinu. Hann var kvæntur og átti 3 börn. 10. MARZ drukknaði Guðmundur Sig- tryggsson, Silfurgötu 8, ísafirði, 24 ára, er hann tók út af v/b „Von“ frá Hnífsdal, þegar báturinn var að halda heim úr róðri. 10. MARZ lézt í sjúkrahúsinu á Selfossi Egill Snjólfsson, 22 ára, frá Efri-Sýr- læk í Villingaholtshreppi, en hann hafði fallið fyrir borð á v/b „Klæng“, er báturinn átti eftir um hálfrar stundar siglingu til Þorlákshafnar, en Egill var háseti á bátnum. Var Agli bjargað um borð og lífgunartilraunir gerðar á honum á leið til lands, svo og á leiðinni til Selfoss, en án ár- angurs. 24. MARZ, er v/b „Auður djúpúðga“ fórst á leið frá Skagaströnd til Akra- ness, fórust 2 menn með bátnum, þeir Karl Sigurðsson, Skagabraut 44, Akranesi, 47 ára, kvæntur og átti eina dóttur og fósturson, og Bernódus Guðjónsson, frá Akranesi, hálfsex- tugur að aldri, ókvæntur. 30. MARZ drukknaði Haraldur Vignir Magnússon, 21 árs, frá Drangsnesi, er hann var í fiskiróðri á v/b „Ingólfi“ frá Sandgerði. Verið var að leggja net, er slysið skeði og festist Harald- ur í þeim og drógst með þeim út- byrðis. Nokkur stund leið þar til hann náðist og voru þegar hafnar á honum lífgunartilraunir, einnig á leið til lands og er í land var komið, en án árangurs. Haraldur var nemandi í Stýrimannaskólanum. 5. APRÍL drukknaði Skúli Ingason, Hólmgarði 9, Reykjavík, 19 ára, há- seti á togaranum Jóni forseta, skömmu eftir að skipið var nýlagt af stað í veiðiferð frá Reykjavík. Skip- verjar reyndu að bjarga Skúla af sundi, en án árangurs. 10. MAÍ drukknuðu feðgarnir Aðal- steinn Björnsson frá Sólvöllum í Búðakauptúni og sonur hans, Tómas, 14 ára að aldri. Höfðu þeir farið í róður ó trillubáti að miðvikudags- morgni í sæmilegu veðri, en að áliðn- um degi versnaði veður. Vélbáturinn „Vísir“ fann brak á sjónum, er hann var á heimleið undan Hafnarnesi. Kom í ljós, að það var úr trillu þeirra feðga. Aðalsteinn lætur eftir sig konu og tíu börn, en sonur hans, Tómas, sem fórst með honum, var einn af fimm systkinum, sem komin voru yfir fermingu. 48 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.