Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Síða 54

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Síða 54
Þessi merkilega saga er ekki skáldskapur, heldur sannfræði. Or- lagaleikur þessi er ekki einungis tengdur við mína heimahaga heldur fjarlæg höf og lönd. Honum lauk á áhrifamikinn en óhugnanlegan hátt í órafjarlægð frá upphafi sínu. Þótt langt sé um liðið, get ég enn ekki gert mér grein fyrir atburðum þess- um á annan hátt en þann, að um hafi verið að ræða röð af dularfull- um fyrirbrigðum, sem mér hafi ver- ið fyrirbúið að eiga þátt í. Lífið er ekki alltaf leikur, dagarn- ir ekki alltaf eins. Þessa stundina er ofviðri í fang, en hina lágdeyða. Svo ber það við, að einhver okkar lendir í straumkviku hins yfirskilvitslega, þar sem veruleikinn tekur ævintýr- inu svo fram, að menn missa í svip- inn mál og minni. Dag nokkurn ertu allt í einu kominn út af hversdags- slóðanum, lentur í ókunnu umhverfi. Og áður en þú veizt af ertu kominn á taflborð atburða, sem þú fram til þessa hafðir aldrei gert þér í hugar- lund að gætu átt sér stað, og því síð- ur, að þú yrðir þáttakandi í þeim. En þannig fór fyrir mér. Straum- kvika, sem beindist með vaxandi hraða að ókunnum ströndum, hrifs- aði mig til sín, og ég sá enga leið til undankomu, enga leið til þess að komas hjá dómi og lífláti fyrr en tilviljunirt gerði enda á þennan mikla örlagaþátt í lífi mínu. Var það gamla lag briggskipsins, hár hallandi reiði, langa kliverbóm- an eða eitthvað annað mér hulið, sem tók hug minn allan þessa stund- ina? Enn er mér það ráðgáta. Eg veit einvörðungu, að vegna þess að það henti mig að rekast á finnska brigg- skipið „Tahoa” bundið í höfn, lá við borð mörgum árum síðar, að ég léti lífið. En „Tahoa” sá ég aldrei nema í þetta eina skipti. Eg mun hafa ver- ið tólf eða þrettán ára, þegar þetta gerðist, en ég man það jafnljóst og það hefði verið í gær. Hafið hafði ætíð haft seiðandi áhrif á mig, og ég var mjög ungur, þegar ég komst í kynni við fjölmörg skip og sjó- menn, því að ég hafði það fyrir vana að ganga með fram höfninni á leið úr skóla. Þannig atvikaðist það, að ég kom auga á „Tahoa”. Þetta gamla skip heillaði mig og hugur minn reikaði um óravegu. Vel má vera, að það hafi verið ímyndunin, hughrif- in, kannske undirmeðvitundin, sem orkaði því, að ég þóttist skynja tengsl við ókomna atburði og ég kæmist ekki hjá að verða aðili að þeim. Þegar ég stóð þarna á bryggjunni og ferðaðist um ókunnar álfur í hug- anum, sá ég, að manni var hjálpað í land úr „Tahoa”. — Það gekk ósköp silalega, svo að það flögraði að mér, að annað hvort hlyti hann að vera veikur eða ellihrumur. Þegar hann loksins var kominn upp á bryggj- una, hneigði hann höfuðið í kveðju og þakklætisskyni og gekk síðan í áttina til mín. Andartaki síðar þekkti ég öldunginn, sem þarna var á ferð. Eg var ögn hissa, þegar ég sá, að það var Jan timburmaður, gamall vinur minn frá höfninni. Hann hafði fyrir alllöngu endanlega gengið af skips- fjöl eftir ævilanga þjónustu á haf- inu. Jan var orðinn háaldraður, hvít- ur á hár og skegg og boginn í baki. Hann dróst í áttina til mín, pjakkaði stafnum þyngslalega og settist loks á festarstólpá á bryggjunni. Eg sé hann fyrir mér, þar sem hann sat á stólpanum, studdist fram á stafinn og starði á gamla briggskipið. Sum- argolan lék um drifhvítt skeggið hans, og seglin á „Tahoa”, en þau höfðu verið dregin í hálfa siglu til þerris, rétt blöktu. Yfir vognum óýfðum og sólu skyggðum skræktu mávar, en í austurátt gnæfðu fjöll- in blá mót heiðum himni. Eg bjóst við, að hann segði eitthvað, en hann sat þögull og hreyfingalaus og horfði yfir til „Tahoa”. — Ég hugsaði um þessa merkilegu heimsókn um borð, fyrir mann á hans aldri hlaut hún að hafa verið ákaflega erfið. Loks- ins gat ég ekki á mér setið og spurði: — Jan, hvað varstu að gera um borð í „Tahoa”? „Tahoa” sagði hann hægt og sem í leiðslu. — „Tahoa”. — Ég var um borð í „Ynez”, ég þekkti það sam- tímis og ég kom auga á það. — Síðan þagnaði hann og sneri sér að mér. I augum hans var fjarrænt og dulúð- ugt blik. Já, og já, drengur minn — sagði hann — Þetta er einkennileg saga. Tylltu þér hérna hjá mér. Ég skal svo reyna að skýra fyrir þér, hvers vegna ég varð að fara um borð í þetta gamla skip. Framar stíg ég ekki á skipsfjöl, þetta var í síðasta skiptið. Pípan hans var kjörgripur með út- skomum kóng og gataðan blikk- hjálm yfir. Hann var natinn við að kveikja í henni og eftir að hafa reykt þögull um stund, byrjaði hann á sög- unni. — Þegar ég nú rita niður sögu hans og það, sem síðar gerðist, er rétt að taka það fram, að ég hef ekkert til sparað að sannreyna ártöl og staðarnöfn, er hann nefndi, og hef 38 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.