Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Síða 43

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Síða 43
Þá eru hér eingöngu opin skip. Fyrsti dekkbátur kemur 1872. Þá er hér engin bryggja, enginn vegur, heldur aðeins slóðar. Ekkert tæki, nema páll og reka og handbörur. Ritchie mun hafa komið hér með hjólbörur um þetta leyti. (Þær voru rauðmálaðar, og þótti mikið til þeirra koma.) Hér var enginn læknir, ekkert félag, ekkert hljóðfæri. — Fimm árum fyrr, eða 1859, byrjaði Hall- grímur þó að berjast fyrir að byggja og stofnsetja barnaskóla. Og það var einmitt hann, sem þetta ár, 1864, kom á fót lestrarfélagi, sem starfar enn. Hann var og um þetta leyti frumkvöðull að stofnun Ekknasjóðs Borgarfjarðarsýslu. Gaf honum stór- gjafir og studdi alla tíð. Eg held, að sá sjóður lifi og staríi enn í dag. Um þetta leyti voru hreppsnefnd- imar ekki komnar, heldur voru hreppstjórar, og munu hér venjuleg- ast hafa verið fimm. Sennilega má fullyrða að eftirtaldir menn hafi ver- ið hreppstjórar í Akraneshreppi hin- um forna þetta ár, 1864: 1. Hallgrímur Jónsson, Guðrúnar- koti. 2. Tómas Erlendsson, Bjargi. 3. Jón Jónsson, Bakka. 4. Bjami Brynjólfsson, Kjaranstöð- um. 5. Magnús Sigurðsson, Lambhúsum. Prestur í Görðum var þá Stefán Stephensen, en 1865 kemur þangað sr. Jón Benediktsson. Þingmaður Borgfirðinga er þá sr. Arnljótur Ólafsson. Sýslumaður er þá Jón Thoroddsen, skáld, og býr á Leirá. Það má af mörgu sjá, að nú fer að koma vor í loftið. Hægt og bít- andi fjölgar fólkinu. Alltaf eru hér ungir menn og aldnir, sem vilja upp og áfram byggð sína, land sitt og þjóð. Bamaskóli er byggður 1880, lækn- ir sezt hér að 1885. Félagsstarfsemi hefst, Æfingafélagið, Bindindisfélag- ið og síðar Góðtemplarareglan, allt milli 1880 og ‘90. Kirkjan er færð frá Görðum 1896, templarar byggja samkomuhús. Byrjað er að leggja vegi o. s. frv. Syndir þannig flest í rétta átt, þótt hægt fari. Nokkru fyrir og eftir aldamótin síðustu, má segja, að opnu bátarnir leggist hér niður. A því tímabili fer SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 27

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.