Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 28

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 28
kortinu. Kortin sýna leiðina nálægt Aþenu. Sardis var aðalaðseturstaður Xerxes Persakonungs í Litlu-Asíu. Persar mættu fyrst mótstöðu frá Spartverjum í Laugaskarði og frá gríska flotanum nálægt Artemisien. Persar tóku síðan Aþenu, sem hafði verið yfirgefin. Konur og börn í Aþenu voru send tll Troizen, þar sem taflan fannst. Úr ritum sagnaritarans Heródóts um Persastríðin. Hellusund brúað. Um það leiti, sem Xerxes Persa- konungur lagði af stað í hina miklu herför sína til Grikklands, hafði hann lokið við að láta brúa Hellusund, sem aðskilur Evrópu og Litlu-Asíu. Við Abydos í Litlu- Asíu og Seatos í Evrópu, þar sem sundið var brúað, er breidd þess innan við milu (7 furlongs). Brýmar voru tvær. Var önnur gerð af Föníkumönnum, sem not- uðu hörstrengi, en hin af Egyptum, sem notuðu sefstrengi. Þegar báð- ar brýmar vom fullsmíðaðar, skall á mikið óveður. Brýrnar stóðust ekki veðrið og ónýttust. Þegar Xerxes frétti um tjónið, varð hann reiður mjög og lagði svo fyrir, að Hellusund skyldi hljóta þrjú hundruð svipuhögg og þrælshlekkjum skyldi í það kast- að. Einnig hefur heyrzt, að hann hafi sent menn með heitt jám til að brennimerkja sundið. Hann lagði fyrir mennina, sem lömdu sjóinn, að viðhafa eftirfarandi orð um leið og höggin dundu: „Salta og ramma sund, herra þinn refsar þér þannig fyrir tjónið, sem þú gerðir honum saklausum. En Xer- xes konungur mun komast yfir þig með eða án leyfis. Enginn færir þér fórnir, því vatn þitt er rammt og gmggugt.” Að ávarpa Hellusund á þennan gikkslega hátt var táknrænt fyrir villimann- lega þjóð. Auk þess að refsa Hellu- sundi skipaði Xerxes svo fyrir, að þeir sem stjórnað höfðu brúar- smíðunum, skyldu gerðir höfði styttri. Var þessi óhæfa fram- kvæmd þegar í stað og aðrir verk- fræðingar látnir hefja brúargerðir á nýjan leik. Omstuskip (trireme) og galeiður vom bundnar saman til þess að styrkja brúna, 360 skip þurfti í þá, sem var nær Svartahafinu, en 314 skip í hina. Skipunum var lagt langsum í sundið. Þau voru því þversum undir hinni raunvemlegu brú, sem þau hjálpuðu til að halda uppi með því að minnka þungann á brúar- strengjunum. Sérstaklega þung akkeri voru lögð út til beggja handa til þess að halda flotbrún- um kyrrum, hvojrt sem vindur blési úr átt frá Svartahafi eða Egeahafi. Bil voru höfð á þrem- ur stöðum til þess að skip, sem sigldu um sundið, kæmust leiðar sinnar. Þegar búið var að koma skip- unum fyrir, var hert á brúar- strengjunum með trévindum í landi. I þetta sinn voru ekki not- aðir hörstrengir í aðra brúna og sefstrengir í hina, í hvora brú fyr- ir sig voru nú notaðir tveir hör- strengir og fjórir sefstrengir, báð- ar tegundirnar voru jafnar að gild- leika og gæðum, en hörinn var þyngri. Hálfur faðmur af honum vó 114 pund. Næst var plönkum raðað flötum hlið við hlið ofan á brúarstrengina. Voru þeir látnir ná jafnlangt út til beggja hliða og flotholtin náðu. Plankamir voru bundnir saman að ofan. Litlum viðargreinum var dreift jafnt of- an á plankana, síðan var þakið ofan á með ofaníburði, sem þjapp- að var niður. Að endingu var girt með staurum til beggja hliða. Var girðingin höfð það há, að múl- asnar og hestar sæju ekki sjóinn yfir hana og fældust ekki. Skipaskurður grafinn Herstyrkur Xerxes í Grikklands- förinni á sjó og landi var sá mesti, sem sögur fara af að fornu. Margt þurfti að gera, áður en ferðin gat hafizt. Auk þess að brúa Hellu- sundi lét Xerxes grafa skurð gegn- um Aþosskaga, en það er fjalla- skagi í norðaustur Grikklandi, sem skagar út í Egeahaf. Úti fyrir Aþosskaga hafði flotadeild Persa 12 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.