Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 48

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 48
Kafskip — Hafskipið er eitt af því fáa, sem staðið hefur af sér nýjungagirni og hugmyndaauðgi mannsins gegnum aldirnar, því í raun og veru er ekki mjög mikill munur á holum trjá- stofni, Indíánabáti eða langskipi vík- inganna og þeim skipum, er nú sigla um höf og vötn. Og þannig hefur það verið gegnum aldirnar, skipin hafa lítið breytzt hið ytra, — þ. e. a. s. form skrokksins, þó vitaskuld hafi orðið hæg markviss þróun í búnaði, til að gera ferðir öruggari og fljótari. Skipið er nú einu sinni þannig, að það þarf að vera ýmsum þeim kost- um búið, sem erfitt er að samræma, þannig að eitt verði ekki gert á kostnað, hins. Það verður að vera hraðskreitt miðað við vélarstærð, og fara vel í sjó, þola óveður og öldur úthafsins, og ótal margt ann- að sem getur mætt einu fari á víð- áttu hafsins. Það er nú einu sinni svo, að skip- ið hefur á seinni árum orðið helst til seint í förum, miðað við aðra far- kosti manna, svo sem bíla og flug- vélar, þessvegna hefur margt verið reynt til þess að auka hraðann, svo það mætti verða til þess, að skipin gætu frekar staðizt samkeppni við önnur samgöngutæki, en þetta hefur ekki reynzt tiltakanlega auðvelt. Hraðskreiðasta skip, sem núna siglir um höfin, mun vera brezkur hrað- bátur, sem nær um 50 hnúta hraða Þ. e.a. s. það er herskip' og ferðast eftir yfirborðinu. Skíðaskip Kafbátar. Mönnum hefur nú um skeið verið kunnugt, að frekari hraða er ekki að vænta með' venjulegt skip. Annað tveggja var að gera, að breyta veru- lega til, eða leggja allt slíkt á hill- una — og því hefur nú farið sem fór, þrjár meginleiðir hafa fundizt, tilí að breyta skipinu til hæfis við tímann. Helícraft, eða loftpúðaskip, sem „flýtur” á loftpúða yfir sjávar- skorpunni, skíðaskipið sem flýtur Hraðbátar kyrrt á belgnum, en lyftst upp á skíði, með vaxandi hraða — og svo kafbáturinn. Þó hin fyrrnefndu eigi ekki að verða að umtalsefni hér, þá sakar ekki að geta þess, að þau hafa vart slitið barnsskónum ennþá. Loft- púðaskipið; er aðeins til sem rándýrt leikfang vísindamanna, en skíðaskip- in eru þegar farin að sanna ágæti sitt — að vísu ekki sem hafskip, heldur sem hraðskreið vatnaskip og ferjur, sem þjóta á styttri leiðum með miklum'-hraða. Vafasamt er, að þau verði nokkru sinni hafskip, því ekki má verða vont í sjóinn, því skíð- in þola ekki hnjask. Sennilegast þyk- ir mörgum nú, að í framtíðinni muni loftpúðaskipið og kafbáturinn ryðja eldri gerðum skipa úr vegi. Kafbátar til flutninga. Þó það virðist í fljótu bragði vera lítið unnið við að láta skip ferðast neðansjávar í stað þess að halda sig við yfirborðið, eins og öfum okkar og langöfum reyndist bezt, en kost- imir eru í fljótu bragði þessir: Niðri í djúpunum gætir ölduhreyfingar- innar ekki og önnur! lögmál ríkja um hraða. Skipin geta því verið nær ótakmörkuð að stærð. Sjóveiki verður engin um borð í farþegaskip- um og tafir af mótvindum úr sög- unni. I raun og veru líkist nútíma kafbátur mest risastórri flugvél, sem „flýgur” um myrka veröld undir- djúpanna. Þó nothæfir kafbátar hafi nú ver- ið til í nær hálfa öld — þ. e. a. s. til hernaðar, þá hafa vissir örðugleikar staðið í vegi fyrir þróun kafbáta til friðsamlegra siglinga, þv sannleik- urinn er nefnilega sá, að venjulegur kafbátur getur ekki verið nema tak- markaðann tíma í kafi í einu og hef- ur ekki vélarorku nema stutta stund í einu og mjög lítinn hraða neðan- sjávar. Nú er þetta hinsvegar úr sög- unni með kjarnorkukafbátunum. Kjarnorkukafbáturinn hefur næga vélaorku til að sigla langtímum sam- an í kafi og hefur eldsneyti til lygi- lega langs tíma. Hann nær „aðeins” 20 sjómílna hraða ofan sjávar, en hvað hann getur í kafi, liggur að vísu ekki á lausu, en er varla minna en tvöfaldur sá hraði. Stjórntækin eru svipuð og á flugvél, ogibáturinn í laginu sem stórhveli. Liprir og fljótir í snúningum. I grein um kjarnorkukafbáta sem birtist fyrir skömmu í bandarísku tímariti, segir nokkuð frá getu þess- ara skipa umfram fyrri kafbáta. Þeir eru svo fljótir í förum og liprir í snúningum, að tundurspillar, sem eru liprustu og fljótustu herskip vorra daga, og ná allt að 40' hnúta 32 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.