Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Side 29

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Side 29
áSur orðið fyrir miklu tjóni. Xer- xes vildi ekki, að þetta endurtæki sig. Hann lét því grafa skurð gegn- um skagann, þar sem hann er mjóstur, en það er uppi við land- ið. Þar er láglendi og skaginn um hálf önnur míla á breidd. Við skurðgröftinn vann múgur manns úr hinum ýmsu skattlöndum Persa, og menn úr nálægum hér- uðum voru einnig neyddir til að vinna við skurðinn. Persneskir yf- irmenn stjórnuðu með svipuna á lofti yfir höfðum verkamannanna. Aður en verkið hófst, var lína lögð yfir eiðið og hverjum þjóðflokki úthlutað sérstakt stykki til að grafa upp, breidd skurðarins miðaðist við það, að tvö her- skip gætu róið um hann samhliða. Þegar verkamennirnir voru komn- ir það djúpt niður, að þeir gátu ekki rétt jarðveginn milliliðalaust upp á skurðbakkann, voru reist- ir upp stigar og stóðu þeir í þeim og handlönguðu jarðveginn. Þar tóku aðrir við því, sem upp úr skurðinum kom og báru undan. Flestir þeirra manna, sem unnu við skurðgröftinn, grófu lóðrétt niður. Afleiðingin var, að alltaf hrundi úr bökkunum og vinnan varð meiri, en ef ekkert hefði hrunið. Allir, sem við skurðinn unnu, gerðu þessa skyssu, nema Föikumenn. Við þessa vinnu, sem; og alla aðra, sýndu þeir yfirburði sína í verkhyggni.A hinu afmælda stykki sínu byrjuðu þeir efst á helmingi breiðari skurði en til- tekið var og létu skurðinn síðan dragast að sér þar til neðst, að breiddin var hin sama og hjá hin- um. A svæði í nánd komu verka- mennirnir saman. Þar var mark- aðstorg þeirra og þangað voru sendar óhemju byrgðir af möluðu korni frá Asíu. Við athugun máls- ins verður ljóst, að Xerxes lét grafa skurðinn af einskæru stær- læti. Hann vildi sýna mátt sinn og vinna verk, sem ekki gleymdist. Ekkert gat verið því til fyrirstöðu að draga skipin yfir eyðið. Þrátt fyrir það fyrirskipaði hann skipa- skurð, sem væri það breiður, að tvö herskip gætu róið um hann samhliða. Bygging skurðarins var bvin að standa yfir í þrjú ár, þegar verkinu var lokið með tilheyrandi varnargörðum gegn brimi og sand- burði við báða enda skurðarins. Sólin sortnar. Flotbrýrnar á Hellusundi voru til- búnar, birgðastöðvum var búið að koma upp meðfram þeirri leið, sem hemum var ætlað að halda. Fréttir bárust af því, að skurður- inn gegnum Aþosskaga væri til- búinn til umferðar. Eftir vetur- setu í Sardis og að loknum öllum undirbúningi, hófu hersveitir Xer- xes og floti för sína í áttina til Abydos og flotbrúnna. Varla hafði förin hafizt, þegar sólin hvarf sjón- um manna á heiðum himni og gerði myrkur um miðjan dag. Sló þá óhug á einvaldskonung Persa, sem leitaði til prestanna (Magi) cg bað þá segja sér þýðingu þessa furðulega fyrirbæris. Honum var tjáð, að á þennan hátt segði guð Grikkjum, að borgir þeirra myndu formyrkvast. Sólin varaði Grikki við framtíðinni; á sama hátt og tunglið gegndi því hlutverki fyr- ir Persa. Skýringin var ánægju- leg og Xerxes hélt ferðinn áfram glaður og reifur. Xerxes harmar skammlífi mannsins. Þegar Xerxes kom til Abydos við Hellusund, höfðu íbúarnir, að boði hans, gert honum marmarahásæti á hæð einni. Tók hann sér þar sæti og leit þaðan yfir allan her sinn og flota. Skyndileg löngun greip hann til að horfa á kappróð- ur. Kappróðurinn fór fram og sig- ruðu Fönikumenn frá Sídon, til mikillar ánægju fyrir Xerxes, sem SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.