Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 30

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 30
Hin foma Troizen var handan við turninn til hægri, grunnur hans er frá þriðju öld f. Kr. í fjarlægð sést höfnin, þar sem flot Grikkja safnaðist saman fyrir orustuna við Salamis. bæði var ánægður með róðurinn og sjálfan herinn. Hann horfði á það, sem fram fór, allt í kring. Hellusund var krökt af skipum, og strendur þess og umhverfi þak- ið hermönnum. Hann hældist um, en brast svo skyndilega í grát. Artabanus föðurbróðir hans var nærstaddur og sagði: „Herra, hvað veldur hinum skyndilegu skap- brigðum þínum, fyrir andartaki taldir þú þig sælan, en nú grætur þú.“ Xerxes svaraði: „Ég fór að hugleiða skammlífi mannsins, af öllum þeim manngrúa, sem hér er saman kominn, mun enginn verða á lífi eftir hundlrað ár.“ Arta- banus sagði: „Þó mannsæfin sé stutt, er varla til sá maður hér eða annars staðar, sem ekki óskar þess oftsinnis, að hann væri dauður. Erfiðleikamir steðja að, sjúkdóm- ar þjá okkur og þess vegna verður æfin of löng, þegar á allt er litið. Svo þung er byrði lífsins, að við kjósum heldur að deyja en lifa, og reynsla manna sannar, að þó guð gefi okkur að bragða á unaðs- semdum lífsins er hann svíðingur á gjafir sínar.“ Herstyrkur Xerxess í förinni til Grikklands. Skattlöndin lögðu til 1207 or- ustuskip og áhafnir þeirra, 200 menn á hvert skip. A hverju þeirra voru auk þess 30 bardaga- menn Persa, Meda, eða Saka. I flotanum voru 3000 galeiður 30 ræðara, með áttatíu manna áhöfn hver. Þetta var sá floti, sem Xer- xes lagði af stað með frá Asíu. Á flotanum voru alls 517,610 manns. í landhemum voru 1700,000 fót- gönguliðsmenn, 80,000 riddaralið- ar frá Libyu og úlfaldaliðar frá Arabíu voru 20,000. Heildartala liðsmanna í landher og flota, þegar Xerxes fór frá Asíu, var því 2,317,610 manns. Auk þess var þjónustulið hersins og menn, sem önnuðust matvælaaðdrátt. Enn fremur það lið, sem Xerxes safn- aði að sér á leið sinni um Evrópu- lönd. Þar verður lausleg áætlun að nægja. Ætla má, að Grikkir í Þrakíu og eyjunum við ströndina hafi lagt til 120 skip með 24,000 mönnum, og ætla má, að Þrakar, Pakonar, Eordar, Bottíar, Kalkí- dear, Brygar, Pierar, Makedóníu- menn, Dolopar, Magnetar, Akkear og íbúamir í strandhéruðum Þrakíu hafi lagt landhernum til 300,000 fótgönguliða. Heildartala stríðandi manna í landher og flota var þá 2,641,610. Gera má ráð fyr- ir, að þjónustulið og fylgdarlið hersins, skipsmenn birgðaskipa og annarra fylgiskipa hersins hafi verið jafnfjölmennir og sjálfur herinn. Þegar landherinn kom að Laugaskarði og sjóherinn að Sepíuhöfða, stýrði Xerxes sonur Dareioss 5,283,320 manna liði, því þá var hann enn ekki farinn að verða fyrir tjóni. Þetta á við um hinn raunveru- Orustan við Maraþon var háð á þessu svæði. Þarna sigruðu Grikkir Persa á valdatíma Dareioss föður Xerxess. Orustan var háð 10 árum fyrir orustuna á Salamissundi 14 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.