Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Qupperneq 55

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Qupperneq 55
ég komizt að raun um, að rétt var frá skýrt. — Um 1870 var ég timburmaður á norsku briggskipi. Það var nýkeypt til Noregs, hafði áður verið amerísk- ur klipper. Við höfðum farið eina ferð til Austur-Indía, en næst áttum við að fara frá Englandi til Perú og lesa þar áburð til einhverrar hafnar í Evrópu. Að vanda var óblítt við odda Suður-Ameríku. Það dró langt í mánuð að komast suður fyrir og norður á leið á ný, en loks vorum við þó fyrir utan strönd Chile. Þeg- ar við vorum komnir miðja vegu milli Valparaiso fengum við blíð- viðri dag eftir dag, svo að okkur miðaði lítið ófram, ásamt hóp skipa, stórra og smárra, sem þama var. Næst okkur var briggskip með spönskum fána og virtist vera á suð- urleið. Skipstjórinn okkar, sem ætl- aði, að það hefði komið frá Valpar- diso eða eirthverjum öðrum stað þeim megin strandar, ákvað að fara um borð í það og spyrjast frétta. Við settum bát á flot og rerum skipsjóranum yfir í hið sþænska skip. Svo atvikaðist, að ég fór fyrir 2. stýrimann, því að hann hafði meitt sig í fæti og varð því að halda kyrru fyrir. A meðan við biðum eftir skip- stjóranum, tókum við til að spjalla við áhöfnina á briggskipinu, en það hét „Ynez”. Ekki var auðvelt að gera sig skiljanlegan, en þar sem nokkrir okkar skildu hrafl í spönsku og Spánverjarnir dálítið í ensku gekk það þó stórslysalaust. Mikil óværð var í hug og hreyf- ingum Spánverja, og hún var svo kynleg, að við gátum ekki hleypt því fram af okkur að inna eftir því, hvort ekki væri allt með felldu um borð. Og ég, sem kunni örlítið í ensku, spurði brosandi: — Hafið þið kannske séð eitthvað óhreint? — Ég sagði þetta ósköp blátt áfram og í hálfgerðu spaugi, en áhrifin urðu óvænt, því að Spánverj- arnir, sem stóðu við borðstokkinn, stirnuðu upp samtímis og ég hafði mælt. Þeir litu hver á annan með flóttalegu augnaráði og minntu helzt á hóp unglinga sem hafa unnið sér eitthvað til óhelgis. Sá elzti þeirra svaraði stuttu síðar grafalvarlega: — Já, við höfum séð fylgju. Við sáum Kalucko fyrir tveimur nóttum. Allur hópurinn krossaði sig um leið og hann nefndi Kalucko. Við spurðum manninn, hvað Kal- ucko væri og fengum það svar, að það væri nafn á illræmdu drauga- skipi, er væri á sveimi við vestur- strönd Suður-Ameríku, svipað og Hollendingurinn fljúgandi að okkur skildist. Kalucho straukst fram hjá okkur á mikilli ferð, umlykt eldi og með öll segl uppi. Ógæfan fer í slóð Kalucko, annað hvort verður hún á vegi okkar eða annarra skipa. Hinir staðfestu þennan spádóm með því að hneigja höfuðið, krossa sig og segja já, já ógæfan fer í kjöl- far Kalucho. Við í bátnum tókum þessu sem gamni, kölluðum það fávitahátt og hjátrú. Vorum við ekki upplýstir norskir sjómenn? Höfðum við ekki frá því í bernsku heyrt fjölda sagna svipaðar og um Hollendinginn fljúg- andi, sem var alls staðar á ferðinni, hvarf fyrir fjarlægustu annes? Þær sögur voru ekki nýjar fyrir okkur, enda létum við þær inn um annað eyrað og út um hitt. — Þvættingur og hindurvitni — því lengur, sem við horfðum á Spánverjana, er hvorki datt af né draup, þeim mun spaugilegri fannst okkur sagan um eldskútuna þeirra. En þeir trúðu því statt og stöðugt, að eitthvað örlagaríkt mundi að höndum bera og frá því kvikuðu þeir ekki. — Bíðið þið við, sögðu þeir, Kalucho er fyrirboði, sem aldrei hef- ur brugðizt .... Nokkrum vikum síðar lágum við hjá eyjunni Pabillon de Pica og lest- uðum áburð. Margra metra þykkt lag af fugladrit þakti nokkurn hluta eyjariinnar, það hafði í aldaraðir hlaðist upp eins og skán í fjárhús- kró. Einu sinni hafði verið mann- margt á eyju þessari, en nú mátti heita, að úr henni væri horfið guð og gott fólk. Við höfðum einungis komið nokkrum smálestum af áburði um borð, þegar skjótlega syrti í lofti og samtímis heyrðum við undarleg- an gný úr öllum áttum. Risaalda um fimmtíu feta há valt utan af hafi í átt til lands og reif með sér og mal- aði undir sig allt, sem var á leið hennar. Þessi alda hafði risið vegna jarðskjálfta neðansjávar og í kjöl- far hennar komu fleiri. Stórskip voru sem leikföng fyrir þessum nátt- úruhamförum, þau hentust hvort á annað eins og bréfbátar á ýfðum polli, ellegar þau bar á land, þar sem þau brotnuðu í spón. Mörg þeirra sukku, lík flutu á víð og dreif um höfnina — atburðir þessir voru óhugnanlegir. Allir héldum við ein- dregið, að dómsdagur væri upp- runninn. Allt, sem skeði þennan dag, en þá var 9. maí 1877, er mér enn í Ijósu minni. Skipið okkar var eitt þeirra, sem rak á land og brotnaði í spón, en allir björguðumst við á land óskadd- aðir og var það okkur undrunarefni, hvernig slíkt mátti ske. Síðar frétt- um við um mörg skip, er voru stödd á hafi úti og fórust með allri áhöfn. Þeirra á meðal var „Ynez” litla, er þá var aftur á norðurleið. Okkur, sem björguðumst á land, var komið fyrir í því, er enn hékk uppi af hús- inu, sem eitt sinn hafði verið hótel staðarins. Þar var okkur tíðrætt um frásögn spönsku sjómannanna af draugaskipinu, en aldrei stökk okk- ur bros framar, þá er Kalucho var nefnt á nafn. — Gamli maðurinn tuggði í gríð og ergju og leit ekki af mávunum, sem virtust hafa ærið annríkt úti á vogn- um. Hann barði síðan úr pípunni sinni, stakk hennií vasa sinn og hélt frásögninni áfram: — I dag fór ég að vanda niður á bryggju og þá tók ég eftir briggskip- inu, sem hafði komið í höfn. Mér virtist ég bera kennsl á það, og með- an ég staldraði og virti það fyrir mér, var sem ég hyrfi áratugi aftur SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.