Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 57

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 57
ist leiftri bregða fyrir í augum hans. — Meira? — sagði hann eftir drykklanga stund. Hafið þér áhuga fyrir að heyra meira um þetta? Eg sagði honum, að úr því að menn af mínu þjóðerni hefðu orðið á leið hans í þetta skipti, fýsti mig að frétta nánar af því, sem skeð hafði. Hann hugsaði sig um andar- tak, leit á mig á ný, en hvarf svo með hugann að því, sem var að ger- ast í höfninni. Nokkru síðar mælti hann: — Vinur minn, ég hef lítið meira að segja þér. Eg var matsveinn á þessu briggskipi og við fórum hafna á milli á sröndinni. Eina nóttina varð Galu á leið okkar, og litlu síðar dundi reiðarslagið yfir. Himinninn dró hafið til sín, jörðin skalf og fjöldi manns fórst. Hann reykti örar en áður og leit yfir ána. Síðan kinkaði hann kolli og hafði upp fyrir sér á nýjan leik: — Já, það var fjöldi manna, sem fórst. Galu varð á leið okkar. Eg hafði ekki augun af honum. Þetta var furðuleg tilviljun. — Wei Sang — sagði ég, merkir Galu sama og Kalucho? Hann leit stillilega á mig, en þó stjarfaði fyrir einkennilegum glampa í augum hans. Svarið kom loksins hægt og þulbaldalegt: — Yes, Galu is Kalucho, the Fant- omeship of the West Coast. Eg var sem steini lostinn yfir að heyra á ný þessa sögu. Allt í einu virtist mér sem gangvegur lægi frá Kína til Perú og þaðan til Noregs, vegur, sem ég gæti haldið um heim til æskustöðva minna. Og mér virt- ist ég heyra rödd Jans, þá er hann sagði mér frá því, sem fyrir hann hafði komið á Vesturströndinni. Síð- an brá fyrir goluþyt, svo að reyk- inn úr pípu Wei Sang lagði að vit- um mér, og samtímis varð ég þess áskynja, að ég var þá enn um borð í kínverskum fljótabát. — Wei Sang, sagði ég, nú skal ég segja þér tíðindi. Eg veit á hvaða skipi þú varst, þegar óhappið vildi til við Vesturströndina. Það hét „Ynez” og var spánskt briggskip. Eg sagði þetta áherzlulaust 'og blátt áfram, en þó höfðu orðin óhugnanleg áhrif á Wei Sang. Fyrst í stað var augnaráð hans stillilegt, en breyttist síðar og fékk ég ekki annað lesið úr því en hann væri yfir sig hræddur. Hann stóð upp, bandaði höndunum á móti mér eins og hann vildi verja sig og mjakaðist aftur á bak. Pípan hafði fallið úr hendi hans og lá á dekkinu. Galu, muldraði hann, Galu . . . Hvað hafði gerzt? Ég fékk ekki áttað mig á því. Var maðurinn ekki með öllum mjalla, eða var það ég, sem var orðinn eitthvað einkennilegur. Hvers konar fjandi var kominn í þennan leik? Það fór ekki fram hjá mér, að eitthvað, sem ég réð ekki við, var í þann veginn að gerast, eitthvað, sem ég gat ekki komið í veg fyrir. Mávahópar flögruðu kringum fljótabátinn og görguðu vargalega. I mínum eyrum hljómaði það sem „Galu” — „Galu”. Uppi á bryggj- unni þutu gulir fram hjá með burð- arstól, og æptu og öskruðu, þegar eitthvað varð þeim til travala. En mér heyrðust þeir hrópa „Ga-lu” — „Ga-lu”. Stórt farþegaskip fór fram hjá niður fljótið og eimpípa þess blés svo feikilega, að hvem mann ætlaði að æra. En einnig það hljóð var sem GALU — GALU — GALU í eyrum mínum. Wei Sang, hrópaði ég, við hvað ertu hræddur? Ekki er ég „Galu”. Og til þess að sannfæra hann um, að ég væri ekki galdramaður eða illur andi, gekk ég til hans og ætlaði að segja honum allt, er ég vissi um „Ynez”. En það var árangurslaust. Hann fjarlægðist mig stöðugt, en leit þó ekki af mér óttafullum aug- um fyrr en hann hvarf mér sjónum allt í einu. Næst heyrði ég óp, síðan dauft högg eins og eitthvað félli nið- ur á þilfarið. Wei Sang hafði gengið aftur á bak, aftur af hvalbaknum, lent í stiga- opinu og hrokkið niður á þilfarið. Ég stökk aftur að grindunum og sá hann liggja meðvitundarlausan á þilfarinu fyrir neðan mig. Blóð rann úr vitum hans. Ég stóð grafkyrr sem negldur væri, ég varð höggdofa yfir þessum skyndilega og harmfulla endi á sam- tali okkar. Ahöfnin kom hlaupandi. Sumir mennirnir fóru að stumra yfir Wei Sang, en aðrir námu staðar og horfðu á mig, þar sem ég stóð aleinn uppi á hvalbaknum. Þeir töl- uðust við, bentu á mig og virtust ævareiðir. Ég gaf þeim merki með hendinni eins og ég vildi tala við þá, en það reyndist gagnlaust. Þeir skildu ekki orð af því, sem ég sagði, hins vegar virtust þeir verða enn æstari við að heyra mig mæla. Mér fór nú að skiljast, að hætta væri á ferðum. Nokkrir þeirra nálg- uðust stigann upp á hvalbakinn. Ég sá gljáa á langa hnífa og ég sá nokkra þeirra taka upp þung tré, sem lágu á þilfarinu, og síðan snerust þeir gegn mér æpandi og skrækjandi, en í augum þeirra var sem eldur brynni. Ég vék mér undan og komst bak við upphækkun á hvalbaknum. Enn á ný reyndi ég að tala við þá, en þeir voru ekki á því að láta tefja för sína. Eftir örfáar sekúndur yrði ég umkringdur og þá . . . Líf mitt var ekki á marga fiska þessa stund- ina. En þá heyrðist allt í einu hvellt flautumerki, síðan annað og þá það þriðja. Og samtímis stöðvaðist gula hersingin, sem ætlaði að ráðast á mig, og leit upp á bryggjuna þaðan sem merkið kom. Alveg niður við bryggjuna var umferðartum á gatnamótum og í honum skiptust á gul og rauð ljós, en það merkti að kallað hafði verið á lögregluna, er nú stökk án umsvifa niður í fljóta- bátinn. Tæpara mátti ekki standa, að mér yrði bjargað. Mennirnir í turninum vöktu yfir umferðinni. Þeir sáu, að eitthvað óeðlilegt var á seiði um borð, og er þeir höfðu áttað sig á því í sjónauka gáfu þeir hættumerki. Wei Sang var borinn niður í ká- etu. Ég fór þangað niður ásamt ensku lögregluþjónunum. Wei Sang lá á bekk og hafði skinn og teppi undir sér. Aðeins ein lukt var í káetunni, en birtan var samt næg til þess, að ég gat séð, að enn rann blóð úr munni hans. Hann hafði aug- un lokuð og skorpnað andlitið hans var enn ellilegra en áður. Nokkrir af áhöfninni stóðu þögulir að baki okkar. Ég gat í hálfrökkrinu greint andlit þessa skuggalega hóps Asíu- manna, er glápti á mig. I sem styztu máli greindi ég lög- regluþjónunum frá því, sem gerzt SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.