Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 56

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 56
í tímann, ég stóð á nýjan leik í skips- bátnum við hliðina á briggskipinu „Ynez”. Ég færði mig nær, já það var ekki um það að villast, ég hafði fest í minni mér, hann stakk svo í stúf við afturenda skipsins, þar voru langar og mjúkar línur. Neðsti hluti aftursiglunnar var sleginn járni. Hann kom mér kunnuglega fyrir sjónir oog svo var um fleira. Það stóð „Tahoa” á nafnspjaldinu, en margt skipið hefur skipt um nafn, svo að þeirra hluta vegna gat ég haft rétt fyrir mér. En hafði ekki „Ynez” farizt í rúmsjó? Mér fannst ég vera eitthvað utan við mig og ætlaði því að halda ferð minni áfram, en ein- hver dulin mögn öftruðu mér ferðar. Ég varð að ganga úr skugga um, hvernig þessu var háttað. Ég klöngr- aðist um borð og gekk þangað, sem klukkan hékk. Sú er venjan, að upp- runalegt nafn skipsins standi á skipsklukkunni, en hér var það svo máð, að ég gat ekki lesið það. Ég bað stýrimanninn, sem var í fylgd með mér, að reyna að komast fram úr því. Hann reif upp úr stöfunum virti þá síðan fyrir sér andartak og sagði: — Þarna stendur „Ynez” og undir því Barcelona. Ég hafði þá haft rétt fyrir mér. Þessir endurfundir höfðu svipuð áhrif á mig og ég heyrði rödd að handan, rödd, sem hefði einhvem boðskap að flytja mér. Þegar ég stóð þarna um borð undrandi yfir að hafa rekizt á þetta skip og starði á klukk- una, var sem ský sveipaðist um hana andartak. En því létti á ný og í ljós- grámanum sá ég andlit. Það var ekki draugur, ekki „Kalucho”, það var andlit konu minnar, sem ég sá, og ég heyrði rödd hennar eins og hún væri á lífi. Senn eru liðin tíu ár síðan hún kvaddi þennan heim. Ég stóð einn uppi, aleinn og yfirgef- inn. En nú fer ég nærri um það, vin- ur minn, að þess verður ekki lengi að bíða, að ég leggi upp í langferð á nýjan leik og það verður sú síð- asta. Jan gamli hafði lokið frásögn sinni. Hann stóð upp og leit enn einu sinni yfir til „Tahoa”. Enn man ég vel brosið hans, hvílík værð hvíldi yfir honum, þegar hann tók að mjakast heim á leið. Ég gekk með honum eins og ég hafði gert svo oft áður. A slíku rölti höfðum við kynnzt. Hann hafði sagt mér margt af haf- inu, sjómönnunum og fjarlægum löndum, sem hann hafði komið til. En í þetta sinn skiptumst við ekki á spum og svari. Hann var sem í leiðslu, fjarlægur mér, og þegar hann kom heim hélt hann rakleiðis inn, eftir að hafa þakkað mér fyrir gylgdina. Árið leið og nýtt heilsaði. Jan gamla hitti ég miklu sjaldnar en áð- ur, hann var orðinn mjög heilsu- veill. Undir haustið fór hann í rúmið og lá allan veturinn. I maímánuði vorið eftir fylgdi ég honum til graf- ar. Mér reyndist það erfiður dagur, því að mér þótti mjög vænt um Jan gamla, fráfall hans olli mér meiri hryggð en ég hafði áður haft af að segja. Nokkrum vikum síðar las ég í blaði, að skipið „Ynez” hefði farizt á Norðursjó með allri áhöfn. Einnig sú fregn hafði varanleg áhrif á mig og leið mér því ekki úr minni, eink- um vegna þess upp á hvaða dag slys- ið bar. Ég klippti fregnina úr blaðinu og límdi hana í litla dagbók, sem ég hélt um þessar mundir og sem ég hef varðveitt fram á þennan dag. Skeytið um „Ynez hljóðar svo: Þann 9. maí síðastl. rákust menn á finnska briggskipið „Ynez” alelda í Norðursjó. Áhöfnin hefur senni- lega farið í björgunarbátana, en far- izt í óveðrinu, sem þá gekk yfir Norðsjó. Einti björgunarbátur merktur „Ynez” fannst á hvolfi ör- skammt frá hinu brennandi skipi. Ekkert skip hefur tilkynnt um björg- un af áhöfn hins finnska briggskips. „Ynez” var smíðað í Barcelona 1837 og var 260 rúmlestir. Það var keypt til Finnlands fyrir þremur árum. Hinn 9. maí! Það var nákvæmlega sama daginn og Jan gamli lézt og sama daginn og skip hans brotnaði í spón við Pabillon de Pica. Hending — kynleg tilviljun, að þessir atburðir skyldu allir bera upp á sama dag. Mér er það engin dul, að það hefur átt sinn hlut að því, að frásögn Jans gamla um Kalucho hefur aldrei fallið mér úr minni. Síðan liðu árin. — Ég varð full- tíðamaður og fór um flestar heims- ins jarðir. Heilt ár var ég í kynnis- för í Austur-Asíu og meðan á henni stóð, dvaldist ég um tíma í Shang- hai. Eitt sinn gekk ég með fram höfn- inni og gaf auga hinu iðandi og margbreytilega lífi á þessum slóðum. Af einstakri foi’vitni fór ég um borð í stóran fljótabát og gaf mig á tal við tvo af þeim gulu. Við gerðum okkur skiljanlega á þeirri blendings ensku, sem flestir bregða fyrir sig í hafnai’- bæjum Asíu. Annar þessai’a manna var háald- raður, andlit hans var hrukkótt og skorpið sem á smyrðlingi. Hann sat við stóru stýi’isárina aftur á bátnum og reykti úr pípu sinni. Ég komst að því, að hann hét Wei Sang. Þegar ég fræddi hann um það, að ég væri frá Noregi, lét hann mig á sér skilja að hann hefði fyrr hitt fyrir Norð- mann. Á duggarabandsárum sínum hafði hann verið í förum landa á milli og þá eitt sinn dvalizt með norskum sjómönnum, er bjargazt höfðu úr sjávarháska. Það var eftir mikinn sjóskaða við vesturströnd Suðui’-Ameríku, bætti harrn við. Briggskipið, sem hann var á, fórst, en sjálfur komst hann af við illan leik. Mig fór að gruna mai’gt. — Hvar við vestui'ströndina? spurði ég. — Við Pabillon de Pica, svaraði hann án þess að reka í vörðurnar. Pabillon de Pica! Frásögn Jans gamla rifjaðist upp fyrir mér á svip- stundu — gat það átt sér stað, að Wei Sang .... Hvenær skeði þetta? Því gat Wei Sang ekki svarað nákvæmlega. En með aðstoð sonar hans, sem var einn af fjölskyldu- áhöfn fljótabátsins, fékk ég þó að lokum vitneskju um aldur hans og hvað hann hafði verið gamall, þeg- ar þetta skeði. Ártalið reyndist vera 1877. Ég bað Wei Sang að segja mér meira. Meðan við töluðumst þetta við, sat garnli Kínverjinn hreyfingarlaus, reykti sígandi hægt úr pípu sinni og hafði ekki augun af ensku gufuskipi, sem var á leið inn höfnina. En nú snei’i hann sér að mér, og mér virt- 40 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.