Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 42

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 42
Krosshús eru vitanlega öll stórhýsi langt á undan sinni samtíð, á hvem veg, sem metið er, eins og kunnug- ir vita og myndir sýna. Þrátt fyrir það að löggiltur væri hér verzlunarstaður 1864, eins og fyrr er sagt, var ekki sett hér á fót fastaverzlun fyrr en 1871 af Þor- steini Guðmundssýni. Hins vegjár komu kaupmenn úr Reykjavík hing- að á skipum til að selja vörur sínar og kaupa innlenda framleiðslu. Var það auðvitað stórfelld breyting frá því, sem áður var, meðan menn sóttu allt stórt og smátt til Reykjavíkur á opnum skipum og fóru þangað á sama hátt með afurðir sínar. Árið 1864 er hér (á Akranesi) ekk- ert timbur-íbúðarhús, en aðeins nokkrir hjallar eða smágeymsluhús. Eftir 1870 er fastar verzlanir hafa setzt hér að, er eins og líf færist í allt. Hallgrímur hreppstjóri og kaup mennirnir ríða á vaðið með nýtízku- legri byggingar. Það smitar út frá sér, og breytingin kemur smátt og smátt. Við skulum nú snöggvast líta nán- ar til ársins 1864 og sjá, hvernig hér er þá umhorfs. Engin mynd er til af Akranesi frá þessum tíma, önnur en sú, sem hægt er að skapa í hugum manna með orðum einum. Akranes eða Skipaskagi var þá að mestu óræktaður, lítt byggður tangi. Ibúarnir voru þá orðnir um 300, og allmikill útvegur í eigu Akumes- inga sjálfra, miðað við það, sem áð- ur var, þó að á öllum öldum hafi verið hér mikið útræði úr öllum áttum. Kartöfluræktin var þegar orðin nokkur, sáð í tæpl. 6000 ferfaðma lands. En hér var þá næsta lítið um „heimsins lystisemdir” eða nokkurs konar þægindi, sem fólki firmst nú ekki hægt að lifa án. Þá var enn kirkja í Görðum, og sótt þangað. Þá var enginn bama- skóli og ekkert samkomuhús. Engar skemmtanir, nema bændaglíma á Grenjunum við og við. Oft mun og hafa verið haldin þar brenna á þrett- ándanum. Hér voru þá enn eintóm- ir torfbæir og flestir litlir. Fyrsta timburhúsið byggði Hall- grímur Jónsson í Guðrúnarkoti 1871, eins og áður er sagt. Eftir það fjölg- ar þeim, og byggingar fara að batna. 26 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.