Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 37

Sjómannadagsblaðið - 04.06.1961, Blaðsíða 37
Frá föstu ljósi í leifturskin Snemma kom í ljós nauðsyn þess að hafa einhverskonar leifturbúnað í vitunum. Þess voru dæmi að strandbúar gerðu sér vita með því að kynda bál og gátu með því vilt um fyrir skipum í náttmyrkri svo að þau sigldu á land. Með því hjálp- uðu þeir Guði almáttugum til þess að „blessa sjávarsíðuna með strand- góssi.” Reynt var að koma í veg fyr- ir slíkt með því að byggja tvöfalda vita. Einn fyrsti vitinn af þeirri gerð í Svíþjóð var Nidingen utan við Kungsbacka, þar var tvöfaldur viti frá 1635. Fyrsti maðurinn sem teiknaði not- hæfan leiftur vita, var þáverandi forstjóri konunglega modelsafnsins Jonas Norberg. Hann smíðaði árið 1781 kerfi af hreyfanlegum hringlaga málmspeglum í Carlstens vitann ut- an við Marstrand. Var speglunum snúið með úrverki. Nú á tímum hafa vitar yfirleitt kerfisbundin leift- urhraða eða leifturtíma, þannig að þeir þekkjast hver frá öðrum. Sænskir hugvitsmenn hafa haft for- göngu um endurbætur á vitakerfum. Mönnum finnát það nú nánast furðulegt ef þeim er sagt, að fram að árinu 1880 voru engir vitar eða leiðarljós við innanskers siglinga- leiðir í Svíþjóð, en svona var það nú samt. Vitarnir voru svo dýrir í notkun, að menn neituðu sér um að byggja þá. Inn og útsigling fór því aðallega fram í dagsbirtu. En árið 1880 tókst C. R. Nyberg í Stokkhólmi að smíða glóðarlampa sem brenndi gasolíu. Efltir þe’irri gerð smíðaði svo G. V. Lyth sí- brennislu vitaljósker sem entist í 8 til 10 daga. Leifturkerfi vitans gekk fyrir hitaorku sem streymdi frá lampanum. Sænski hugvitsmaðurinn mikli Gustav Dahlén var sá maðurinn sem meira en nokkur annar endur- bætti ljóstæki vitanna. J. Höjer verk- fræðingur smíðaði fyrstu carbidgas- baujuna 1902, og nokkru seinna fann Dahlén upp „klipptækið”, þ. e. tæki til þess að mata lampann í smá gusum eftir því sem með þurfti. I sambandi við sólventilinn sem Gust- af Dahlén fann seinna upp sparað- ist eldsneyti vitanna um 94%. Með tilkomu gasblöndunartækja, glóðar- netinu og linspendulinu í vitaskip- um og fleiru, gerbreyttist aðstaða og viðhorf vitamála í öllum löndum heims. „Dahlén hinn blindi ljósgjafi” og uppgötvanir hans, komu því til leiðar að nú var hægt orðið að koma upp vitum á nálega ótilgengilegum stöðum á sröndinni, því ekki þurfti að líta eftir þeim nema einusinni eða tvisvar á ári. Fyrir uppgötvanir sín- ar var Dalhlén veitt Nobelsverð- launin árið 1912, sama árið missti hann sjónina af slysi sem hann lenti í við tilraunastörf sín. Radíóvitarnir eru hin fullkomnustu leiðbeiningartæki. I fyrri heimstyrjöldinni var fyrst farið að nota radíómiðunartæki fyr- ir skipin. A landi voru sett upp mið- unartæki með svokölluðum ramma loftnetum og gátu þau gefið rétta stefnu til skips í takmarkaðri fjar- lægð, — aðeins einu skipi í senn. Ar- ið 1930 komu radíóvitamir til sög- unnar, hver með sitt kennimerki. Eru þetta sjálfvirk senditæki sem skipin geta miðað, og þannig sjálf ákveðið stað sinn á hafinu. Auk þessara radíóvita sem senda í allar áttir, eru nú sérstakir stefnuvitar með vissum senditón. Sveigi skipið útaf réttri stefnu, fær það samstund- is aðvörun frá vitanum með morse- merkjum ... Það nýjasta í Radartækninni eru radargeislarnir. A lágum skerjum baujum og nesjum er komið fyrir radargeislatækjum, sem gera svipað gagn í umferðinni og kattaraugu á hjólhestum. Radartæki vinna, eins og kunnugt er eftir endurkastregl- unni á undrastutum hljóðbylgjum. „Kattaraugun” endurkasta þessum hljóðbylgjum. Önnur þekt radar- siglingatæki frá heimstyrjöldinni síðari eru lo'ran og con'sol (bæði gerð fyrir miklar fjarlægðir) og decca (svokallað Metalldistans kerf- ið.) Frá undrinu mikla á eynni Faros til vitakerfanna á vorum dögum er langt bil, og breytingin ótrúlega mikil. En þróunin heldur áfram með síauknum hraða. Skrefin á þróunar- leiðinni sem áður tóku 100 ár eru nú stigin á 10 árum. Hver veit hvað næstu árin bera í skauti sínu á þessu Sýnishorn úr sögu vitanna. Efst kolakynti vitinn. Þar undir er vitinn á eyjunni Faros, fyrir utan Alexandriu (eitt af sjö furðuverkum veraldar). Til vinstri einn af hinum frægu vitum á Eddystone- skeri — en hann stóð aðeins á árunum 1695 til 1700 — og til hægri eru tveir ný- tízku vitar. sviði? Svo virðist sem hinni nýju tækni sé ekkert ómögulegt. (Þýtt úr sænska blaðinu Maskinbe- falet.) Hallgrímur Jónsson. Hljómplatan Stjáni blái, eftir Sigfús Hall- dórsson, er tilvalin vinargjöf á Sjómanna- daginn. Hljómplatan Stjáni blái, eftir Sigfús Hall- dórsson, fæst í hljóðfæraverzlunum. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.