Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Síða 17

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Síða 17
31. Sjómannadagurinn í Reykja- vík var haldinn sunnudaginn 26. maí, en raunverulega hófst hann með opnun Sjávarútvegssýningarinnar, sem opnuð var í sýningarhöllinni í Laugardal daginn áður, og sagt er frá annars staðar hér í blaðinu. Hátíðahöldin hófust með messu í Laugarásbíói kl. 11.00. Prestur var séra Grímur Grímsson, en organ- leikari Kristján Sigtryggsson. Ein- söngvari var Kristinn Hallsson. Kl. 13.30 hófust hátíðahöld við Hrafnistu með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék. Sjómenn mynduðu fánaborg með félagsfánum og ís- lenzkum fánum. Þá minntist biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, drukknaðra sjómanna, en Kristinn Hallsson söng einsöng. Þá voru flutt ávörp. Eggert G. Þorsteinsson, sjáv- arútvegsmálaráðherra, talaði af hálfu Þorsteinn Geirharðsson með björgunarsundsbikarinn og stakka- sundsbikarinn. SJÓMAN NADAGU Rl N N í REYKJAVÍK 1968 hafa verið veitt nokkur undanfarin ár, en að þessu sinni, 1968, þótti ekki álitamál, að veita bæri þau Kristni O. Jónssyni, skipstjóra á m.s. Þórs- nesi frá Stykkishólmi. Kristinn bjargaði stýrimanni sínum, sem fest- ist í netum og drógst fyrir borð og ríkisstjórnarinnar. Baldur Guð- mundsson, útgerðarmaður, talaði af hálfu útgerðarmanna og Gunnar Friðriksson, forseti Slysavamafélags Islands ræddi um starfsemi félags- ins undanfarin 40 ár og tengsl þess við sjómannastéttina, en Slysavarna- félagið varð 40 ára 1968. Þá afhenti formaður Sjómanna- dagsráðs, Pétur Sigurðsson, alþm., eftirtöldum sjómönnum heiðurs- merki Sjómannadagsins: Andrési Andréssyni, vélstjóra, Boga In- gjaldssyni, vélstjóra, Guðjóni Svein- bjömssyni, vélstjóra og Vilhjálmi Árnasyni, skipstjóra. Að þessu sinni var veitt Afreks- verðlaun Sjómannadagsins, en þau eru aðeins veitt fyrir frækilega björgun, þegar viðkomandi björg- unarmaður sýnir frábært snarræði og stofnar lífi sínu í ótvíræða hættu. Engin afreksbjörgunarverðlaun Þrír þeirra sem fyrstir urðu í róðrarkeppninni á eins manns bát- um, talið frá vinstri: Hrólfur Gunnarsson, Benedikt Ágústsson, Gísli Jóhannsson. SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 3

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.