Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 30

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 30
Einn skipsfélaga minna hafði setið í hópi frá öðru skipi kveldinu áður, og sagt mér að þar um borð væri gamall íslendingur, bátsmaður. Eg frétti að vísu öðru hverju af löndum, en hitti þá sjaldnast. Vafalaust hafði félagi minn nefnt mig, því eftir há- degið birtist negrastrákhnokki með bréf í hendinni. „For you“ sagði hann — Cost you one packet cigarettes“. Ég reif upp bréfið sem var áritað „Gnisten". Rithöndin var gam- aldags, stílfalleg, en íslenzkan ofurlítið bjöguð. „Sæl ísland. Viltu heffa mig á Zanzibar1 í kveld kl. 9. — Básen“. Stráksi beið — „Me go say yes — no, cost you one packet more“. Með sitt lag til að græða hefði ég gjarna sett hann í íslenzka f j ármálaráðuney tið. „Yes“ sagði ég og gaf honum tvo pakka áður en boðið hækkaði; ég vissi að hann tók borgun beggja megin. Ég fór í erma- lausan kjól og nældi hárið upp í hnakk- ann. Kveldið var hitamettað, og ég gekk ekki með gyllivonir. „Zanzibar" var í hæsta lagi fjórða flokks, og lá í þröngri hliðargötu, og hýsti flestu bari bæjarins, miðað við lengd. I það minnsta tveir — þrír í hverju húsi. Það var fullt inni og þykkt af reyk. Hópur norskra sjómanna yfirgnæfði móð- urmál landsins. Ég sá strax hver myndi vera „Básen“. Hafi maður verið lengi úti, lærir maður að skynja þjóðerni á þriggja mílna færi. Hann leit út fyrir að vera um sextugt, þéttvaxinn með silfurhvítt hár. Andlitið sýndi ómannblendni, en við augna- krókana voru hrukkur sem báru vott um rólega kýmni. Ég gekk til hans og sagði — „Sæll vertu". Hann snéri sér á barstólnum og augun kipruðust lítið eitt. „Komdu sæl. Svo þú ert íslendingurinn.“ Hann rétti mér stóra og trausta hendi. Mál- farið var ofurlítið hikandi og auðheyrilega ótamt. Ég settist. „Drekkurðu?“ spurði hann blátt áfram. „Helst lítið.“ Hann virt- ist ánægður með svarið. Ég bað um Gin og grape. „Skál, ísland“. Hann lyfti glasinu. „Ég heiti-----.“ Hann stöðvaði mig með hand- hreyfingu. — „I kveld heitirðu bara ísland". Ég samþykki. „Skál, þá drekkum við landinu til.“ Mér féll strax vel við þennan fáláta mann. Við skiptumst á nokkrum upplýsingum um skip, útgerðir og ferðir. Glösin tæmdust. „Segðu mér;“ sagði hann á þessari ofur- lítið varfærnu íslenzku11, það hljóta að finnast betri staðir hér en þetta. Ég bað þig að mæta mér hér því allir vita hvar það er. Hefirðu nokkuð á móti að finna friðsamari stað?“ H. SÆVAR: KVEÐJA p I FLÓANN Ég vissi um lítinn, en rólegan veitinga- stað út með ströndinni, og hann var strax sammála er ég nefndi það. „Ég fer sjaldan í land og er hér lítið kunnugur. Ég stóla á að þú vitir betur." Við fengum okkur leigubíl og ég uppgötv- aði að landi minn talaði lýtalausa portu- gölsku. Ég nefndi það og hann brosti við og svaraði að líklega væru honum sex önn- ur tungumál tamari en móðurmálið. Honum féll staðarvalið vel. Veitingahús- ið var utanvið bæinn og stóð í jaðri pálma- lundar niðri við ströndina, og veröndin náði niður undir sandinn, þar sem undir- aldan dó með lágu hvítfreyðandi sogi. Það voru ljós í trjánum og við ákváðum að sitja úti í heitu kveldinu, enda ekki árstíð moskitóflugnanna. Svöng? — spurði hann og ég játaði, vit- andi, að við yrðum ekki svikin hvað mat- arkúnstirnar þarna snerti. Meðan við sátum með tvær tylftir af glóðar steiktum smáhumar og perlandi kalda hvítvínsflösku, spurði hann skyndi- lega: „Hversvegna fórst þú að heiman?" Ég valdi svarið með gætni. Að nokkru vegna atvinnumöguleika —. Ég er jú kvenmaður og þeir voru ekki komnir langt inn á tuttugustu öldina í hugsunarhætti heima —. Ég hefi alltaf haft eyrðarlaust blóð, svo að öðru líklega útþrá og ævintýralöngun.“ Ég fór eins nærri sannleikanum og ég gat, án þess að segja allt. „Ég flúði“ sagði hann einfalt og horfði jökulbláum augum í freyðandi hvítvíns- glasið. Ég þagði. Þessi þrekvaxni hvíthærði maðúr hafði vakið forvitni mína, en ég skildi að þetta var stund sem spurningar gæfu ekki svar. Fengi ég að vita eitthvað um hann, yrði það án þess að rifja upp gömul mein. Hann kveikti í sígarettum okkar beggja, og pantaði drykki; er þjónninn fjarlægði leifar máltíðarinnar. „Þú undrast mig kanski. Þú ert bara barnið, þó augun séu nokkuð köld.“ Hann þagnaði við. „En þú ert fyrsta íslenzka stúlkan sem ég tala við í rúm tuttugu ár. Það var önnur í Englandi — í stríðinu —, og það er víst allt síðan ég fór, og síðan eru nær fjörutíu ár. Ég leita ekki eftir landsmönnum, ég gerði það bara fyrstu árin. Viltu gera mér greiða?“ „Hvað?“ Hann brosti. „Viltu taka niður hárið?“ Ofurlítið forviða gekk ég út á snyrti- herbergið, dró út hárspennur og greiddi hárið laust, og settist aftur. „Þakka þér fyrir, Island. Það er einmitt þykkt og ljóst hár eins og ég man eftir, þó tízkan sé orðin önnur, og í heild ertu fyrir mig persónugervingur íslenzku stúlknanna sem ég aldrei sé.“ Hann gaf þjóninum merki um að fylla glösin. „Viltu lofa gömlum manni að tala Þó tungutakið sé kannski stirt, þá er gott að finna orðin koma aftur, og kannski er þetta í síðasta skipti sem ég nota þau. Ég sagði áðan að ég hefði flúið land. Ekki vegna þess að ég hefði drýgt neina glæpi. Ég flúði minningarnar. Seinna verða þær hið ein- asta sem maður alltaf á. Það var hart í ári þá, og ég réðist á norskan hvalbát; meiningin var að nurla ofurlitlu saman til að geta stofnað bú með stúlkunni minni. En ég var víst of lengi í burtu, og svo kom bréf sem sagði mér ofur varfærnislega að mín væri ekki lengur þörf.“ Það varð aftur stundarþögn. Hálft tungl kom fram úr skýjum og glitraði öldubrotin. „Já, Island, ég kom aldrei heim aftur. Ég hefi verið á fleiri stöðum en ég kann nöfn á, lengur og skemur; og séð veröld- ina, svo að landgöngur freista mín ekki lengur. Og konurnar —, ég hefi þekkt þær í öllum heimsálfum, en aldrei hitt neina .sem stóðst samanburð við þessa einu sem ég ekki fékk. Hún giftist bezta vini mín- um; honum Mumma. Ég réttlæti mig við að hún fékk góðan mann.“ „Attu ekki skyldmenni heima? vogaði ég. „Ég var aldrei neinn fjölskyldumaður. Föður minn man ég ekki og móðir mín dó á stríðsárunum. Það var íslenzka stúlkan sem ég hitti í Englandi sem sagði mér það. Hún var úr Flóanum líka. Ég sendi mömmu alltaf peninga — og hafði haldið því áfram í tvö ár eftir að hún var dáin. Systkini átti ég ekki. Ég ímynda mér alltaf að Mummi 16 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.