Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 34

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 34
Hluti af Sjómannagarðinum í Ólafsvik. SJÓMÁN NADAGU Rl N N í ÓLAFSVÍK 1968 maður, Ólafsvík, Árni Hansson, húsasmiður, Reykjavík, Arnór Hans- son, trésmiður, Reykjavík, Guð- mundur Hansson, bifreiðastjóri, Reykjavík, Hallgrímur Hansson, húsasmiður, Reykjavík Kristvin J. Hansson, trésmiður, Reykjavík. Samkvæmt bréfinu afhendist Sjó- mannadagsráði Ólafsvíkur lóðin, sem er 877 fermetrar að flatarmáli og húseignin, til fullra afnota, í minn- ingu Hans heitins Ámasonar, látins eiginmanns frú Þorbjargar, en áskil- ur sér rétt til umráða yfir húseign- inni, meðan hún er á lífi. Undirritaður vill hér með fyrir hönd Sjómannadagsráðs Ólafsvíkur og annarra Ólafsvíkurbúa færa frú Þorbjörgu og börnum hennar inni- legustu þakkir fyrir hina stórhöfð- inglegu gjöf og fyrir þann sérstaka hlýhug sem á bak við gjöfina ligg- ur. Þá vil ég einnig senda kveðjur og þakklæti okkar til allra þeirra, sem studdu að framkvæmdum okk- ar s. 1. sumar með fjárframlögum og öðrum fyrirgreiðslum. Að lokum sendi ég kveðju mína til allra sjómanna og bið þeim alli’ar blessunar Guðs á komandi tímum. Til hamingju með daginn. Guðni Sumarliðason, sjómaður, Ólafsvík. Kristinn O. Jónsson, skipstjórí á m.s. Þórs- nesi, er hlaut afreksbikar Sjómannadagsins. Hátíðahöld sjómannadagsins fóru hér fram í hægri sunnanátt og rign- ingarsúld og voru með svipuðum hætti og undanfarin ár. Ekkert var þó verið í Sjómannagarðinum vegna framkvæmda þar, aðeins lagður blómsveigur að sjómannastyttunni. Klukkan 11 f. h. var sjómanna- messa. Kl. 14 var safnazt saman nið- ur við nýju höfnina og þar fóru fram keppnisgreinar dagsins, en þær voru: Bauju- og naglaboðhlaup, stakka- sund, reiptog og kappróður. Klukk- an 21 hófst skemmtun í Félagsheim- ilinu. Þar var upplestur, söngur, leikþáttur og ávörp. Að lokum voru þar afhent verðlaun fyrir keppnis- greinar dagsins og að því búnu dans stiginn fram eftir nóttu. Að þessu sinni var enginn sjómaður heiðrað- ur. Sumarið 1967 var unnið í Sjó- mannagarðinum að fyrsta áfanga, en gert er ráð fyrir að garðurinn verði um það bil ein vallardagslátta að stærð, þegar hann stendur fullbú- inn, inni í miðju kauptúninu. 1968 var svo unnið að öðrum áfanga garðsins og ég held að megi full- yrða, að almenn ánægja ríki hér með þessar framkvæmdir. Verkið hefur Stefán Þorsteinsson kennari séð um og skipulagt að mestu leyti. Áætlað er að svonefnd Kalda- lækjarlóð verði í framtíðinni innan garðsins, en sú lóð hefur verið í ein- staklingseign og því ekki hreyft við henni s. 1. sumar. Það var hinn 12. september 1968 sem Sjómannadags- ráði Ólafsvíkur barst gjafabréf fyrir húseigninni Kaldalæk, ásamt lóðar- réttindum frá frú Þorbjörgu Árna- dóttur og börnum hennar, sem eru þessi: Guðríður Hansdóttir, frú, Ólafsvík, Þorsteinn Hansson, verka- Þátttakendur í stakkasundinu í Ólafsvík 19G8. Frá vinstri: Guðfinnur Sigurðsson, er lilaut stakkasundsbikarinn, og Maspiús Þorsteinsson, er tók þátt í öllum keppnis- greinum dagsins. 20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.