Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Qupperneq 20
skipstjóri, lengst af á bv. Garðari,
sem hann var lengi kenndur við, en
þann 2. júní það ár, á sjómannadag-
inn, tók hann formlega við fram-
kvæmdastjórastöðu Hrafnistu, dval-
arheimilis aldraðra sjómanna.
Sigurjón kvæntist Rannveigu Vig-
fúsdóttur frá Búðum á Snæfellsnesi
þann 25. október 1918 og áttu þau
því gullbrúðkaup á s. 1. hausti. Eign-
uðst þau fimm börn, sem öll eru
á lífi. Má fullyrða að við hlið eigin-
konu sinnar hafi Sigurjón notið
þeirrar hvatningar og ástúðar, sem
hvað drýgst verður hverjum manni
til athafna og dáða. Við giftingu sína
höndlaði hann þá lífshamingju, sem
entist honum í blíðu og stríðu þar
til yfir lauk.
A því tímabili, sem Sigurjón hóf
sína sjómennsku, var lífsbaráttan
hörð og oft óvægin.
Skaphöfn hans hefur gætt hann í
ríkum mæli þeim dugnaði og at-
orku, sem hann hafði til að bera og
hóf hann til forustuhlutverka bæði
til sjós og lands.
Þar við bættist að hann var skarp-
greindur að eðlisfari, fljótur að átta
sig á kjarna mála, og var mjög létt
um að leiða þá í Ijós í ræðu og riti.
1927 tók Sigurjón við skipstjórn á
bv. Surprise frá Hafnarfirði, hafði
hann þá verið skipstjóri á bátum og
stýrimaður á togurum um 10 ára
skeið við góðan orðstír, en í þá daga
tók tímann sinn að ná „toppnum",
og náði honum aldrei nema úrvalið
úr stéttinni.
Vel aflaði Sigurjónn á Surprise
og kom árangur þess bezt í ljós við
að eigandi hans, hinn kunni útgerð-
armaður, Einar Þorgilsson í Hafn-
arfirði, lét byggja í Englandi togar-
ann Garðar, sem Sigurjón tók við
skipstjórn á 1930, og var með hann
þar til hann fórst 1943 við strendur
Bretlands, af völdum ófriðarins.
Togarinn Garðar var særsta skip ís-
lenzka flotans, meðan hann flaut.
Traustbyggður og afburða sjóskip.
Væri girnilegt til fróðleiks, ef ein-
hverntíman fengist yfirlit um hið
óhemju aflamagn, sem Sigurjón
færði að landi á því skipi, bæði af
síld og bolfiski.
Eftir hið þunga áfall við missi
uppáhaldsfleytu sinnar, Garðars,
hélt Sigurjón áfram skipstjóm á
togurum um 17 ára skeið.
Hann hélt ávallt reisn sinni sem
mikill aflamaður og snilldar sjómað-
ur og stjórnandi.
Sigurjón Einarsson.
Það var engin tilviljun, að Sigur-
jón var ráðinn fyrsti framkvæmda-
stjóri Hrafnistu eftir nær 40 ára
samfellda skipstjórn. Hann var með-
al máttarstoða sjómannasamtakanna
frá fyrstu tíð og meðal þeirra sem
frumkvæði höfðu um stofnun þeirra.
Fyrir fyrsta sjómannadaginn flutti
hann í talstöð sína áskorun til allra
skipshafna að fylkja sér um málefni
sjómannadagsins. Sjálfur fylgdi
hann áskorun sinni eftir með því að
sigla skipi sínu, togaranum Garðari,
frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, full-
skipuðum farþegum til þátttöku í
sameiginlegri Sjómannadagshátíð.
Þá og alla tíð síðan var hann meðal
leiðandi afla þessara samtaka, hvar
og hvenær sem hann gat því við
komið. Hann átti sæti í Fulltrúaráði
sjómannadagsins um nokkurra ára
skeið og var þar m. a. varaformaður.
I byggingarnefnd Hrafnistu átti hann
sæti og sömuleiðis í fyrstu stjóm
happdrættis D. A. S.
Þegar Hrafnista tók til starfa, var
margt ógert eða hálfklárað, sem í
dag væri nauðsynlegt talið. Það hef-
ur því ekki verið neinn leikur að
hefja rekstur við þær aðstæður. Ég
dreg reyndar ekki í efa að án eigin-
konu sinnar hefði Sigurjóni reynzt
illvinnandi að yfirstíga hina mörgu
byrjunarörðugleika, en frá því fyrsta
stóð hún við hlið manns síns og mót-
aði með honum daglegar venjur og
vinnubrögð. Þau voru bæði sam-
hent um að gera sitt til að Hrafnista
gæti orðið raunverulegt heimili
þeirra, sem þar vistuðust.
Ég leyfi mér að fullyrða, að dag-
legum heimilisháttum og reglum,
sem komið var á af þeim hjónum á
Hrafnistu, verður seint breytt, enda
hefur heimilið notið þessarar fyrstu
mótunar til þessa dags.
Eftir nær níu ára framkvæmda-
stjórastörf Sigurjóns, kom upp
ágreiningur milli hans og stjórnar
Hrafnistu um stjórnunaratriði.
Leiddi sá ágreiningur til þess að hann
lét af störfum um áramótin 1965—
66.
Þrátt fyrir þennan ágreining, sem
nú er löngu úr sögunni, veit ég það,
að bæði Sigurjón ogkona hans höfðu
fundið, að stjórnin var á engan hátt
að kasta rýrð á mannkosti þeirra
og heiðarleika, þótt deilur hefðu
komið upp um stjórnunarleiðir.
Sigurjón var mjög virkur í félög-
um og samtökum skipstjórnarmanna.
Sat hann f jölda mörg þing Farmanna-
og fiskimannasambands Islands og
átti oft sæti í sjórn þess og stjórnum
félaga skipstjórnarmanna. A þessum
vettvangi barðist hann meðal annars
fyrir aukinni menntun og réttindum
og að öryggismálum þeirra.
Ég átti sæti með honum í milli-
þinganefnd, sem starfaði á árunum
1963—65 og kölluð var Sjóslysa-
nefnd. Ég mun alltaf minnast ein-
arðrar framkomu hans í þeim mál-
um. Hann var ófeiminn við að segja
félögum sínum til syndanna, ef hon-
um þótti sjómennskuhæfileikar
þeirra rýrir. Á vettvangi framan-
greindra samtaka og í dagblöðum
lét hann skoðanir sínar oft í ljós um
aðbúnað togaranna og um friðun og
nýtingu landhelginnar.
Hann var eindreginn fylgismaður
6 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ