Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 28

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 28
Verksmiðjutogari er raunverulega frystihús, fiskimjölsverksmiðja og lýsisbræðsla sam- einað á einum stað, sem ferðast óháð um úthöfin þangað sem aflavonin er mest, og vinnur strax úr hráefninu milliiiðalaust. Rússar og Þjóðverjar voru fljótir að gefa þessu skipi gaum og upphófst fjöldasmíði verksmiðjuskuttogara af Fairtry 1 klassanum sérlega af þeim fyrr- nefndu útbúnir Baader flökunarvélum um borð en þeir síðarnefndu byrjuðu með minni skuttogara 1.000—1400 lest- ir br. með flökunarvélar innanborðs til grófflökunar, en þar á ég við blokkfryst flök ósnyrt með roði án umbúða, en þar spöruðu þeir mannskap og pláss. Síðar komu V.-Þjóðverjar með verksmiðjuskut- togara á stærð við Fairtry eins og t. d. Bonn og Heidelberg sem eru afar af- kastamikil og veiðisæl skip sem enn í dag eru í fullum gangi. Það er of langt mál að gera góð skil á að lýsa öll- um þeim aragrúa af skuttogurum af misjöfnum stærðum og gerðum sem flykktust þarna á vestur miðin og það skip frá mörgum þjóðum, en öll höfðu þau það sameiginlegt að frysta aflann um borð, nema Frakkar, Portúgalar og Spánverjar er lögðu áherzlu á að salta aflann. Allt voru þetta skuttogarar því annað kom ekki til greina, þeir höfðu sannað svo rækilega yfirburði sína fram yfir síðutogarana í öllum greinum og get ég sjálfur þar skrifað undir. Þeir afla 20% meiri afla en síðutogarar, bjóða upp á meira öryggi, meiri þægindi og meiri afköst með færri mönnum um borð og eru mun ódýrari í öllum rekstri og þar fram eftir götunum. Þeir sem einu sinni fóru af síðutogurunum yfir á skuttogarana vildu alls ekki skipta nema í neyðartilfellum. Það sýnir líka yfirburði þessara skipa að í dag eru ekki smíðaðir aðrir togarar í heiminum en skuttogarar af öllum stærðum og gerð- um. Ég sé ekki eftir veru minni og þá skólun sem ég fékk um borð í Fairtry 1, 2 og 3, en þeir eftirtöldu fæddust út frá þeim fyrsta. Ekki aðeins í því sem gekk fyrir sig um borð í slíkum skipum, heldur einnig í kynningu og þekkingu á fjarlægum miðum, en þar á ég sérstak- lega við hin fiskauðugu Labrador- og Nýfundnalandsmið og undan N-austur strönd Ameríku og út af Novia Scotia. Allur sá aragrúi af skuttogurum er kom- ið hafa í gagnið á síðastliðnum árum dreyfðust á öll heimshöfin og hafa mok- að upp ógrynni af afla og mettað heims- markaðina, en í kjölfar siglir meiri þró- un og tækni samanber Net sonde veiði- tæknin er tekur fisk hvar sem er upp í sjó eða niður við botn eykur aflamagn togaranna og styttir túrana. Sjálfvirkar snyrti- og pökkunarvélar tilbúið beint í neytendapakkningar um borð í verk- smiðjuskuttogurunum sem um leið skapar verðmætari og seljanlegri vöru á nýjum og ört vaxandi Bandaríkjamark- aði svona má lengi upp telja. Fairtry togararnir sem ég var um borð í fyrir 6 árum síðan mundu ekki svara kröfum nútímans nú í dag hvað snertir ýmsar framfarir á þessum sviðum. Eftir að ég kom alkominn hingað heim fyrir einum 5 árum þá hefi ég hvenær sem tækifæri hefur gefist reynt að tala fyrir gagnsemi nytssmd og yfir- burðum skuttogara almennt en fengið yfirleitt daufar undirtektir og það hjá mönnum er ég sízt reiknaði með að væru mótfallnir slíkri framþróun og nýjungum, en þar á meðal útgerðarmenn og togaraskipstjórar. Reyndar hefur komið upp í huga minn að þetta séu eðlileg viðbrögð þeirra manna er standa í þeirri trú að það sem var það nýjasta og bezta fyrir 20 árum síðan skuli svo vera enn í dag. Þeir hafa bitið svo fast í sig gömlu kenninguna að íslenzku tog- ararnir bæru í einu og öllu af þeim út- lenzku í fiskveiðum og öllu er að fisk- veiðum lítur þar með talið skuttogarar að þeir fiski ekkert meira en gömlu síðu- togararnir. Einangrunin og fastheldnin hefur rist svo djúpt í huga þessara manna og smitað út frá sér, að í dag eigum við ekki einn einasta skuttogara og endurnýjun algjörlega legið niðri s. 1. 9 ár. Ég held jafnvel að enn í dag megi ekki íslenzkur togaraskipstjóri skiptast á aflafréttum við útlendan coll- ega sinn nema í laumi. Eins og sagt hefur verið hér að fram- an þá fór ég í læri hjá erlendum og kom heim reynzlunni ríkari, stútfullur af lærdómi og nýjungum og reynt að benda á hvar við værum á vegi staddir í þessum efnum en talað fyrir daufum eyrum. Við þurfum að gera eitthvað í að senda starfandi menn okkar í sjó- mannastétt í læri hjá erlendum og efla og auka gagnkvæm kynni þjóða í milli á þessum sviðum. Hvernig væri ástatt hér hjá okkur ef t. d. læknar, verkfræð- ingar og aðrir menntamenn færu aldrei útfyrir landsteinana til framhaldsnáms og til frekari lærdóms í sínum greinum, eða kæmu alls ekki aftur heim að námi loknu. Hér yrði algjör stöðnun og aft- urkippur. f okkar útgerð er kominn 14 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.