Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Qupperneq 31

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Qupperneq 31
I hafi fengið peningana sem komu eftir að mamma dó. En ég hefi aldrei skrifað nein- um.“ Við vorum þögul um stund. „Segðu mér að heiman, Island. Þú erc fulltrúi þess sem ég ekki þekki lengur, en þegar maður er gamall óskar maður að skýra myndirnar. Hvernig er heima nú?“ Mér varð fátt um svör. Ég horfði á skugga pálmanna við mánalýstan sjóinn, og reyndi hikandi að brúa árabil sem var lengra en eigin ævi. Ég sagði honum frá uppgangi stríðsáranna, frá peningaflóðinu og góðærinu sem máske gerði marga mýkri í góminn en gott var; frá orkuver- um og uppbyggingu sjávarútvegsins og breytingu Reykjavíkur úr hálfgerðu sveitaþorpi í straumlínaða borg hátízk- unnar. Ég sagði honum líka frá neikvæð- um áhrifum í máli og á menn, færði honum nýyrði og heimsborgarakenningar fólksins við yztu nöf; og af og til skaut hann inn í skörpum rólegum — og kannske hálf undrunarfullum —. spurningum. Ég var ekki örugg um, nema ég væri ef til vill að mála yfir mynd sem væri honum verðmætari í sínu upprunalega formi, en með hinum skörpu litskiptrun er ég notaði; og þagnaði. „Hefirðu nokkurn tíman horft austur af Kambabrún að sumarlagi?" spurði hann. Ég kinkaði kolli. „Bjart sumarkveld, gróin tún og reyk frá bæjunum —, það er kannske hið ein- asta sem ég vildi sjá aftur —, og svo Mummi —, auðvitað." „Kannske áttu það eftir." sagði ég, og bætti við án minnsta samvizkubits; „Fló- inn hefir ekki breytzt — Það hrukkaði kring um jökulblámann. „Að koma heim nú, Island, yrðu mér bara vonbrigði. Ég yrði jafnmikill útlend- ingur þar sem hér.“ Brosið dýpkaði. „Mér er sennilega bezt að muna allt eins og það var. En þú skalt hafa þökk fyrir að þú ekki breyttir Flóanum fyrir mér.“ Þjónninn hafði fyrir löngu staflað sam- an stólum og borðum, en látið okkur af- skiptalaus, þar eð ekki var neitað að hann fyllti glösin. Ég var orðin ör í höfðinu og það var brottför að morgni. Hann rétti út höndina og lét hana renna gegnum hár mitt. „Það var gott að hitta þig, Island. Þú ert góður fulltrúi stúlknanna heima. Eftir þér að dæma hafa þær lítið breytzt." Við ókum þögul til baka, og ég setti hann af við hafnarinnganginn þar sem skipið hans lá. Handtakið var fast og hlýtt. „Góða ferð áfram, Island. Gerðu ekki eins og ég — gleymdu ekki að fara heim.“ Ég beygði mig fram og kyssti hann á kinnina. Ég horfði á eftir honum niður að hlið- inu og varð skyndilega ljóst að hann var lotnari og ekki eins léttur í spori og mér hafði virzt. Eitt andartak sendi máninn silfur geisla á hvítt hárið og hann lyfti hendinni til síðustu kveðju. Það var ekki fyrr en ég var komin um borð, að það rann upp fyrir mér að ég vissi ekki nafn- ið hans. Ég ákvað að skrifa bréf, og árita til íslenzka bátsmannsins, ásamt skipi og út- gerð, en timinn leið og dróst með áheitið. Rúmu hálfu ári síðar var ég aftur á sama stað, og minningunni skaut upp. Ég settist niður og skrifaði bréfið. Nokkrum vikum síðar fékk ég það endursent með árituninni „Afskráður---------.“ Dagsetn- ingin var nær fjögurra mánaða gömul. Svo leið tíminn, og löngu síðar, á svöl- um Kanadiskum haustdegi barst mér bréf. Það hafði farið kringum hálfan hnöttinn og var svo þéttstimplað að utanáskriftin var vart læsileg, en þar stóð bara „Telegraf- isten Island“ og skipsnafnið. Fleiri skip fundust með sama nafni og bréfið hafði auðsýnilega verið hjá nokkrum útgerðum áður en það hafnaði hjá þeirri norsku sem ég vann hjá. Ég reif það upp. Skriftin var óskýr. „Kæra ísland, þökk fyrir kveldið góða. Það er alltaf verið að spyrja hér hvort það sé enginn sem ég vilji skrifa til. Ég veit þá ekki aðra. Leiðin mín „heim“ hef ég lengi vitað að styttist, og hefi ekki áhyggjur af. Aurana mína hefir bankanum verið falið að deila tveimur ekkjum eftir góða norska félaga. En ég vil gjarna biðja þig að skila kveðju í Flóann til hans Mumma.“ Bréfið var ekki lengra; án undirskriftar og dagsetningar; en á viðlagða örk var vél- ritað á ensku: „Bréf þetta er fundið meðal eftirlátinna muna hr. Olafsson’s. Hann lézt hér 22. þ. m. af hjartasjúkdómi, eftir stutta legu, og var útför hans gerð af Lútherska söfnuðinum hér í bæ. Persónulega muni og fatnað bað hann okkur gefa þurfandi. Þar eð engir aðstandandur finnast upp- gefnir, sendi ég yður bréfið." Bréfið var undiritað af priorinnu í klaustursjúkrahúsi í litlum bæ sem lá svo langt frá Islandi sem mögulegt er að komast, og dánardag- urinn var fleiri mánaða. Ég sat og grét. En einhvern tíma kem ég kannski þang- að sem hann er grafinn, íslendingurinn Ólafsson úr Flóanum, sem bað mig að heilsa honum Mumma. (17/3 ’69 Vantás H. Sævar). SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.