Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Qupperneq 23
Þetta umræðuefni var gömul gildra, sem
ég hafði fallið í áður. í þetta sinn ætlaði
ég að fara varlega í kringum hana, og
ákvað að hrifsa úr henni agnið, með þeirri
forvitni, sem ég hafði fengið á manninum
sjálfum.
„Jæja,“ sagði ég og horfði sakleysislega
á farangurshilluna fyrir ofan hann. „Ef við
unnum ekki styrjöldina, hverjir voru það
þá?“
Eftir stutta þögn leit ég aftur á hinn há-
vaxna Englending og varð þess þá var að
hann horfði ráðviltur á mig, eins og hann
væri að átta sig á, hvort mér væri alvara.
Síðan mildaðist svipurinn í mörkuðu and-
litinu og brá fyrir eins konar sorgarglettni,
um leið og hann snéri sér að hinum fer-
strenda böggli við hlið hans.
„Viljið þér virkilega vita það?“ spurði
hann lágt og dró seiminn.
„Auðvitað," svaraði ég. „Mig grunar að
yðar tilgáta gæti verið réttari en mín.“
„Það er alls engin getgáta." Hann leit
rólega upp og sagði: „Ég gerði það. Ég
vann styrjöldina!"
Það varð heldur vandræðaleg þögn. Mér
skildist að maðurinn væri geggjaður, en
vonaði þó að hann væri einn af hættulausu
tegundinni. „Einmitt, svo þér eruð maður-
inn?“ Ég reyndi að brosa. „Ég óska yður
til hamingju."
Hann bandaði til hendinni. „Þér haldið
auðvitað að ég sé snarbrjálaður?" Hann
horfði á mig samankipruðum augum og
hallaði sér lítið eitt fram í sætinu.
„Nei, alls ekki,“ fullyrti ég, snortinn af
þeirri alvörugefnu ákefð, sem lýsti úr stór-
um gráum augum hans.
„Það skiptir heldur ekki máli,“ hélt hann
áfram, rétti úr sér í sætinu og horfði á
fjarlæg ljósin í Aachen líða fram hjá í
myrkrinu. „Það hefir hvort sem er aðeins
einn maður trúað mér. Vesalingurinn, og
ég vildi að hann hefði efast um það líka.“
„En þér misskiljið mig,“ svaraði ég. „Ég
hefi alls ekki sagt, að ég efaði orð yðar.
Hins vegar þætti mér mjög fróðlegt að
heyra nánar um þetta."
Hann snéri til höfðinu og horfði á mig
langa stund. Það var eins og hann horfði
í gegnum mig, langt aftur í fortíðina.
„Já, því ekki það?“ sagði hann, eins og
hann væri að tala við sjálfan sig. „Það
myndi eiga vel við einmitt núna. Því að
loknu starfi mínu á morgun, held ég að ég
hafi enga löngun til þess að segja frá því
aftur.“
Þegar hér var komið opnaði lestarþjónn-
inn, skrautklæddur Prússi með yfirverar-
skegg klefahurðina, og sagði, með hroka-
fullu stolti, að tollverðir myndu rannsaka
fararxgur okkar , Briissel, þar sem hrað-
lestin næmi ekki staðar á landamærunum.
Og við spurningu Englendingsins sagði
hann, að lestin yrði þar eftir klukkustund
og fimmtán mínútur. Síðan dró hann sig
í hlé með snöggri hneigingu.
„Við höfum nægan tíma,“ muldraði fé-
lagi minn og sagði: „Ég heiti Roger Brad-
man.“ Ég kynnti sjálfan mig og við tókumst
í hendur.
2.
„Auðvitað hafið þér aldrei heyrt mín
getið,“ hóf hann máls. „Eða um Bradman-
njósnamálið árið 1913. Allt það hefir gerzt
fyrir yðar tíma.“
Og það var rétt. En ég hafði lesið um
það fræga mál í bók dr. Spingards.
„Hafði sá atburður ekki nærri kostað
styrjöld milli Þýzkalands og Englands?
Eruð þér sá Bradman?"
„Jú,“ hann kinkaði kolli, „sá er maður-
inn. Upplýsingaþjónusta flotans sendi mig
til Berlín til þess að ná í teikningar af
virkinu í Helgólandi. Jæja, ég náði þeim
— og þeir náðu mér. Heimskuleg mistök
auðvitað, en þarna var ég gripinn glóð-
volgur.
Síðan hófst gamanið. Þeir kærðu sig
ekki almennilega um að skjóta mig, það
hefðu þeir reyndar gert hefðum við átt í
styrjöld við þá. En keisarinn notaði at-
burðinn sem nokkurs konar ákærusönnun
á Stóra-Bretland. Allir voru þeir hárvissir
um, að ég væri brezkur foringi, en gátu
ekki sannað það. Það höfðum við séð.
Samt sem áður orsakaði handtaka mín
hroðalegan hávaða. Sérhver stálhattur í
þýzka hernum hlýtur að hafa kannast við
mig, og öll blöðin hrópuðu á höfuð mitt.
Og vitaskuld höfðu þeir nærri hrætt úr
mér líftóruna, en vegna einhvers krafta-
verks, sem ég skil ekki enn þann dag í
dag, létu þeir mig að síðustu lausan.
Auðvitað hafði England afneitað mér frá
upphafi. Aldrei heyrt mín getið. Neituðu
mér meira að segja um leyfi til þess að
hverfa heim aftur. Eins og þér skiljið, var
það eina leiðin til þess að bjarga heiðri
sínum og hálsi mínum. Þetta er hin venju-
lega meðferð mála, þegar njósnari er grip-
inn.
Síðan flæktist ég um meginlandið í heilt
ár og forðaðist samlanda mína eins og
heitan eld. Einu sinni í mánuði fékk ég
þó laun mín greidd gegnum leynilegt sam-
band. Þetta var svo sem ágætt, en tók
dálítið á taugarnar.
Þá var það í ágúst 1914 ,að fjandinn varð
laus og ég fékk skipun um að hverfa aftur
til London, þar sem mér var falin stjórn
tundurspillisins Firedrake, sem var í Norð-
ursjávarflota Hoods aðmíráls."
Þegar hér var komið teygði Englending-
urinn sig eftir dagblaðinu mínu og breiddi
úr því á hnjám sér. Síðan dró hann upp
lauslegt kort af Belgíuströnd og merkti
inn á það Ostende, Nieuport og bugðótta
Yserána.
„Lítið á þetta,“ sagði hann, „og þér
munuð skilja betur hvað gerðist þessa
nótt. Eins og þér ef til vill munið, réðust
Þjóðverjar á Frakkland úr þremur áttum,
að sunnan gegnum Vorges, þá meðfram
Marne og að síðustu réðist þriðji herinn
undir stjórn von Klucks gegnum Belgíu.
Aætlun þeirra var sú, að sækja að París
með leiftursókn fylkingarmanna. Við það
myndu Frakkar neyðast til þess að breyta
vígstöðu sinni og á meðan þeir væru að
endurskipuleggja víglínur sínar, yrði slík
ringulreið, að Þjóðverjum ætti að takast
að vinna stórsigur á borð við sigurinn við
Sedan. París gætu þeir hertekið síðar.
Og þeir komust ákaflega nærri því að
framkvæma þetta. Þegar þeir höfðu her-
tekið Antverpen, héldu þeir áfram og ætl-
uðu að hertaka sjávarbæina Dunkirk,
Calais og Boulogne. Þannig hefði þeim
tekizt að rjúfa sambandið við England, og
samveldin orðið að snúa herstyrk sínum
í aðra átt. Ef þetta hefði gerzt, hefði stríð-
inu lokið þar og þá.
Meðan á þessu stóð höfðu þeir næstum
rekið hinn fámenna belgíska her í sjóinn,
án þess að geta hirt um hina dauðu og
særðu, og voru nú að þrotum komnir.
Arangurslaust báðu Belgar Breta um hjálp,
en Haig átti sjálfur við næga erfiðleika að
etja.
Aðfaranótt hins 28. október voru her-
irnir innan við mílu fjarlægð frá hvor
öðrum og vinstri fylkingararmur Belganna
staddur á söndum Norðursjávarstrandar,
mílu sunnan við Nieuport. Mennimir voru
aðframkomnir af þreytu og sváfu stand-
andi í skotgröfunum. Yseráin, sem rann
að baki víglínunnar, hafði bólgnað í haust-
rigningunum og öll Flandern-sléttan var
botnlaus eðja.
Þér getið auðveldlega séð, að aðstaðan
var vonlaus. Albert konungur vissi að
Þjóðverjar myndu hefja árás á ný í aftur-
eldingu, jafnvel þó þeir væru einnig út-
keyrðir eftir hina löngu eftirför yfir Belgíu
og birgðavagnar þeirra langt á eftir þeim.
Og Albert var einnig ljóst, að hinn ör-
magnaði her hans myndi aldrei standast þá
árás.
Skömmu eftir miðnætti þann 28. fyrir-
skipaði belgíski konungurinn, að haldinn
skyldi herráðsfundur. Þegar fundarmenn
komu saman ríkti þung alvara yfir öllum.
Enginn trúði því, að um lausn á erfiðleik-
unum væri að ræða! Þeim var einnig Ijóst,
að brytust Þjóðverjar í gegn væri stríðinu
lokið, því ekkert yrði milli þeirra og
Parísar.
SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 9