Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 38

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 38
Jóhannes Jóhannesson, sigraði í stakka- sundi í Kcflavík 1968. I Fundur haldinn í Skemmtinefnd sjómannadagsins í Keflavík og Njarðvík, þ. 19. júní 1949, samþykk- ir: Þar sem útrunninn er sá tími, er núverandi skemmtinefnd var til kjörin, þ. e. 3 ár, og væntanlega verða kjörnir aðrir menn af þeim félögum, sem að nefndinni standa, leggja núverandi nefndarmenn til, að upp verði tekin sú nýbreytni, að hvert félag kjósi einn mann, og ann- an til vara, sem taki sæti í fastri stjórn Sjómannadagsins í Keflavík og Njarðvík, verði þar með myndað Sjómannadagsráð. Skal kjósa í það til 5 ára í senn, og hafi það með að gera allar framkvæmdir sem að há- tíðahöldunum lúta. Enn fremur kjósi viðkomandi fé- lög 3 menn hvert í skemmtinefnd, sem annist umsjón hátíðahaldanna í samráði og undir yfirstjórn ráðs- ins. II Fundur haldinn í Skemmtinefnd sjómannadagsins í Keflavík og Njarðvík, þ. 19. júní 1949, samþykk- ir: Agóði af hátíðahöldum dagsins undanfarin 3 ár, og enn fremur sá ágóði, sem myndast kann af þeim skemmtunum framvegis, verði varið til byggingar sjómannaheimilis í Keflavík, sem byggt verði með sam- þykki sjómannadagsráðs Keflavíkur og Njarðvíkur. Þó skal ráðinu heimilt að halda eftir í „Sjómannadagssjóði“ kr. 5.000,00, sem handbært verði til að greiða ófyrirsjáanleg útgjöld ráðs- ins. Samþykkt þessi gildi meðan þörf er á fjármagni til byggingar og reksturs sjómannaheimilisins, að dómi ráðsins. Undirritað af nefndarmönnum: Sigurður R. Guðmundsson, Al- bert Bjarnason, Arni Þorsteinsson, Guðjón M. Guðmundsson, Kristján Konráðsson, Daníel Ögmundsson, Guðjón Jóhannsson, Sigurður Hilm- arsson, Þorsteinn Þórðarson, Ólafur Ingvarsson, Benedikt Jónsson, Geir Þórarinsson. Þessum tillögum var tekið vel, og þær einróma samþykktar í öllum aðildarfélögum, og voru kjörnir full- trúar í Sjómannadagsráð Keflavíkur og Njarðvíkur samkvæmt tillögunni um það. Stofnfundur ráðsins var svo hald- inn þ. 2. apríl 1950, og var það skip- að eftirtöldum mönnum, sem skiptu svo með sér störfum: Albert Bjarna- son, form., Sigurður R. Guðmunds- son, ritari og gjaldkeri, Guðjón M. Guðmundsson, meðstj., og Guðjón Jóhannsson, meðstj. Árið 1955 voru endurkjörnir þeir Albert Bjarnason og Sigurður R. Guðmundsson, en Guðjón Jóhanns- son og Guðjón M. Guðmundsson báðust báðir undan endurkjöri fyrir sín félög og voru í þeirra stað kosn- ir Ólafur Björnsson og Árni Þor- steinsson, og var Ólafur valinn for- maður í stað Alberts, sem ekki ósk- aði eftir að gegna svo miklu starfi áfram. Árið 1960 voru allir fulltrúar end- urkjörnir, en árið 1963 voru kosnir nýir fulltrúar í ráðið, sem svo skiptu þannig með sér störfum: Jóhannes G. Jóhannesson, form., Hörður Falsson, gjaldkeri, Þorsteinn Árnason, ritari, Guðlaugur Þórðar- son, meðstj. Hátíðahöld Sjómannadagsins hafa frá upphafi þessa starfs verið með svipuðu sniði, og í aðalatriðum þessi: Skrúðganga, með lúðrasveit í far- arbroddi, niður að höfn. Guðsþjónusta við höfnina. Lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins, en á seinni árum hefur hann verið lagður á „hina votu gröf“. Kappróður. — Stakkasund. Reiptog, milli bryggja. Síðan hefur farið fram á íþrótta- vellinum: Knattspyrna, milli skip- stjóra og vélstjóra. — Pokahlaup. — Stakkahlaup o. fl. Að kvöldinu hafa farið fram dans- leikir í öllum samkomuhúsum Kefla- Stakkasund í Keflavíkurhöfn 1968. 24 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.