Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Page 38

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Page 38
Jóhannes Jóhannesson, sigraði í stakka- sundi í Kcflavík 1968. I Fundur haldinn í Skemmtinefnd sjómannadagsins í Keflavík og Njarðvík, þ. 19. júní 1949, samþykk- ir: Þar sem útrunninn er sá tími, er núverandi skemmtinefnd var til kjörin, þ. e. 3 ár, og væntanlega verða kjörnir aðrir menn af þeim félögum, sem að nefndinni standa, leggja núverandi nefndarmenn til, að upp verði tekin sú nýbreytni, að hvert félag kjósi einn mann, og ann- an til vara, sem taki sæti í fastri stjórn Sjómannadagsins í Keflavík og Njarðvík, verði þar með myndað Sjómannadagsráð. Skal kjósa í það til 5 ára í senn, og hafi það með að gera allar framkvæmdir sem að há- tíðahöldunum lúta. Enn fremur kjósi viðkomandi fé- lög 3 menn hvert í skemmtinefnd, sem annist umsjón hátíðahaldanna í samráði og undir yfirstjórn ráðs- ins. II Fundur haldinn í Skemmtinefnd sjómannadagsins í Keflavík og Njarðvík, þ. 19. júní 1949, samþykk- ir: Agóði af hátíðahöldum dagsins undanfarin 3 ár, og enn fremur sá ágóði, sem myndast kann af þeim skemmtunum framvegis, verði varið til byggingar sjómannaheimilis í Keflavík, sem byggt verði með sam- þykki sjómannadagsráðs Keflavíkur og Njarðvíkur. Þó skal ráðinu heimilt að halda eftir í „Sjómannadagssjóði“ kr. 5.000,00, sem handbært verði til að greiða ófyrirsjáanleg útgjöld ráðs- ins. Samþykkt þessi gildi meðan þörf er á fjármagni til byggingar og reksturs sjómannaheimilisins, að dómi ráðsins. Undirritað af nefndarmönnum: Sigurður R. Guðmundsson, Al- bert Bjarnason, Arni Þorsteinsson, Guðjón M. Guðmundsson, Kristján Konráðsson, Daníel Ögmundsson, Guðjón Jóhannsson, Sigurður Hilm- arsson, Þorsteinn Þórðarson, Ólafur Ingvarsson, Benedikt Jónsson, Geir Þórarinsson. Þessum tillögum var tekið vel, og þær einróma samþykktar í öllum aðildarfélögum, og voru kjörnir full- trúar í Sjómannadagsráð Keflavíkur og Njarðvíkur samkvæmt tillögunni um það. Stofnfundur ráðsins var svo hald- inn þ. 2. apríl 1950, og var það skip- að eftirtöldum mönnum, sem skiptu svo með sér störfum: Albert Bjarna- son, form., Sigurður R. Guðmunds- son, ritari og gjaldkeri, Guðjón M. Guðmundsson, meðstj., og Guðjón Jóhannsson, meðstj. Árið 1955 voru endurkjörnir þeir Albert Bjarnason og Sigurður R. Guðmundsson, en Guðjón Jóhanns- son og Guðjón M. Guðmundsson báðust báðir undan endurkjöri fyrir sín félög og voru í þeirra stað kosn- ir Ólafur Björnsson og Árni Þor- steinsson, og var Ólafur valinn for- maður í stað Alberts, sem ekki ósk- aði eftir að gegna svo miklu starfi áfram. Árið 1960 voru allir fulltrúar end- urkjörnir, en árið 1963 voru kosnir nýir fulltrúar í ráðið, sem svo skiptu þannig með sér störfum: Jóhannes G. Jóhannesson, form., Hörður Falsson, gjaldkeri, Þorsteinn Árnason, ritari, Guðlaugur Þórðar- son, meðstj. Hátíðahöld Sjómannadagsins hafa frá upphafi þessa starfs verið með svipuðu sniði, og í aðalatriðum þessi: Skrúðganga, með lúðrasveit í far- arbroddi, niður að höfn. Guðsþjónusta við höfnina. Lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins, en á seinni árum hefur hann verið lagður á „hina votu gröf“. Kappróður. — Stakkasund. Reiptog, milli bryggja. Síðan hefur farið fram á íþrótta- vellinum: Knattspyrna, milli skip- stjóra og vélstjóra. — Pokahlaup. — Stakkahlaup o. fl. Að kvöldinu hafa farið fram dans- leikir í öllum samkomuhúsum Kefla- Stakkasund í Keflavíkurhöfn 1968. 24 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.