Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Síða 25

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Síða 25
dugar þetta. Að minnsta kosti er eitthvað aðhafst! Náið þér í nokkrar sjúkrabifreiðar og komið þeim eins nálægt ströndinni og mögulegt er. Við getum borið kassana yfir sandinn til þeirra.“ Belgíski yfirforinginn kallaði á þann yngri og sagði honum frá ráðagerðinni og sendi hann síðan í skyndi ásamt fjórum öðrum til baka. Því næst hljóp hann með okkur að léttbátnum, óð út í brimið ásamt sjóliðunum og ýtti okkur á flot. Ég lét hann hafa vasaljósið mitt, svo hann gæti vísað okkur aftur á lendinguna. Þegar við komum um borð lét ég vekja alla skipshöfnina til þess að hjálpa til við kassana. Við sjósettum tvo björgunarbáta, bundum þá aftan í léttbátinn og ferjuðum allt dótið í land. Á meðan höfðu Belgarnir náð í tvo herflokka, sem biðu á ströndinni tilbúnir til þess að skipta um einkennis- búninga. — Við bárum kassana upp með byssustingjum og lögðum einkennisfötin kyrfilega á sandinn. Og þeirri sjón gleymi ég aldrei — hundrað og áttatíu hermenn að skipta um klæðnað kringum eldinn, hlæjandi að hinum skærrauðu og gulu pilsum og borðunum á húfunum, sem féllu yfir grá og grómtekin andlit þeirra. Við söfnuðum saman Lewis-byssunum og komum þeim fyrir í bifreiðunum. Verkinu var lokið um dagrenningu. Við slökktum eldinn, drógum Þjóðverjana tvo inn í sjúkrabifreið og biðum þangað til hinir síðustu belgísku hermannanna hurfu milli runnanna. Því næst flýttum við okk- ur um borð í „Firedrake", drógum upp bátana og stefndum til hafs einmitt í þann mund að fyrsta skíma dagsins birtist í austri. Það munaði þarna fjandi mjóu,“ hug- leiddi Bradman og néri pípunni við nef sér. „Þarna við ströndina hjá Nieuport eru sandrif ásamt hættulegum skerjum, þess utan hafði fjarað út, og áður en við vorum komnir fram hjá síðustu rifunum, heyrðum við fyrstu þýzku byssurnar hefja söng sinn. Síðasti dagur orustunnar um Flandern var hafinn." „Og þá voru flóðgáttirnar hjá Yser opn- aðar til þess að stöðva þá.“ Ég mundi eftir öll þessi ár fyrirsagnir blaðanna, sem einu sinni höfðu brennt sig inn í huga minn í æsku. Englendingurinn kinkaði kolli. „Að vísu hefir þannig verið sagt frá því á blöðum sögunnar. En það voru í raun og veru pils- in — pilsin og nokkrar hríðskotabyssur. Belgísku hríðskotaskytturnar felldu óvinina unnvörpum, þegar þeir sóttu yfir mýramar. Þúsimdir þeirra drukknuðu í ám og skurðum. Þetta var ef til vill hroða- legasta slátrun styrjaldarinnar og gekk næst Verdun og Gallipoli. Allan daginn gekk þetta þannig til. Alda eftir öldu óvin- anna skall yfir, en brotnaði á skothríðinni og mennimir hurfu undir vatn um leið og þeir féllu. Einu sinni eða tvisvar héidu skytturnar aftur af skothríðinni, þannig að Þjóðverjarnir komust það nærri að sjá hina skozku einkennisbúninga. Um kvöldið voru mýramar bókstaflega þaktar dauðum mönnum, og enn flæddu óvinafylkingarnar yfir. En kjarkurinn hafði bilað þegar þeir sáu, að þeir áttu í höggi við þann, sem þeir héldu að va.'ru óþreytt skozkt herfylki. Að síðustu, rétl fyrir myrkur, opnuðu Belgarnir flóðgátt- irnar við Yser og orustunni var lokið. Frá þeirri stundu og að stríðslokum komust Þjóðverjar ekki feti lengra inn í Flandern." 4. Bradman brosti og snéri upp lófunum á knjám sér, eins og sögunni væri lokið! „En í guðanna bænum maður,“ hrópaði ég, „haldið áfram!“ Hann yppti öxlum og leit undan. „Hvað er hægt að segja meira? Ég vissi ekki þessi endalok fyrr en löngu seinna, þá var það of seint.“ „Hvað meinið þér — of seint?“ „Þegar ég sagði frá því, hvað hefði orðiö af kössunum, varð fjandinn laus. Mistökin með einkennisbúningana voru af ásettu ráði skrifuð á minn reikning. Flotamála- ráðuneytið hélt að ég hefði afhent Þjóð- verjum þá. Þeir vörpuðu mér í járn, sendu mig til Englands og ákærðu mig fyrir land- ráð. Jafnvel sjóliðarnir, sem gengu á land með mér, viðurkenndu fyrir sjórétti í Hull, að mennirnir, sem fengu einkennisbúning- ana, hefðu vel getað verið Þjóðverjar. Sím- skeyti var sent til höfuðstöðva belgíska hersins, en einhverra hluta vegna barst aldrei svar í allri ringulreiðinni. Og sú sönnun nægði dómurum mínum. Þeir gátu reyndar ekkert sannað, en það gat ég heldur ekki. Þeir reittu af mér tignar- merki mín og létu mig dúsa í dýflissu til stríðsloka." „Sögðuð þér aldrei neinum frá þessu?'1 spurði ég tortryggnislega. „Vissi þetta enginn?" „Jú, einn var sá, sem vissi,“ svaraði hann. „Einn maður, hinn eini, sem nokkum tíma trúði mér,“ og vingjarnlegt brosið færðist aftur yfir augu hans, „nema þér trúið þessu?“ Bradman lyfti skyrtulíningunni, leit á úrið, síðan á þokudeyfð borgarljósin. Hrað- lestin skrölti eftir hliðarspori og fór fram hjá stöðinni á ómældum hraða, og brátt hurfu ljósin í fjarska. „Ég skil ekki, hvers vegna mér stendur ekki nákvæmlega á sama, hvort þér trúið mér. Samt geri ég það, þó undarlegt sé. Ef til vill undrist þér hvers vegna ég hefi sagt yður, algjörlega ókunnugum manni, þetta allt, en kennski finnið þér skýring- una þegar ég lýk sögunni. Meðal annarra orða, hversu langan tíma höfum við enn?“ „Þetta var Louvain, sem við fórum fram hjá í þessu,“ svaraði ég. „Svo við höfum enn fjórðung sundar.“ SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 1 1

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.