Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Qupperneq 37

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Qupperneq 37
ÚRSÖGU SJÓMAN NADAGS KEFLAVÍKUR verðarnesinu og hugðumst reyna að ná vita þar, en það hlaut að verða erfiðleik- um bundið, þar sem steypiregn var og særok mikið. Við fórum með gát og lóðuðum þétt. Hann hægði held- ur um miðnættið og um eittleytið hafði vindur gengið til vesturs með krapaélj- um og óx þó að ekki drægi úr sjónum, var sjólagið heldur skárra en áður, þar sem vindur var nú sömu áttar og und- iraldan. Við héldum áfram að þreifa okkur áfram til lands í myrkrinu og hríðinni en Guðmundur Þorlákur var enginn rati við að taka land og kl. 4 um nóttina náðum við vari undir Ólafs- víkurenni, höfðum vélina í gangi og andæfðum fram á akkeriskeðjuna. Strax og birti af degi um morguninn, héldum við af stað inn á Ólafsvík til að fá dytt- að að einu og öðru til bráðabirgða, svo að hægt væri að sigla skipinu heim, og eins til að taka vistir því að allur matur hafði eyðilagzt, þegar sjórinn reið yfir skipið. Um hádegi þennan dag fór veðrinu að slota og þá var strax haldið af stað til Reykjavíkur. Við höfðum átt eftir 95 lóðir ódregnar, þegar vélin hilaði og hafði nú skipstjórinn hug á að svipast um eftir þeim og hafði orði á því, en mannskapurinn tók dræmt í það. Ekki er nú samt að vita, hvað skipstjórinn hefði gert, því að lát var ekkert á hon- um, en það var farið að bregða birtu þegar við komum á þær slóðir, sem lín- unnar var von, og leit því vonlaus. Lítill kompás var í káetunni og var stoð að honum. Allur vökvi hafði farið af stóra kompásnum í loftinu, þegar hann féll niður, en þó sýndi hann sæmi- lega rétta stefnu, ef báturinn valt ekki mikið. Með kvöldinu birti til, svo að stjörnubjart var og varð okkur að því mikill styrkur og náðum við landi í Reykjavík heilir á húfi um miðnættið. Gert var að skemmdunum og haldið síðan af stað aftur vestur að leita lóð- anna og leggja nýjar. Hugmynd að stofnun skemmti- nefndar sjómannadagsins mun fyrst hafa komið fram í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu „Vísir“ í Kefla- vík, og var á fundi þess samþykkt tillaga þess efnis að leita eftir sam- stöðu nokkurra annarra stéttarfé- laga um að gangast fyrir hátíða- höldum á sjómannadaginn; en í Keflavík höfðu áður verið haldnar sjómannadagsskemmtanir á vegum Sundlaugar Keflavíkur, en höfðu er hér var komið legið niðri um 2ja ára skeið. Þessu næst sendi „Vísir“ bréf til Vélstjórafélags Keflavíkur og Njarð- víkur, Útvegsbændafélags Keflavík- ur, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og Njarðvíkur, með til- mælum um þátttöku í skemmtinefnd sjómannadagsins og skyldi hvert fé- lag nefna til 3 menn til 3ja ára í nefndina, ásamt 3 mönnum frá „Vísi“. Þessi 12 manna nefnd kom svo saman til fyrsta fundar í apríl 1947, og hófst þegar handa um undirbún- ing að hátíðahöldum sjómanndags- ins og voru verkefni ærin, þar sem skipuleggja þurfti allt frá grunni; en svo má segja að furðu vel hafi tekizt. Nú leiddi þarna af, að er fram liðu tímar, safnaðist fé, sem var ágóði af þessum skemmtunum, og urðu þá miklar umræður um nýtingu fjár- ins, og komu fram mörg sjónarmið, en endanlega var samþykkt að fénu skyldi varið til byggingar sjómanna- heimilis í Keflavík. Þegar lokið var kjörtímabili nefndarmanna, var aðildarfélögum tilkynnt það með bréfi, dagsettu 19. júní 1949, og voru þá einnig sendar eftirfarandi tillögur: Heiðursverðlaun Sjómannadagsins í Keflavík 1968 hlutu: Talið frá vinstri: Sigurjón Jónsson, Karvel Ogmundsson og Sigurður Sigurðsson. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.