Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Qupperneq 51

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Qupperneq 51
Japanir áforma aS skipuleggja og byggja fyrir árið 1980 stærstu höfn veraldar viS Tokioflóa. RISAHÖFN f TOKIOFLÓA Fullgerð fyrir 1980 Það er orðið daglegt brauð hjó Japönum að fóst við stórvirki í skipa- byggingaiðnaðinum, og eru nú að undirbúa byggingu risa-hafnar við Tokió-flóa, hliðstœðu við „Europort" Hollendinga. í flóanum eru nú sjö hafnir, stœrstar þeirra Tokió og Yokohama, sem verða sameinaðar í eina allsherjar „höfn allra hafna" — Tokió-Megalport — og ó að vera skipu- lögð og fullgerð fyrir 1980. Þeir sem koma flugleiðina frá al- l)jóðaflugvellinum í Tokió til Kawa- saki,' sjá í aðfluginu þetta náttúru- fyrirbæri, inn úr Uragasundi, að fram- tíðarhöfninni. Áformað er að byggja stórkostlega brú j'fir hafnarsvæðið milli Yokosuka og Futtsu, og aðra um miðjan flóann milli Kawasaki og Kisarazu. Sú á að hafa 1000 m. breitt siglingasvæði, en stendur að öðru leyti á flóðgörðum. Milli Yokosuka og Futtsu á brúin að vera 9.000 m. löng, 1300 m. milli brúar- stöpla og 80 metra yfir sjávarfleti, og tengja saman hina stórkostlegu hrað- braut sem liggur umhverfis allt hafn- arsvæðið og á að verða 100 m. breið. Kostnaðurinn við þessa brú er áætl- aður 1.6 milljarður DM (35.5 milljarða ísl. kr.) En lokaákvörðun um fyrir- komulag hennar hefir þó ekki verið tekin vegna áhættunnar um hvort hún ])0li hina ofsalegu hvirfilvinda, sem þarna geta geisað. t þessum risaáætlunum hefir ekki að- eins verið hugsað fyrir hinni landfræði- legu hlið málsins. ■— Tokió liggur nær miðjum Japansskaga og út frá höfuð- borginni er mest þenzla viðskiptalífs- ins. Rúmlega 10 milljónir manna búa nú á 15 km. hringsvæði út frá mið- borginni og á fáum árum breiðist þetta þéttbýla svæði út. Þeir sem vinna að hafnaráætlunun- um reikna með því að á næstu 10 ár- um verði búsettar um 30 milljónir manna á um 50 km. hringsvæði út frá miðborginni. Með nýtizkulegra vinnu- lagi í risahöfninni verði hægt að lesta þar og losa um 400 milljónir tonna af vörum árlega. Og að af þessum stór- kostlegu afköstum muni iðnaður og verzlun njóta góðs fjárhagslega. Það kemur fram nú þegar, að japönsk stór- iðjufyrirtæki hafa tilkynnt þörf sína fyrir um 10 þúsund hektara landssvæði til atvinnuframkvæmda. Þessir iðnaðar- höldar vita, að um 35% af þjóðartekj- um Japana eru fengnar i umhverfi Tokió. Með því að sameina núverandi hafn- ir Yokohama, Kawasaki, Tokió, Chiba og Kizarazu i þetta risahafnarsvæði flóans, verður Tokió mesta hafnarborg veraldar. Stór-Tokió tengist þá jafn- hliða með risahraðbrautinni, öllum megin iðnaðarsvæðum landsins. Auk al- þjóðaflugvallarins í Kasawaki á að koma nýr alþjóðaflugvöllur vestan við miðsvæði borgarinnar. Til þess að framkvæma þessa stór- kostlegu hafnaráætlun fyrir Japan, fram að 1975, er áætlað að fjárfesta þurfi um 8 milljarða DM (177 milljarða ísl. kr. Ekki er farið að birta tölur um lokakostnað til 1980, en talið að þar verði um liliðstæðar fjárhæðir að ræða. En þar með er ekki öll sagan sögð, um stóráætlanir .Tapana í hafnarfram- kvæmdum. Það er nú þegar farið að ræða um, að gera ráð fyrir sérhöfn i vestanverðum flóanum fyrir Atom- tankskip og neðansjávar flutningaskip. Þessi höfn á að hafa risastórar „Flot- kviar“ fyrir skipin, og með þeim á að koma í veg fyrir hugsanleg „Atom- slys“. En áður en ráðist verður í slíkt, á að gera risahöfnina „Tokió-Megalo- port“ að veruleika, því undirbúnings- aðgerðum er lokið, og mögulegt að hefja þegar framkvæmdir. (Þýtt: H.J.) SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.