Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 48

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 48
nálgast. Flugvélin snýr £rá, augsýni- lega ráðþrota. Fyrsti stýrimaður tekur við stjórn skipsins, lætur flytja skip- stjórann undir þiljur, og heldur ferð- inni áfram. Nokkru síðar jafnar skip- stjórinn sig og tekur við stjórn að nýju. „Alcoa Ranger" er eitt þeirra skipa, sem kafbátur grandar. Brezka flutningaskipinu „Earlston" tekst með ofsafenginni varnarskothríð að hrekja kafbát á flótta og er síðar sökkt. Oðru hvoru koma kafbátarnir upp á yfirborðið og gefa þeim sem af hafa komizt á sökkvandi skipum í björg- unarbátum eða flekum, upp stefnu og fjarlægð til rússnesku strandarinnar: 300, 500, 700 km. Einstaka gefa þeim einnig pylsur, brauð, gin eða koníak. En aðrar hrópa hæðnisorð til þeirra: „Þið eruð þó ekki kommúnistar, eða hvað?“ „Ffvers vegna berjist þið fyrir kommúnistana?" Nokkrir komast að landi við Rússlandsstrendur, aðrir lenda í höndum Þjóðverja við Noregs- strendur — í fangelsum til stríðsloka. Og þannig deyja þeir — í björgunar- bát frá brezka flutningaskipinu „Hart- lebury“, hálffullum af ísköldum sjó: „Allir fóru þeir á sömu leið. Þeir urðu syfjaðir, hugsun þeirra varð reikul, augun sljó — og síðan var öllu lokið. Tilsýndar — hægt andlát." Hellmut W. M. Kahn. (Þýtt úr Stern H. ).). 1968: 27/5 12/6 20/8 29/9 10/10 5/11 1969: 16/1 30/1 4/3 6/3 12/3 25/3 Sjóslys og drukknanir frá 27. maí 1968 til 25. marz 1969. Drukknaði Grétar H. Þorstcinsson, 19 ára, er hann féll fyrir borð á Gullfossi, þegar skipið var á leið til Hamborgar. Drukknuðu tveir menn er trillan Njáll frá Siglufirði fórst: Helgi V. Jónsson, 22 ára frá Siglufirði. Lætur eftir sig konu og tvö böm. Sigurður Helgason, 21 árs frá Siglufirði. Lætur eftir sig konu og eitt barn. Drukknaði Sigurður Oddsson, skipstjóri, Vestmannaeyjum, í höfninni í Aberdeen. Lætur eftir sig konu og þrjú börn. Drukknaði Jörundur Sveinsson, 49 ára, loftskeytamaður á Víkingi, er hann féll milli skips og bryggju á Siglufirði. Lætur eftir sig konu og fimm böm. Drukknaði Júlíus Guðnason, 35 ára skipverji á Magnúsi Ólafssyni GK, er hann féll milli skips og bryggju. Lætur eftir sig konu og tvö böm. Drukknuðu 9 menn er v/b Þráinn NK 70 fórst fyrir sunnan land. Þeir sem fórust: Helgi Kristinsson, stýrimaður, 23 ára, Hvítingavegi 2, Vestmannaeyjum. Lætur eftir sig eitt barn. Ókvæntur. Guðmundur Gíslason, 1. vélstjóri, 26 ára, Hásteinsvegi 36, Vestmannaeyjum. Ókvænt- ur og barnlaus. Gunnlaugur Björnsson, 2. vélstjóri, 27 ára, Lyngholti, Vestmannaeyjum. Lætur eftir sig konu og þrjú börn. Einar Magnússon, matsveinn, 40 ára, Auðbrekku 27, Kópavogi. Ókvæntur og barnlaus. Einar Marvin Ólason, háseti, 18 ára, Brekastíg 6, Vestm.eyjum. Ókvæntur og barnlaus. Gunnar Björgvinsson, háscti, 18 ára, Herjólfsgötu 6, Vestmannaeyjum. Ókvæntur og barnlaus. Hanncs Andrésson, háseti, 22 ára, Hjarðarliaga 11, Rcykjavík. Ókvæntur og barnlaus. Tryggvi Gunnarsson, háseti, 21 árs, Kirkjubæ, Vestm.eyjum. Ókvæntur og barnlaus. Drukknaði Jón Pétursson, háseti á togaranum Harðbak, er hann tók út af skipinu er það var á veiðum. Lætur eftir sig aldraða móður. Drukknaði Einar Ásgeir Þórðarson, er liann tók út af vélbátnum Sæfara frá Tálkna- firði. Lætur eftir sig konu og fimm börn. Lézt Sigfús Sigurgeirsson, 29 ára, háseti á togaranum Agli Skallagrímssyni, úr reyk- eitrun, er kviknaði í togaranum í höfninni í Brcmerliaven. Lætur eftir sig foreldra. Létust 6 menn um borð í togaranum Hallveigu Fróðadóttur, er kviknaði í skipinu. Pétur Björn Jónsson, 41 árs, Njálsg. 20, Reykjavík. Lætur eftir sig konu og sjö börn. Eggert Kristjánsson, 38 ára, Höfðaborg 3, Reykjavík. Lætur eftir sig unnustu og föður. Dórland Jósepsson, 32 ára, Flókagötu 64, Reykjavík. Lætur eftir sig föður búsettan í Winnipeg. Kjartan Sölvi Ágústsson, 40 ára, Ljósheimum 10, Rcykjavík. Einhleypur. Sigurður Ingimundarson, 38 ára, Nönnustíg 10, Hafnarfirði. Lætur eftir sig móður. Óskar Sigurbjarni Kctilsson, 48 ára, Gestshúsum, Álftanesi. Lætur eftir sig móður. Drukknuðu 6 menn er Dagný frá Stykkishólmi og Fagranes frá Akranesi fórust: Með Dagnýju: Hreinn Pétursson, skipstj., frá Stykkishólmi, 23 ára. Lætur eftir sig konu og tvö börn. Gunnar Þórðarson, 27 ára, Meistaravöllum 33, Rvík. Lætur eftir sig konu og 3 börn. Jón Sigurðsson frá Stykkisliólmi, 21 árs. Lætur eftir sig unnustu og eitt barn. Með Fagranesi: Einar Guðmundsson, skipstjóri, 28 ára, búsettur á Akranesi. Lætur eftir sig konu og tvö börn. Sigurður Stefánsson, vélstj., 34 ára, úr Hafnarfirði. Lætur eftir sig konu og þrjú börn. Þorlákur Grímsson, háseti, 19 ára, frá Akranesi. Ókvæntur og barnlaus. Drukknaði Þórarinn Grettir Reynisson, er hann tók út af vélbátnum Kristjáni Guð- mundssyni frá Eyrarbakka. Hann var tvítugur, frá Mjósundi í Villingaholtshreppi. 34 SJOMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.