Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 19

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 19
MINNINGARORÐ Formaður Sjómannadagsráðs, Pétur Sigurðsson, minnist lát- inna sjómanna og samstarfsmanna í félagssamtökum þeirra. „Frá því að við áttum síðasta fund saman, má með sanni segja, að skarð sé fyrir skildi hjá íslenzkri sjó- mannastétt. Við höfum ekki aðeins misst úr röðum okkar nokkra svipmestu per- sónuleika í félagsstarfsemi sjómanna, heldur hefur vetur þessi, það sem af er krafizt meiri og dýrari fórna úr röðum sjómanna á hafi úti, en við höfum þekkt um árabil. Þrátt fyrir aukið öryggi sæfar- enda, bæði til sjós og lands, virðist sú óhugnanlega staðreynd blasa við, að atvinnuvegur þessi krefst árlegra mannfórna, sem hvorki efnahags- spekingar eða aðrir sem viðmiðun við tekjuhæstu fiskimenn stunda, hafa aldrei viljað kannast við, þegar sjómenn hafa reynt að fá leiðrétt- ingu launa sinna og áhættuna í starfi viðurkennda. Frá því að við skildum á s. 1. hausti, hafa 27 sjómenn í starfi á skipi sínu, látið líf sitt af slysförum. Á vélskipinu Magnúsi Ólafssyni úr Keflavík drukknaði maður í október. Vélskipið Þráinn fórst í nóvember og með því 9 menn. I desember drukknaði matsveinn af m/s Fjallfossi. I janúar tók út 2 menn annan af Mb. Sæfara, hinn af Bv. Harðbak. Marzmánuður hefur orðið stétt okkar dýr í mannslífum, þrátt fyrir góðan afla og góðar gæftir. Þann 6. marz fórust 6 hásetar af togaranum Hallveigu Fróðadótur í hörmulegu slysi og á líkan hátt há- seti af bv. Agli Skallagrímssyni. 3 menn fórust með vélbátnum Fagranesi og 3 menn með vélskip- inu Dagný og stuttu síðar tók einn mann af vélbát frá Eyrarbakka, eða samtals 27 íslenzkir sjómenn við skyldustörf sín á þessum stutta tíma. Við höfum ekki haft fyrir sið að minnast á fundum okkar sérstaklega þeirra sjómanna, sem í landi hafa látizt nema þeir hafi átt sæti í sam- tökum okkar. Ekki vil ég þó láta hjá líða, að nefna nöfn nokkurra áhuga- og for- ystumanna í félagssamtökum sjó- manna, þeirra Birgis Thoroddsen skipstjóra, Gríms Þorkel'ssonar skip- stjóra, Þorkels Sigurðssonar vél- stjóra og Guðmundar Guðmxmdsson- ar skipstjóra. Þessir menn voru allir meðal hinna áhugasömu í starfi stétt- arfélaga sinna, sem öll eru aðildar- félög að samtökum okkar. Af eldri fulltrúum úr Sjómanna- dagsráði, sem látizt hafa, vil ég minnast þeirra Kai Ólafssonar, Pálma Jónssonar og Ólafs Þórðar- sonar úr Hafnarfirði, sem var meðal forvígismanna og einn af stofnend- um okkar samtaka. Halldór Guðbjartsson vélstjóri yar fæddur 27. des. 1915, en lézt 31 maí 1968, eftir langa og erfiða sjúkdóms- legu. Hann var einn af traustustu og beztu félögum Mótorvélstjórafélags íslands, enda var hann formaður þess árin 1948—1950 og aftur 1955— 1956 og ritari frá 1960 til dauðadags. Auk þess gegndi hann ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir félagið, starf- aði lengi í samninganefndum um kaup og kjör vélstjóra á bátaflotan- um, var fulltrúi félags síns í Sjó- mannadagsráði, í ritnefnd Sjómanna- blaðsins Víkings og sat sem fulltrúi félagsins á þingum Farmanna- og fiskimannasambands Islands. Hann var áreiðanlegur og góður félagi, hreinskilinn og lét skoðanir sínar ákveðið í ljós við hvern sem var, hvort sem mönnum líkaði betur eða miður, enda leituðu margir álits hans á málefnum vélstjórastéttar- innar. Árið 1964 var Halldór kosinn full- trúi M F. í. í nefnd, sem Mennta- málaráðuneytið setti til að endur- skoða lög um skóla- og atvinnulög- gjöf vélstjóra. — Nefnd þessi innti af höndum mikið og gott starf og var ný löggjöf samþykkt á Alþingi árið 1966. Halldór lauk árið 1944 vélstjóra- prófi frá námskeiðum Fiskifélags íslands. Hann byrjaði ungur að stunda vélgæzlu á fiskibátum og þess á milli vann hann á vélaverk- stæðum. Þegar Bæjarútgerð Reykjavíkur fékk dieseltogarann Jón Þorláksson réðst Halldór á hann sem undirvél- stjóri og var þar fram til ársins 1951, er hann varð vélstjóri við rafveitu ísafjarðar. Hugur hans leitaði þó á sjóinn og þegar farþegaskipið Akra- borg var smíðað fór hann til vél- stjórastarfa á því og var þar fram til 1962, þegar hann fór alfarið í land og réðst til Vélasölunnar h.f. í Garðastræti. Þar starfaði hann unz hann varð frá að hverfa vegna sjúk- dóms, er leiddi hann til dauða. Sá maðurinn, sem horfið hefur á þessu tímabili og mest skilur eftir vegna starfa sinna fyrir okkur, og þau félög, sem hann átti aðild að, er Sigurjón Einarsson, fyrrv. skipstjóri. Hann var fæddur 25. janúar 1897 í Hafnarfirði og voru foreldrar hans Sigríður Jónsdóttir og Einar Ólafs- son sjómaður. Hann hóf sjómanns- feril sinn komungur á skútum og var á þeim, mótorbátum og togurum við ýmsar veiðar sem háseti þar til hann fór í Stýrimannaskólann í í Reykjavík, en þaðan lauk hann prófi 1917. Þá varð hann fyrst stýri- maður, en síðar fiskiskipstjóri á skozkum og þýzkum togurum, unz hann tók við skipstjórn á togaranum Surprise árið 1927. Úr því og allt til ársins 1957 var hann togara- SJOMANNADAGSBLAÐIÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.