Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 41

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 41
Sjónarvottur segir fró miskunnarlausri baróttu undir yfirborði sjóvar BARÁTTÁ UPPÁ LlF OG DAUÐÁ Eftir Harry E. Rieseberg Nokkrum föðmum yfir sjávarbotni glitraði sólskinið á rennsléttum haffletinum, og í gegnum fölgrænan sjó- inn endurspegluðust brotnir sólargeislarnir í öllum regnbogans litum á kóralklettum, þanggróðri og hvít- um sandbotni. Smáfiskar í ótal afbrigðilegum litum og stærðum sveima aftur og fram um kóralrifin eða skjót- ast örhratt í skjól ef þeir verða fyrir styggð. Rauðlituð krabbadýr mjakast um botninn, sjó anemónur og kross- fiskar í ýmsum litum. I daufu broti ljójgeislanna verð- ur þetta allt eins og furðuheimur ævintýris. I þessu neðansjávar undraríki ber fyrir langan skugga af sokknu tréskipi, þakið alls konar sjávargróðri, sem liðast til og frá við hverja hreyfingu sem hann verður fyrir af straumi eða snertingu. I gegnum skörðótta rifu á skipsflakinu teygir sig gráleitur fálmari, sem titrar aðeins er þang eða gróður snertir hann. Innan við fúa- gatið í skipsflakinu glittir í gulgrænar hálfluktar glyrn- ur á stórum kolkrabba. Ur fylgsni sínu hefir hann orðið var við skuggann af hákarli sem sveimar þarna í yfir- borðinu og glittir í hvítan belg hans í litrofunum. Horn- tentur kjaftur í miðju þessarar beinlausu hrúgu gengur stöðugt í krampakenndum rykkjum, og úr honum seitl- ar gul sýra, vottur um von á saðningu langvarandi hungurs. Kolkrabbinn skríður gætilega út úr fylgsni sínu og reisir slyddulegan skapnað sinn upp á átta örmum, skríður eftir skáhöllu dekki skipsflaksins og lætur sig síða niður á sléttan botn, augu hans kvika af græðgi. Marglitir smáfiskar synda framhjá honum í hæfilegri fjarlægð, þang og gróður bifast og breytir sífellt um blæ við hverja hreyfingu sem snertir það, allt er eins og sviðsetning furðuheims. Kolkrabbinn skríður mjúklega frá einni kóralhrúgunni að annarri og skimar sífellt eftir bráðinni meðan hann leitar að heppilegum árásar- stað. Hann teygir frá sér slímaðan fálmara og spýtir frá sér timburtægjum, sem hann hefir verið með frá holu sinni í rotnuðu flakinu, augsýnilega virðist engin bráð hafa borizt fyrir bæli hans í langan tíma. Spýta sem losnað hefir frá flakinu við hreyfingar hans flýtur fram- hjá fálmaranum, sem strax hremmir hana og kreistir, en sleppir aftur mulningi sem sígur niður á hvítan sandbotninn eins og öskusáldur. Formlaus skepnan sveigir slöngulaga fálmara sína með þéttsetnum sogskálum, og rannsakar umhverfi sitt með gráðugum glyrnum. Hægur undirstraumur leikur um gróðurinn og skuggar svífa um botninn, en í yfirborð- inu mókir hákarlinn rólegur. Á botninum stendur kolkrabbinn uppþaninn og þrút- inn svo að litur hans er orðinn dökkrauður og starir græðgislega upp í yfirborðið. Allt í einu tekur hann snöggan kipp og þeytist upp á við og sveigir um leið átta arma sína sveiflandi að bráðinni. En missir marks! og lætur sig síga aftur til botns, einn fólmarinn lendir fyrst í hvítum sandinum og þyrlar honum upp eins og reykskýi. I yfirborðinu veltir hákarlinn sér nú í ofsabræði, og pískar sjóinn með sporðinum, sem hann lemur fram og til baka, svo sjórinn löðrar eins og í suðupotti, það hvítmatar í augun af vonzku, en undir liggur kolkrabb- inn og lygnir augunum af logandi grimmd, meðan hann mjakar sér í stillingu til nýrrar árásar sveigir sig fram og til baka og teygir angana sitt á hvað í heiftargripum. Hákarlinn tekur snöggan sprett áfram, sveigir síðan í boga og stingur sér með ofsahraða í átt að óvini sín- um, en rennir framhjá honum og upp aftur, þegar kol- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.