Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 27

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 27
Einn snarasti þáttur í athafnalífi Revkjavíkurborgar í gegnum árin hafa verið hinir stórtæku togarar er sótt hafa hráefnið á heima og nærliggjandi mið til vinnslu í frystihúsum borgarinnar og til sölu á erlendum mörkuðum. A seinni árum er uppbygging og velgengni á síldveiðum stóð með mestum blóma þá fór togaraútgerð ört hnyggnandi hér á landi og þá um leið frystihúsaiðnaður sem stóð í beinu sambandi við hráefn- isöflun togaranna. Á þessum árum fór einnig fram úti í heimi stórbylting í togaraútgerð frá síðutogurum í skuttog- ara og þá sérstaklega í smíði á verk- smiðjuskuttogurum en þeir sameina alla veigamestu þætti fiskframleiðslunn- ar sem er öflun hráefnisins og full- vinnzla á staðnum. Tilkoma þessara skipa orsakaði verðfall sölutregðu og gengisfellingu vegna of mikils framboðs á freðfiski á freðfiskmörkuðum í Evr- ópu og Ameríku sem við Islendingar höfum orðið svo áþreifanlega varir við því eftir standa hálf tóm frystihús Vi hluta úr ári og nokkrir 15—20 ára gaml- ir togarar sem enn eru í gangi vegna hagstæðrar sölu hráefnisins á erlendum mörkuðum, en hve lengi ennþá er hægt að halda á floti þessum skipum og hvað tekur við. Eins og ég sagði hér á undan þá varð bylting í gerð togara með tilkomu skut- togara af ýmsum stærðum og þar á með- al verksmiðjuskuttogurum en þeim fékk ég kærkomið tækifæri til að kynnast fyr- ir 10 árum síðan og tel mig vera eina íslendinginn sem fengið hefur 6 ára þjálfun og góða reynzlu um borð í slíku skipi, en þar áður var ég búinn að vera LOFTUR JÚLÍUSSON: VERKSMIÐJU- TOGARAR aldarfjórðung á togurum hér heima og í'úmt ár í frystihúsavinnu með fiskmats- réttindum svo ég taldi mig hafa nokkuð staðgóða þekkingu til samanburðar á hvorú tveggju. Ég réðist til brautryðj- endanna Salvesen hvalveiðifyrirtækis í Leith í Skotlandi, er byrjuðu með til- raunaskip fyrir einum 17 árum síðan sem bar nafnði Ferfree en skipið var gömul Corvetta úr stríðinu umbrevtt í skuttogara. Hugmyndina að skuttoginu fengu þeir frá sínum hvalveiðimóður- skipum er drógu hina stóru hvali upp skutrennuna á móðurskipunum í suður- höfum. Reynslan af Ferfree var það góð að Salvesen fyrirtækið réðist í að byggja fyrsta verksmiðjutogarann í heiminum Fairtry 1 í John Lewis skipa- smíðastöðinni í Aberdeen fvrir 15 árum síðan og var þá ekki ráðist í neitt smá- ræði því skipið er 2.600 br. lestir útbúið öllum fullkomnustu vélum til flökunar og frystingar og pökkunar aflans um borð ásamt, mjölvinnzluvélum. Ég réðst á þetta skip nokkrum árum síðar, en áhöfn var 74 og þar af rúmlega helm- ingur er vann í verksmiðjunni einni saman og voru kallaðir fiskverkunar- menn. Flökunarvélar voru allar frá Baader verksmiðjunum þýzku og 2 þjóð- verjar frá þeim um borð allan tímann til eftirlits með vélunum sem gaf mjög góða raun. Þessi útgerð fór mjög vel og mvndarlega af stað og allur fiskur seldur fyrirfram aðallega til sjúkrahúsa, hótela og í stóru skipafélögin er voru í farþegaflutningum um öll heimshöfin og líkaði fiskurinn mjög vel. Aflinn var sóttur vestur á Nýfundnalandsmið og Labrador og NA.-Ameríku og Nova Scotia, en öll þessi fiskauðugu mið voru þá lítt þekkt af Evrópu þjóða mönnum nema Frökkum, Portúgölum og Spán- verjum er stundað höfðu saltfiskveiðar part úr ári á fyrrgreindum miðurn. Venjulegur veiðitúr tók 3—3—Vi mán- uð 3 túrar yfir árið með 14—20 daga stoppi í höfn, en sigling á miðin frá U. K. tók að jafnaði 7—9 sólahringa. Aflamagn í túr var 640 tonn af fullunn- um þorskflökum, þar með talið afskurð- ir og þunnildi. Pakkað var í 7 lbs., 14 og 28 lbs. pakkningar auk berar blokkir tilbúnar til fish sticks notkunar. Fisk- mjölsframleiðsla var 240—280 tonn í túr. Afli dreginn upp úr sjó taldist sam- svara 2.000—2.200 lestum í túr. Ég skal skjóta hér inn í að ekki var sótzt eftir karfa nema til fiskmjölsvinnzlu. Unnið var allan sólarhringinn á tveimur 8 stunda vöktum, en afkasta- geta var 30 tonn af flökum og 5 tonn af fiskimjöli per dag sem samsvaraði 110 lestum af hráefni á sólarhring. Mestu afköst er ég man eftir á þessu skipi var 115 lestir af roðflettum þorskflökum á einni viku norður á stóra Heilafiski- banka út af vestur Grænlandi. 50 lestir af flökum á viku taldizt góð afkoma, en þessu marki varð að ná að jafnaði í túr til að klára túrinn á 3 mánuðum. Kaup mannskaps uppistóð af fasta- kaupi per viku og vissri upphæð úr bón- ustonni, en það miðaðist við verðmæti úr fullunnu flakartonni, t. d. gaf verð- mætasta flakartonnið 2 bónus tonn en það ódýrasta Vi bónus tonn 1 bónus tonn gaf svo og svo margar krónur til skips- hafnarmeðlims eftir stöðu hans um borð. Kerfi þetta gafst mjög vel. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.