Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 35

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Blaðsíða 35
Guðmundur Þ. Guðmundsson. Guðmundur Þorlákur Guðmundsson fæddist í Skálavík við utanvert Isafjarð- ardjúp 22. maí 1888 en féll útaf skipi sínu í blíðviðri þann 15. september 1944. Guðmundur Þorlákur var á sinni tíð einhver frægasti sjósóknari á báta- flotanum. Algerlega geiglaus maður og óhræddur við dauða sinn en þó var hann annálaður sjómaður enda maður bráðvelgefinn, sjómaður og honum hlekktist ekki oft á um dagana. Þegar Jónatan Björnsson fórst á Nirði frá ísafirði í desember 1924, hafði hann verið staddur á balli uppi í Gúttó og frétti að Guðmundur Þorlákur væri róinn. Hásetinn, sem átti að vaka um nóttu til fyrir formann sinn í Sand- gerði og fylgjast með róðrum hinna, taldi að það væri enginn róinn, . . . þó að hann væri farinn þessi á græna bátnum. Það var sjálfgefið, að hann væri á sjó. Guðmundur var þá á Gróttu en hún var græn. Bjarna Ólafssyni fór- ust svipað orð, þegar Guðmundur var með línuveiðarann Þormóð fyrir hann. Torfi Halldórsson spurði þá eitt sinn, þegax hann hitti Bjarna, hér í Reykja- vik, hvort einhver hefði róið um nótt- ina af Akranesi. Bjarni kvað nei við því, en bætti við eins og Sandgerðing- urinn — nema auðvitað hann „Guð- mundur Þollákur." Þrátt fyrir þessa fádæma elju við sjó- sóknina var Guðmundur aðgætinn og laus við að vera angurgapi og hinn bezti HÖRÐ SJÓFERÐ Frásögn Gísla Jónssonar sjómaður sem að ofan segir og sérlega laginn við að finna land í dimmviðri. Það ljúka allir lofsorði á Guðmund, sem með honum voru á hans langa for- mannsferli. Hann féll út af skipi sínu í blíðviðri 15. september 1944. Gísli Jónsson, sem þessa sögu sem hér fer á eftir, hefur sagt er Dýrfirðing- ur og var alllengi til sjós en hefur um mörg ár verið starfsmaður hjá S. H. Hann lýkur miklu lofsorði á Guðmund Þorlák, þó að hann dragi það ekki und- an, sem allir vita sem þekktu Guðmund, að hann lét ekki deigan síga við sjó- sóknina, þó að gæfi á bátinn. Og hefst þá saga Gísla. Það var árið 1942, að ég var stýri- maður á mótorbátnum Jóni Þorlákssyni, rúmlega fimmtíu tonna báti en skip- stjóri á honum var hinn þjóðkunni sjó- sóknari og aflamaður Guðmundur Þor- lákur Guðmundsson. Við vorum á úti- legu með línu og hafði verið komið fyr- ir beitingarskýlum á bátnum. Þau voru rammger mjög, rekin saman úr tommu þykkum plönkum. Við hófum veiðarn- ar 8. janúar og vorum að veiðum ýmist í Faxaflóa eða við Breiðafjörð. Aðfaranótt sunnudagsins 18. janúar var vindur hægur suð-suðaustan og sæmilegt sjóveður og við lögðum 120 lóðir 10 sjómílur misvísandi suður frá Lóndröngum. Veður hélzt áfram sæmi- legt alla baujuvaktina og kl. 6 um morg- Gísli Jónsson. uninn var byrjað að draga. Þá var kom- inn kaldi og hafði vindur heldur geng- ið til austurs —- og var sem næst suð- austan. Loft var grúað og undiralda þung af vestri, og því tvisjóa og heldur leiðinlegt vinnuveður. en mjög sæmi- legt linuveður. Það var strax slítings- fiskirí. Við höfðum ekki dregið nema rúmt tengsli, þegar línan gekk í sund- ur. Það átti að vera Ijósbauja á öðru bóli frá, en það virtist hafa slokknað á henni, því að við fundum hana ekki. Þá var ekki um annað að gera en bíða þess að birti af degi til að hægt væri að finna ból og halda áfram drættinum. Við fundum belg strax og eldaði af degi, en með birtingunni fór vindur ört vaxandi af sömu átt eða suðaustri og um hádegisbilið var komið landsunn- an skafningsrok á suðvestan öldu, sem einnig fór vaxandi og var þarna um hádegisleytið komið hið versta sjóveð- ur og fylgdi því úrhellisrigning. Það var sífellt að ganga í sundur línan og varð okkur tafsamt við dráttinn. Ég var við að gogga, svo -sem vani er stýri- mannsins og hafði ég band um mig, svo að mér skolaði ekki fyrir borð, því að lunningin var lág við línuhjólið. Klukkan tvö um daginn varð véla- maðurinn þess var að vélin hitaði sig á fremri sveifaráslegu og var þá ekki um annað að ræða en stöðva hana til að ganga úr skugga um, hvað að væri. Það kom í Ijós að brætt var úr legunni, en SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.