Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Qupperneq 36

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Qupperneq 36
sveifarásinn óskemmdur. Það var til varalega um borð og má a£ því marka að á þessum báti var fyrir flestu hugsað, því að þess munu hafa verið fá dæmi, að hafðar væru með varalegur í vél. Eftir þessu var öll útgerð bátsins. Þegar svona var komið var ekkert hægt að aðhafast annað en bíða eftir því að sveifarásinn kólnaði svo að hægt væri að skipta um leguna. Þetta tók alllangan tíma, eða svo fannst rnanni að minnsta kosti, því að biðin varð löng á stjórnlausum báti í stórsjó og ofsaroki. Við settum upp fokku og dóluðum und- an veðrinu eða í norðvestur, bæði til að forðast landið og eins til þess að bát- urinn léti ekki eins illa og aðstaða væri þá heldur hægari við vélviðgerðina. Niðri í vélarrúminu voru þrír menn við vinnuna, en fleiri komust ekki að til hjálpar vélstjóranum. Skipstjórinn var í stýrishúsinu og ég hjá honum og stýrði. Aðrir af skipshöfninni voru frammi í lúkar. Stýrt var eftir því sem hægt var í vest-norðvestur og loggið haft úti og sýndi það siglda vegalengd 3 sjómílur á klukkustund. Klukkan fimm um daginn, þegar myrkur var, reið brotsjór yfir bátinn aftan til á bak- borða, skellti honum pallflötum og færði hann á bólakaf. Stýrishúsið fyllt- ist af sjó og fann ég ekki betur en bát- urinn væri að sökkva. Ég hafði staðið stjórnborðsmegin við stýrishjólið og hélt mér í það. Guðmundur Þorlákur, stóð bakborðsmegin og hafði hann séð riðið um leið og það gein yfir bátnum. Honum varð það fyrir, að hann skellti aftur lúgunni niður í vélarúmið, en hún var bakborðsmegin í stýrishúsinu, og stóð á henni og um leið heyrði ég hann tauta. — Það er náttúrlega sama hvar þeir drepast — og átti þá við mennina, sem niðri voru. Þetta var rökrétt álykt- að, mennirnir áttu ekkert erindi upp, ef báturinn var að farast, það voru eng- ir gúmbátar eða annað slíkt í þessa daga til björgunar mönnum í öðru eins veðri. Það er líklegt að þetta snarræði skip- stjórans hafi áftur á móti bjargað okkur öllum, því að báturinn var það lengi í kafi, að hefði lúgan verið opin, er óvíst hvernig farið hefði. Ekki sá ég Guðmundi Þorláki bregða. Hann ótt- aðist áreiðanlega ekki dauða sinn. Bát- urinn maraði nú í kafi nokkra stund, sem mér fannst vitaskuld óralöng, þar sem ég stóð eða réttara sagt flaut í stýr- ishúsinu og hélt mér dauðahaldi í stýr- ishjólið en svo tók hann að lyfta sér vegna þess að sjór hafði hvergi komizt niður í hann. Þegar báturinn kom úr kafinu var Ijótt um að litast. Enginn gluggi var eftir heill í stýrishúsinu og eitt það fyrsta, sem ég veitti athygli, var maður fastur í lúkarsgatinu. Eldað var framí lúkar og hafði kokkurinn beðið einn hásetann að fara afturá og ná í fisk til kvöldmatar. Maðurinn var í þann veg- inn að koma fram að lúkarskappanum með fiskinn, þegar brotsjórinn greip hann með sér. Á lúkarskappanum var vængjahurð og var annar vængurinn opinn. Svo lánlega vildi nú til, að brot- ið færði manninn með sér beint í lúk- arsgatið og keyrði hann tvöfaldan í það og sat hann þar blýfastur og lokaði gatinu svo kyrfilega, að það mátti heita að enginn sjór færi niður í lúkarinn, fór þó báturinn svo djúpt að framan, að sjórinn tók af hálfa fokkuna, enda held ég að hvergi hafi örlað á bátinn, nema mcstrin meðan hann var dýpst í. Stór kompás var í loftinu á stýrishús- inu, hann hafði fallið niður og smogið rétt á milli mín og skipstjórans og hefði hann rotað hvorn okkar, sem hann hefði hitt i höfuðið. Beytingaskýlin beggja vegna voru brotin og var þakið á þeim eins og vængir út frá bátnum, öldu- stokkarnir voru burtu einnig beggja vegna. Stórseglsbóman hafði slitnað nið- ur og slóst til milli borða, allt lauslegt ofandekks var horfið fyrir borð. Þegar fjarað hafði útaf bátnum, komu hásstarnir upp, og losuðu manninn úr lúkarsgatinu. Idann hafði marizt illa en ekki slasazt neitt sem hét. Við unn- um nú að því, að festa stórseglsbómuna fyrst og síðan að laga eitt og annað til bráðabirgða en lítið var hægt að aðhaf- ast og rak nú bátinn þarna eins og flak stjórnlaust undan veðri og sjó. Skipstjór- inn ákvað að senda út neyðarkall, ef ske kynni að einhver skip eða bátar væru á næstu slóðum. Við náðum sambandi við loftskeyta- stöðina í Reykjavík og hún sendi út hjálparbeiðni bæði á íslenzku og ensku en ekkert skip virtist vera nærri okkur. Utvarpið sendi einnig út hjálparbeiðni annað veifið allt kvöldið. Togararnir, sem voru úti á veiðum í þetta skipti voru flestir úti af Vestfjörðum og hafði ég samband við þá, en ég var við tal- stöðina, þó að auðvitað væri slíkt til lítils svo langt, sem þeir voru undan. Skipstjóri vék ekki úr stýrishúsinu og hafði ekki gert það frá því byrjað var að draga um nóttina. Við náðum sam- bandi við mótorbátinn Sigurfara frá Akranesi, en hann lá inni í Stykkis- hólmi og var skipstjóri hans Bergþór Guðjónsson reiðubúinn að fara út okk- ur til hjálpar strax og færi gæfist en í þessum veðurofsa, sem var, þýddi ekki fyrir hann að reyna slíkt. Engin leið var að hafa neina stjórn á bátnum, nema þá eina að leggja stýrinu í borð sem varnaði því, að báturinn lægi alveg þvert fyyrir held- ur sakkaði undan hálfflatur sex strik frá vindi eða svo. Fokkan var far- in og stuðtalíurnar af stórseglsbómunni, enda engin leið í þvílíku veðri að hafa uppi seglpjötlu ef stórsegli. Skipshöfn- in hélt til aftur í káetu, nema mennirn- ir, sem unnu að vélaviðgerðinni og skip- stjórinn, sem stóð alltaf uppi. Það var vitaskuld mjög erfitt að vinna að við- gerðinni á vélinni í þeim veltingi og látum sem var og lýsing var slæm, að- eins af einum olíulampa og kertaljósi, því að allt rafkerfi skipsins hafði farið úr lagi eða eyðilagzt. Var þetta hin ömurlegasta vist og heldur ískyggileg, þar sem við hrökkt- umst undan veðri og sjó á löskuðum bátnum þarna út af Snæfellsnesinu og skammdegismyrkrið skollið á. Enginn maður mælti þó æðru orð og þar sem ekkert var hægt að aðhafast gripu nokkr- ir mannanna í spil. Klukkan sex um kvöldið komst vélin í gang og brást ekki úr því. Það var byrjað að lóna upp. Við vorum á 50 faðma dýpi, þegar vél- in fór í gang og byrjuðum að lóna til lands. Við vissum auðvitað ekki af neinni nákvæmni, hvar við vorum stadd- ir, en töldum þó víst að við værum ein- hvers staðar út af Snæfellsnesinu, Ond- 22 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.