Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Síða 50

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Síða 50
- Verksmiðjutogarar Framhald af bls. 1. ávallt orðið sú, að lífsnauðsynlegt væri að endurnýja þennan atvinnuþátt þjóð- arinnar, en engin úrræði hafa fundizt til þess að afla fjármuna til þess. Farmanna- og fiskimannasamband ís- lands átti drjúgan þátt í því eftir síðari heimsstyrjöld, að þáverandi togarafloti landsmanna, úr sér genginn og gamal- dags, en sem á styrjaldarárunum hafði aflað þjóðinni milljóna verðmæta í gjald- eyri, var endurnýjaður. Þeir 30 togarar, sem þá voru keyptir, kostuðu um 2,5—3,0 milljónir króna hver, og var komið á fót Stofnlánadeild sjávarútvegsins til kaupa á þeim með innan við 100 milljón króna fjármagni. Strax á fyrsta starfsári höfðu flestir þeirra aflað kaupvirðis síns í framleiðslu og gjaldeyristekjum, en í starfrækslu allt til þessa dags, fært þjóðfélaginu milljarða króna til meðhöndlunar í innanlands- viðskiptum og viðurværi. Þegar mesta lægðin var í togaraút- gerðinni, varð síldveiðin og sá bátafloti, sem þá var fyrir hendi, með afbragðs fiskimönnum, til þess að bjarga hundr- um milljóna verðmæta að landi, til þess að halda uppi efnahagslífi landsmanna. En það gerast sveiflur á þeim sviðum eins og öðrum. Veiki hlekkurinn í athafnalífi sjávar- útvegsins eru stjórnmálamennirnir. Þeir virðast ekki hafa „úðrað ofan af fyrir sér“ á undangengnum misseristugum, að það þarf mikið fjármagn til endurnýj- unar og viðhalds togaraflota landsmanna og því hefur aldrei verið leyft að safnast í sjóð útgerðarfélaganna, heldur hafa þessi atvinnutæki verið notuð sem mjólk- 36 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ urkýr annarra atvinnuvega og allsherjar greiðsluþarfa þjóðfélagsins. Nú hafa félagssamtök F. F. S. f. enn á ný gengið fram fyrir skjöldu og lagt í það myndarlegt átak, að beita sér fyrir félagsmvndun og söfnun hlutafjár til kaupa á fullkomnum verksmiðjutogara. Það er varla von að allur almenningur geri sér strax grein fyrir, hve hér er um mikilvægt mál að ræða fyrir þjóðfélagið i heild, en þó hefur þannig viðbrugðið, að mál þetta hefur fengið mjög góðar undirtektir, hundruð einstaklinga hafa þegar gerzt hluthafar með fjárframlagi, og eitt einstaklingsfyrirtæki svo framsýnt að leggja fram hálfa milljón króna til stuðnings þessu átaki. Þeir sem forgöngu hafa haft í þessu máli, hafa unnið mikið starf og þakkar- vert. Samningar liggja fyrir um það á mjög hagkvæmum kjörum, að íslend- ingar geti þegar á þessu ári gert kaup á um 2500 lesta verksmiðjutogara í Pól- landi. Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt málinu lofsverðan stuðning með ríkis- ábyrgð á meginhluta kaupverðsins, en þó er málið ekki að fullu leyst, — það vantar aðeins um 20 milljón kr. herzlu- mun til þess að geta nú þegar gengið frá kaupum á skipinu. Fjárvana félags- samtök geta engan veginn lagt slíkt af mörkum, þrátt fyrir dugnað og góðan vilja. Flér verður að koma til fullnaðar- stuðningur ríkisins og borgaryfirvalda. Um slíkt er nú verið að reyna að semja, og vonandi verða þessir aðilar svo fram- sýnir að styðja þetta málefni til fulls, svo að á Sjómannadaginn 1969 rætist þær vonir, sem svo lengi hafa verið í fæð- ingu, að endurnýjun djúphafsveiðiskipa okkar verði að veruleika og að íslenzkur sjávarútvegur eigi fyrir sér nýtt blóma- skeið. Halld. J.

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.