Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Page 26
„Ég skal ekki vera langorður,“ hélt hann
áfram og leysti bandið utan af pakkanum,
sem hann hélt á í kjöltu sinni.
„Eftir vopnahléð varð ég að yfirgefa
England. Ég breytti nafni mínu og fór til
Kanada. En saga mín, eða öllu heldur saga
þeirra um mig, elti mig einhvern veginn.
í Ottawa, Vancouver, Melbourne, Free-
mantle, jafnvel í búsklandi Astraliu hitti
ég einhvern uppgjafa mann úr sjóhernum,
sem þekkti mig, og ég varð að halda flótt-
anum áfram.
Þá var það fyrir þrem árum síðan, að
ég var að koma til Evrópu á flutningadalli
frá Matadi, að það rann upp fyrir mér,
þegar við sigldum fram hjá ströndinni, þar
sem ég hafði verið á „Firedrake“, að það
voru hér um bil upp á dag liðin tíu ár,
síðan hinn dýrkeypti atburður skeði. Ég
get ekki skýrt það, en það heltók mig ein-
hvers konar forvitnistilfinning. Ég varð að
fara 'þangað og líta staðinn aftur. Líklega
„löngun glæpamannsins, til að hverfa aft-
ur á vettvang glæpsins". En hver sem skýr-
ingin er, þá fór ég.
Við lögðum að bryggju í Antwerpen að
morgni hins 29. og um kvöldið var ég í
Nieuport. Ég fékk inni á þorpsgistihúsinu,
þar sem aðeins einn annar gestur bjó,
þögull Þjóðverji, lítið eitt yngri en ég
sjálfur. Hann hét Bechtel — Gunnar Bech-
tel. Við hittumst við kvöldverðinn, gisti-
húseigandinn, kona hans, Bechtel og ég,
og sátum öll við sama borð.
Við eyddum löngum tíma yfir kvöld-
verðinum, og það mun hafa verið liðið
nærri miðnætti, þegar gestgjafinn og kona
hans gengu til náða. Bechtel og ég sátum
litlu lengur og lukum við vínið. Þá stóð
hann upp, hneigði sig í afsökunarskyni, og
fór — einnig, að ég hélt, til sængur.
Ég lauk við pípu mína, reikaði út í for-
stofuna, lauk upp útidyrunum og gekk
eftir strætinu í átt til sjávar. Það var
nokkurt tunglskin, og ég átti auðvelt með
að komast gegnum runnana og niður að
ströndinni. Ég horfði í vesturátt og mundi
hvernig húsin gnæfðu forðum yfir okkur
í austri og gekk rólega eftir hörðum sand-
inum og hugsaði um allt það, sem síðan
hafði skeð.
Skyndilega sá ég út undan mér hvar
maður sat á trébút. Mér brá nokkuð. En
um það bil, sem ég ætlaði að halda áfram,
þekkti ég að þetta var Bechtel, sambýlis-
maður minn á gistihúsinu. Ég hló og kall-
aði til hans alls hugar feginn.
Þarna sátum við um stund, reyktum og
röbbuðum saman. Að síðustu spurði hann
mig, á sinn kurteislega hátt, hvað hefði
lokkað mig til Nieuport í októbermánuði?
Ég sagði honum þessa sögu nákvæmlega
eins og ég sagði yður hana. Ég man, að
þegar ég hafði lokið henni, varð ég hálf
vandræðalegur, eins og ég hefði sagt of
mikið. Svo að ég afsakaði mig með því að
segja í gamansömum tón, „svo þér sjáið,
Herr Bechtel, að ég er sá sem upprunalega
vann styrjöldina", og stóð upp til þess að
fara.
Þjóðverjinn stóð einnig upp, lagði hönd
sína blíðlega á handlegg minn. „Vitið þér
hver ég er, vinur minn?“ spurði hann lágt.
Ég hrissti höfuðið.
„Ég er maðurinn sem tapaði styrjöld-
inni,“ svaraði hann og horfði hreinskiln-
ingslega í augu mér. „Ég er vörðurinn,
sem þeir fimdu sofandi.“
Og það var satt. Bechtel var pilturinn,
sem dottað hafði þessa nótt með nakin kné,
og gefið mér hugmyndina með pilsin.
I tíu ár hafði „synd hans“, eins og hann
kallaði það, nagað samvizku hans og gert
hann nærri sturlaðan. Og hann hafði vonað
á sinn einfalda hátt, að ef hann snéri aftur
á vettvang svívirðingar sinnar, myndi hann
geta yfirbugað tilfinninguna. Síðan í stríðs-
lok hafði hann horft á allar hörmungar
byltingarinnar, á hungur fólksins, á millj-
ónir ekkna og öryrkja, og hann hafði litið
á allt þetta sem glæp sinn gagnvart Föður-
landinu, því Bechtel vissi eins vel og ég,
að hefði hann vakað þessa nótt hefði orust-
an um Flandern orðið önnur saga, og að
Þjóðverjar hefðu án nokkurs efa orðið í
París um jólaleytið.
Við stóðum þarna á sandhól í tungls-
ljósinu og horfðum á hvorn annan, mað-
urinn sem vann styrjöldina, og sá sem
tapaði henni. Meira varð ekki sagt. Við
snérum við og gengum rólega eftir strönd-
inni, ég held þeir tveir einmanalegustu
menn í víðri veröld ..
Rödd Englendingsins nálgaðist hvísl, eins
og hann væri að tala við sjálfan sig. Hann
leit af glugganum á ferhyrndan böggulinn
og úr svip hans lýsti óendanlegri þreytu.
Waterloo-brautin var myrk, svona
snemma morguns, nema hvað á krossgöt-
um dingluðu ljósker, föl og mistruð í rign-
ingunni. Og svartir prammarnir á Wille-
broeck-skurðinum hjúfruðu sig hver að
öðrum, eins og skordýr í kuldanum. Langt
í burtu tindruðu ljósin í Brússel gegnum
naktar trjágreinar.
„Hvar er hann núna?“ Hafið þér séð
hann síðan?“ spurði ég, snortinn forvitni,
ásamt löngun til að segja eitthvað vin-
samlegt.
„Nei,“ svaraði Bradman, „ég sá hann
aldrei aftur. Við skrifuðum hvor öðrum
einu sinni á ári. Hann vann í málmsteypu
í grennd við Dortmund. Fyrir viku síðan
skrifaði hann mér frá sjúkrahúsi þaðan og
sagðist ætla að þiðja mig um að gera sér
greiða. Það munu verða ofurlítil óhrein-
indi í skríni, skrifaði hann. Og hann bað
mig um að grafa það á ströndinni við
Nieuport..
„Og þangað er ég að fara núna,“ sagði
Bradman, „og þetta er skrínið."
Gætilega tók hann brúnan pappírinn
utan af bögglinum, sem var á knjám hans,
og í ljós kom lítil steinkrukka. Hann hélt
henni þannig, að ég gæti lesið hina ein-
földu áletrun: GUNNAR BECHTEL.
Arngr. Guðjónsson þýddi.
12 SJÓMANnadagsblaðið