Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Side 34

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1969, Side 34
Hluti af Sjómannagarðinum í Ólafsvik. SJÓMÁN NADAGU Rl N N í ÓLAFSVÍK 1968 maður, Ólafsvík, Árni Hansson, húsasmiður, Reykjavík, Arnór Hans- son, trésmiður, Reykjavík, Guð- mundur Hansson, bifreiðastjóri, Reykjavík, Hallgrímur Hansson, húsasmiður, Reykjavík Kristvin J. Hansson, trésmiður, Reykjavík. Samkvæmt bréfinu afhendist Sjó- mannadagsráði Ólafsvíkur lóðin, sem er 877 fermetrar að flatarmáli og húseignin, til fullra afnota, í minn- ingu Hans heitins Ámasonar, látins eiginmanns frú Þorbjargar, en áskil- ur sér rétt til umráða yfir húseign- inni, meðan hún er á lífi. Undirritaður vill hér með fyrir hönd Sjómannadagsráðs Ólafsvíkur og annarra Ólafsvíkurbúa færa frú Þorbjörgu og börnum hennar inni- legustu þakkir fyrir hina stórhöfð- inglegu gjöf og fyrir þann sérstaka hlýhug sem á bak við gjöfina ligg- ur. Þá vil ég einnig senda kveðjur og þakklæti okkar til allra þeirra, sem studdu að framkvæmdum okk- ar s. 1. sumar með fjárframlögum og öðrum fyrirgreiðslum. Að lokum sendi ég kveðju mína til allra sjómanna og bið þeim alli’ar blessunar Guðs á komandi tímum. Til hamingju með daginn. Guðni Sumarliðason, sjómaður, Ólafsvík. Kristinn O. Jónsson, skipstjórí á m.s. Þórs- nesi, er hlaut afreksbikar Sjómannadagsins. Hátíðahöld sjómannadagsins fóru hér fram í hægri sunnanátt og rign- ingarsúld og voru með svipuðum hætti og undanfarin ár. Ekkert var þó verið í Sjómannagarðinum vegna framkvæmda þar, aðeins lagður blómsveigur að sjómannastyttunni. Klukkan 11 f. h. var sjómanna- messa. Kl. 14 var safnazt saman nið- ur við nýju höfnina og þar fóru fram keppnisgreinar dagsins, en þær voru: Bauju- og naglaboðhlaup, stakka- sund, reiptog og kappróður. Klukk- an 21 hófst skemmtun í Félagsheim- ilinu. Þar var upplestur, söngur, leikþáttur og ávörp. Að lokum voru þar afhent verðlaun fyrir keppnis- greinar dagsins og að því búnu dans stiginn fram eftir nóttu. Að þessu sinni var enginn sjómaður heiðrað- ur. Sumarið 1967 var unnið í Sjó- mannagarðinum að fyrsta áfanga, en gert er ráð fyrir að garðurinn verði um það bil ein vallardagslátta að stærð, þegar hann stendur fullbú- inn, inni í miðju kauptúninu. 1968 var svo unnið að öðrum áfanga garðsins og ég held að megi full- yrða, að almenn ánægja ríki hér með þessar framkvæmdir. Verkið hefur Stefán Þorsteinsson kennari séð um og skipulagt að mestu leyti. Áætlað er að svonefnd Kalda- lækjarlóð verði í framtíðinni innan garðsins, en sú lóð hefur verið í ein- staklingseign og því ekki hreyft við henni s. 1. sumar. Það var hinn 12. september 1968 sem Sjómannadags- ráði Ólafsvíkur barst gjafabréf fyrir húseigninni Kaldalæk, ásamt lóðar- réttindum frá frú Þorbjörgu Árna- dóttur og börnum hennar, sem eru þessi: Guðríður Hansdóttir, frú, Ólafsvík, Þorsteinn Hansson, verka- Þátttakendur í stakkasundinu í Ólafsvík 19G8. Frá vinstri: Guðfinnur Sigurðsson, er lilaut stakkasundsbikarinn, og Maspiús Þorsteinsson, er tók þátt í öllum keppnis- greinum dagsins. 20 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.