Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 9

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 9
Pétur Sigurdsson, formadur sjómannadagsráds: Er slysadauði á sjó óumbrcytanlcg staðrcynd? Síðari hluta marsmánaðar skrifaði skólastjóri Stýrimanna- skólans í Reykjavík, Guðjón Ár- mann Eyjólfsson mér bréf og spurði mig af hverju ég hefði ekki „fengið“ birta ræðu þá sem ég flutti á Alþingi í umræðum sem urðu í marsmánuði utan dagskrár, um öryggi sjómanna. Ég svaraði honum með bréfi, sem var efnis- lega á þá leið að ef fjölmiðlar sem allir ættu sína fréttamenn á Al- þingi sæju ekki ástæðu til þess að segja frá því, sem þingmenn hefðu um þessi mál að segja, mundi ég leita til Sjómannadagsblaðsins en það blað hefði ætíð látið sig þessi mál skipta höfuðmáli. Hér á eftir fjalla ég m.a. um nokkra af þeim punktum sem ég lagði út af í fyrrnefndri þingræðu. Á sjómannadaginn 1983 fagn- aði ég því sérstaklega í viðtali, að svo virtist sem árangur væri að sjást af skipulögðu og virku starfi þeirra sem að slysa- og öryggis- málum sjómanna vinna. Því miður sýnist mér nú, að þetta hafi verið borin von, sem ekki eigi við rök að styðjast. í marsmánuði höfðu þegar farist 27 íslenskir sjómenn frá 1. maí 1983, en við þann dag er miðað á sjó- mannadaginn þegar tala dauða- slysa á sjó er birt. Þeir höfðu látið líf sitt við störf á sjónum eða vegna slysa, sem þeir hlutu um borð í skipum sínum. Til viðbótar höfðu farist 4 starfsmenn Landhelgisgæslunnar í flugslysi, þegar TF-Rán fórst og voru tveir þeirra sem þar létu líf Pétur Sigurðsson. sitt skipverjar hjá Landhelgis- gæslunni. Þessu til viðbótar má svo benda á hið ótímabæra slys þegar 7 Þjóðverjar fórust með skipi sínu Kampen við suðurströnd landsins ekki alls fyrir löngu. Eru þá ótalin öll þau örkuml, sár og veikindi, sem menn hafa hlotið um borð í fiski- og farskipaflota okkar á þessu tímabili. Áföll sem leiddu til dauða eða örorku, en flokkast undir veikindi eða sjúkdóma eru ekki meðtalin, en þeir hefðu máski átt lífs- eða batavon hefðu þeir starfað hjá ríki eða bæ með fast land undir fótum. Sjómenn hafa öðrum fremur þagað í sambandi við launakjör og launamálaumræðu í þjóðfélaginu að undanförnu. Þeir hafa öðrum fremur skilið til hvaða ráða þurfi að grípa þegar þorskur hvarf af miðum, því fyrst og fremst bitnaði það á þeim sjálfum í minnkandi aflahlut. Á sama tíma geta þing- menn varið starfstíma Alþingis langtímum saman og haft að höfuðumræðuefni bílastyrk fólks, sem situr í upphituðu húsnæði allan sinn vinnutíma, vinnur lítinn hluta sólarhringsins með slysa- hættu í algeru lágmarki og í lang- flestum tilfellum utan vinnustað- ar. Á sama tíma vinna sjómenn allt upp í 18 tíma sólarhringsins við þær aðstæður sem m.a. valda dauðaslysum þess fjölda sem hér hefur verið drepið á. Skráning annarra stórslysa og varanlegrar örorku mun í lagi, en hinna minni slysa stórlega ábótavant og geta þau þó orðið afdrifarík á seinni árum, er afleiðingar þeirra koma í ljós. Það hefur farið í vöxt að und- anförnu að stéttir og starfsgreinar þjóðfélagsins benda á vinnuað- stöðu sína og reyna að nýta hana til kauphækkana fram yfir aðra og að sjálfsögðu getur þetta verið réttmætt. En ég spyr: Hvar á íslensk sjó- mannastétt að standa í launastig- anum í dag miðað við það sem hér hefur verið sagt? Ætli ekki þyrfti nokkra bílastyrki til, svo að jöfn- uði yrði náð við vinnustéttir í landi? Þeir alþingismenn sem hafa haft mest á orði stöðu kvenna undanfarin misseri hafa ekki minnst á stöðu sjómannskonunn- ar, sem félagslega býr oft við verra hlutskipti en þær konur, sem mest eru bornar fyrir brjósti í dag, en það er réttilega fjöldi einstæðra mæðra. Hlutskipti sjómannskon- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.