Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Qupperneq 21
Santa María. Flaggskip Kolumbusar. Karraggi oft talinn 100 lestir. Venjuleg áhöfn 40
manns, en með fylgdarliði Kólumbusar líklega 70 manns. Strandaði fyrir handvömm í
spegilsléttum sjó aðfangadagskvöld 1492 við norðurströnd Haiti. Mikið leitað að flak-
inu, en ekki fundist.
höfunum, af erlendum yfirdrottn-
urum, svo að þeir tóku ekki þátt í
því. En furðulegt er það, að mestu
siglingaþjóðir þess tíma föluðust
eftir þeim á skip sín fyrir leið-
sögumenn. Þeir virtust hafa vitað,
að þeir hefðu áður á sjó komið. Má
þar til nefna Jón Skúlason, sem oft
fór með Þjóðverjum vestur í hafs-
botna. Sömuleiðis annan Jón, sem
kallaður var Jón Grænlendingur.
Hann var uppi einum hundrað
árum síðar, en hann var oft leið-
sögumaður hjá Björgvinjarmönn-
um vestur á Grænlandshafnir.
Vilhjálmur Stefánsson fullyrðir
í tveim bókum sínum, að Colum-
bus hafi farið til íslands árið 1477
og hafi dvalið þar um veturinn til
þess að kynna sér þekkingu Is-
lendinga á siglingum vestur í
heimi. Talið er, að Henry Hudson
hafi komið við á íslandi og fengið
þar menn til leiðsagnar í hina
fyrstu ferð sína vestur í Vestur-
hafsbotninn. Ekki er að sjá, að
hann hafi vantreyst sjómennsku
þeirra eða þekkingu þeirra á þess-
ari siglingaleið.
Þeir sem efast,
ættu að sigla slóðina
Ef þið eruð af þeim hópi, sem
ekki getið trúað neinu um sjó-
mennsku forfeðra okkar, þá vil ég
ráða ykkur til þess að fara í sum-
arfrí norður eftir á Svalbarðaslóð-
irnar, þegar sól er á lofti dag og
nótt. Það er aðeins þokan, sem
getur truflað hina dýrðlegu veröld,
og hún er að vísu nokkuð tíð, en
lyftist þó upp með köflum. Það
þarf ekki að vera svo kostnaðar-
samt að skreppa þarna norðureft-
ir.
Leigið ykkur hundrað tonna
mótorbát, tveir ykkar þurfa að
bæta við menntun ykkar punga-
prófi, þá fá þeir réttindi til skips-
stjórnar á þessu skipi. Vélamenn
þurfið þið líka að hafa. Þyki ykkur
öruggara að hafa landkenningu af
Noregi, getið þið tekið Norður-
Noreg og haldið svo norður með
honum. Farið svo frá nyrstu ann-
nesjum þaðan til Bjarnareyjar. Á
þessu svæði getið þið svo kastað og
fengið ykkur í soðið, því að þarna
er góður togbotn. Gætið ykkar
samt að kasta ekki niður á 170
faðma dýpi VSV af Bjarnarey, því
að þar liggja nokkrar skipalestir í
botni, sem herskipin þýsku sökktu
þar, þegar þau leyndust í norsku
fjörðunum og lágu fyrir þeim, sem
ætluðu til N-Rússlands. Talið var
að þarna lægju þau, sem Admeral
Hipper sökkti. Þar lágu þau fyrir
skipalestunum ásamt honum
„Von Tirpetz“ og fleiri. Talið er að
„Skipalestin dauðadæmda“ liggi
þar líka, í henni voru 33 skip, auk
verndarskipanna, sem voru ekki
undir 15—20, þegar þau fóru af
stað út úr Hvalfirði 27. júní 1942.
Fyrst var byrjað að sökkva þeim,
því að þá varð auðveldara að ráð-
ast á hin, sem voru aðeins létt-
vopnuð, enda komust þau þá alla
leið, mjög fá.
Ég læt þessa styrjaldarsögu
nægja. Á Bjarnareyjarsvæðinu er
veðrátta dýrðleg og meðan sól er á
lofti dag og nótt, eins og ég hefi
þegar tekið fram. Ef þið viljið
halda áfram norður á bóginn, þá
eru ekki nema á annað hundrað
mílur norður til Svalbarða, frá
Bjarnarey. Ef þið eruð svo heppnir
að hitta á íslítið sumar getið þið
farið vestur með Grænlandi að
norðan, en ekki ætla ég að telja
ykkur á það, því að Kennidysund
og Smithsund eru ísabæli og þarf
góðan útbúnað til þess að leggja
skipum á þá leið, þótt óneitanlega
væri gaman að fara hana.
Að síðustu þetta: Hafið enga
minnimáttarkennd, íslendingar
geta allt, sem aðrar þjóðir gera á
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 21