Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Síða 29
(1842—1928) og konu hans Maríu
Magnúsdóttur (1843—1879).
Voru þau hjón bæði dýrfirsk að
ætt. Móður sína missti hann er
hann var aðeins 6 ára að aldri, og
fluttist þá til vandalausra um
tveggja ára skeið, en fór þá aftur til
föður síns og dvaldist með honum
fram á fermingaraldur. Móður-
laust barn átti ekki margra kosta
völ á þeim tímum, og bókvitið
þótti þá þunnur kostur eins og
kunnugt er. Væri kristninni komið
á, þótti uppeldinu að fullu lokið,
og úr því áttu unglingarnir að geta
bjargað sér í lífsins ólgu sjó.
Eins og margir aðrir unglingar
hélt Guðbjartur að heiman eftir
ferminguna tií þess sjálfur að sjá
fyrir sér á þann hátt, sem bezt
mætti verða, til þess sjálfur að
skapa sér lífsstarf og framtíð, og
synda eða sökkva, eftir því hvaða
töggur væri í honum. Og vega-
nestið var: óskir fátæks föður um
farsæld, minning móðurinnar,
sem hann naut of skamma stund
og bænirnar, sem hún hafði kennt
honum og hann enn hafði ekki
gleymt.
Hann dvaldist næstu tvö árin á
hinu ágætasta heimili hjá séra
Þórði Ólafssyni, sem þá bjó á
Gerðhömrum og síðar á Söndum,
og hans ágætis konu. Rómar hann
enn alla ástúð þeirra og taldi sig
Magnús Guðmundur Guðbjartsson, f. 17. marz 1899 að Gemlufalli í Dýraf. Faðir: G.
Björnsson (f. 19. des. 1842 að Hrauni í Keldudal, Dýraf., d. 31. okt. 1928) bóndi á Læk og
síðar Höfða í Dýraf., sonur B. Ásbjörnssonar, bónda í Botni síðar Felli í Dýraf. og
Guðrúnar Björnsdóttur. Móðir: Sigríður Magnúsdóttir (f. 28. jan. 1862 að Kjarans-
stöðum í Dýraf., d. 27. okt. 1900), dóttir M. Sigurðssonar, bónda að Gemlufalli í Dýraf.
og Guðrúnar Jónsdöttur. Vsk.-próf 1922. Vélstj. á togurum 1922—29. Vélstj. á varð-
skipunum Óðni (1) og Þór (II) til 1933 og síðan á skipum Skipaútg. ríkisins til 1941.
Starfrækti hraðfrystihúsið Fisk & ís í Vestm.eyjuni 1941—48. Stjórnandi Olíuhreins-
unarstöðvarinnar h.f. til 1958, en liefur síðan rekið Smurstöðina Sætún 4 í Rvík. — K. 1)
24. okt. 1925 Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir, f. 28. okt. 1903, d. 1. apríl 1927, dóttir S.
Jónssonar, verkam. og Önnu Ásmundsdóttur. Barn: Kristberg, f. 20. marz 1927, vélstj.,
kv. Rögnu Ágústsdóttur. — K. 2)3. okt. 1931 Sveinsína Jónsdóttir, f. 12. marz 1900, d. 21.
sept. 1932, dóttir J. Jónssonar, verkam. og Sólborgar Sigurðardóttur. Barn: Magnea, f.
21. sept. 1932, g. Guðna Ólafssyni, vélstj. — K. 3) 8. apríl 1939 Sigríður Benónýsdóttir, f.
12. nóv. 1915, dóttir B. Stefánssonar, stýrim. og Guðmundu Guðmundsdóttur. Börn:
1) Elísabet, f. 30. ágúst 1940, húsmæðrakennari, g. Eysteini Sigurðssyni, cand. mag. 2)
Gylfi Þór, f. 20. des. 1942, viðskiptafr. (80). Magnús lést árið 1976.
hafa haft mikið gott af vistinni
þar. Þessi ár fékk hann nokkra til-
sögn í almennum fræðum á þeirra
tíma vísu. Hann dvaldist síðan á
ýmsum heimilum við Dýrafjörð,
unz hann kvæntist 14. október
1893 heitmey sinni, Halldóru Sig-
mundsdóttur frá Hrauni í Dýra-
firði, en á því heimili hafði hann
þá dvalið um nokkur ár.
Á Framnesi við Dýrafjörð
starfræktu Norðmenn hvalveiðar
Tveir í fullu uniformi, þá á varðskipinu
ÞÓR II. Magnús Guðbjartsson og
bróðursonur hans Sigmundur Guðbjarts-
son. Myndin var tekin árið 1930.
fyrir síðustu aldamót og nokkuð
fram á 1. tug aldarinnar. Vann
Guðbjartur þar um allmörg ár og
kynntist þar fyrst meðferð og
hirðingu véla, og naut þar mikillar
tilsagnar hins norska vélfræðings
Hinriksens, sem hafði þar verk-
smiðjustjórn á hendi um mörg ár.
Telur Guðbjartur sig eiga þeim
manni mest að þakka þá fræðslu
alla, er hann fékk í meðferð véla,
bæði á sjó og landi. Að loknu
verklegu námi við verksmiðjuna á
sumrum og viðgerð hvalabátanna
á vetrum, var Guðbjartur sendur
til veiðiferða á hvalabát sem
kyndari, til þess þar að læra með-
ferð eimvéla á hafi úti og stundaði
það í tvö sumur. En þá var honum
falin vélgæzla sem 2. vélstjóri, er
hann stundaði til ársins 1906. Um
þessar mundir hófst hér togaraút-
gerð og var Guðbjartur þá ráðinn
sem 2. vélstjóri á togaranum
„Coot“ er gerður var út frá Hafn-
arfirði. Ólafur sál. Jónsson var þá
1. vélstjóri á skipinu. Þegar togar-
inn Jón forseti kom til landsins
1907, var Guðbjartur ráðinn á
hann sem 1. vélstjóri. Hann var því
fyrsti íslenzki vélstjórinn, sem
ráðinn var á fyrsta togarann, sem
smíðaður var fyrir íslenzka eig-
endur. Frá þeim tíma starfaði
hann óslitið sem yfirvélstjóri á
fiskiskipum, flutningaskipum og
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 29