Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Qupperneq 31

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Qupperneq 31
Þeir voru glæsilegir gömlu togararnir. Þarna er hann á siglingu árið 1912. en Guðbjartur Guðbjartsson var þar m.a. vélstjóri. varðskipum til ársins 1942 eða um 35 ára bil, þar af um 20 ár sem yfirvélstjóri á varðskipum. Á eng- inn vélstjóri íslenzkur jafn langan starfstíma að baki sér á öldum hafsins. Með ungu fólki Þróunin í véltækni á íslenzkum skipum hafði orðið mjög mikil á þessu tímabili frá því að Guð- bjartur yfirgaf litlu norsku hval- veiðibátana og þar til hann steig í síðasta skipti af skipsfjöl frá varð- skipi því, er hann starfaði á. Að mæta þeim vanda, sem fylgdi hverri nýjung, hlaut að kosta þann mann mikla árvekni og þraut- seigju, sem farið hafði á mis við hin nauðsynlegu bóklegu fræði, ef ekki átti að koma að sök. Og það kom aldrei að sök allan starfsaldur Guðbjartar. Eftir því sem árin liðu komu til hans undirmenn með mikla bóklega og verklega þekk- ingu, og þó var það jafnan margt, sem hann gat frætt þá um, er hann hafði lært í skóla lífsins. Mann- kostir hans, reglusemi, samvizku- semi og hæfileikar til að stjórna og segja fyrir verkum, voru yfir- burðir, sem jafnan voru þungir á vogarskálunum, svo að árekstrar á milli gamla og nýja tímans voru óþekkt fyrirbrigði þar sem hann stjórnaði. Guðbjartur hefur verið með- limur Vélstjórafélags íslands frá upphafi. Ég átti þess kost að vera þar með honum í rúman áratug. Á þeim árum var baráttan hörðust fyrir aukinni menntun stéttarinnar og Guðbjartur var þar sem ann- arsstaðar hinn styrkasti félagi. Síðan 1942 hefur hann verið þar heiðursfélagi einn af þremur, sem hlotið hafa þann heiður, og er hann vel að honum kominn. Um það leyti er hann lét af störfum, var hann sæmdur ridd- arakrossi Fálkaorðunnar fyrir langa og dyggilega þjónustu. Hann hefur einnig unnið maklega fyrir þeirri viðurkenningu. Þegar saga vélstjórastéttarinnar verður skráð, þá verður nafni Guðbjarts ekki gleymt, því í starf sitt lagði hann alla sína sál, allt sitt þrek, allar sínar stundir í nærri 4 tugi ára, og leysti það af hendi með slíkri prýði, sem öðrum er jafnan til eftirbreytni. Árið 1939 missti Guðbjartur konu sína eftir langa og ástríka sambúð. Höfðu þau eignast 12 börn. Eru 7 þeirra á lífi og þrír af sonunum hafa fetað í fótspor föð- urins og gerst vélstjórar. Hér látum við staðar numið í grein Gísla Jónssonar. Þar er skil- merkilega skrifað, enda greinar- höfundur ritfær vel. Margt kemur fram, m.a. það, að þrír af sonum Guðbjarts gjörðust vélstjórar, og það gjörðu fleiri niðjar Guðbjarts bónda á Læk í Dýrafirði, og var þar raunar tilefni þessara skrifa. Vélstjórarnir frá Dýrafirði Þegar upp skal telja þessa vél- stjóraætt, verður fyrstur fyrir Magnús (Guðmundur) Guðbjarts- son (1899—1976), hálfbróðir Guðbjarts, en móðir Magnúsar var Sigríður Magnúsdóttir (1862—1900) frá Kjaransstöðum á Mýrum. Magnús var merkur framkvæmdamaður (sjá mynda- texta). Einn sona Magnúsar varð vél- stjóri: Kristberg Magnússon f. 1927, er lengi var vélstjóri hjá Jöklum og nú vélaeftirlitsmaður hjá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna. Mágur Kristbergs, er Guðni Ólafsson, sem lengi var vélstjóri hjá Jöklum. Sem fram kemur hér að framan, urðu þrír sona Guðbjarts Guð- bjartssonar, vélstjórar, þeir eru: Páll Guðbjartsson f. 1904. Lengi verkstjóri í Landssmiðjunni. Var 20 ár vélstjóri á togurum og línu- veiðurum, 40 ár í Landssmiðjunni. Sigmundur Guðbjartsson f. 1908. Vélstjóri á Hermóði eldra 1930—1931, síðan E/S Heklu og komst af er skipinu var sökkt árið 1941. Varð síðan vélstjóri um tveggja ára skeið á drb. Magna, síðan á dýpkunarskipinu Gretti, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Guðni (Jón) Guðbjartsson f. 1916. Var vélstjóri á Súðinni, línuv. Sæborgu frá Hrísey, Esju (II.) og varðskipinu Ægi (I). Vél- stjóri á Ljósafossi og síðan stöðv- arstjóri hjá Landsvirkjun. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.