Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Side 32
„Eins og ein fjölskylda", er stunduin sagt, þegar vel er unnið saman. En það eru líkiega
ekki niargar fjölskyldur er gætu mannað vélarrúm á stórskipi.
Ásgeir Guðnason, vélstjóri, son-
ur Guðna, f. 1947. Vann hjá Bur-
meister og Wein í Kbh. síðar vél-
stjóri á hvalbátum og fiskibátum.
Nú vélaeftirlitsmaður í Hafnar-
firði. Kenndi vélfræði um tíma.
Næst nefnum við hér:
Hilmar Friðriksson, (1911—
1973). Foreldrar hans voru F.
Klausen og Bjargey Sigríður Sig-
urðardóttir, en Sigríður amma
Hilmars var systir Guðbjartar
Guðbjartssonar og móðir Guðjóns
Sigurðssonar, vélstjóra og þeirra
bræðra, er getið verður síðar.
Hilmar lauk vélskólaprófi árið
1934, en vann einkum við fram-
kvæmdir, m.a. hjá Þorgeiri og Ell-
ert á Akranesi og hjá Höjgaard og
Schultz við Sogsvirkjun. Gerðist
síðan verkstjóri í Héðni, en vann
seinustu árin hjá Álverinu í
Straumsvík.
Sonur hans:
Sigurður H. Hilmarsson f. 1944.
Lauk vélskólaprófi og prófi í raf-
magnstæknifræði í Ulmeá. Vél-
stjóri á vitaskipinu Árvakur
1965—1968. Vélfræðikennari á
Hvanneyri 1968—1969. Kennari
við Vélskólann í Reykjavík frá
1972.
Guðjón (Marias) Sigurðsson
(1893—1959). Systursonur Guð-
bjarts Guðbjartssonar. Vélsk.
1921. Vélstjóri á Nóru 1921—22,
síðan á Svölu. Næsta sumar vél-
stjóri á varðskipinu Þór (I), síðan
aftur á Nóru. Vélstjóri á Hermóði
(I) og(II) 1924—1958.
Guðjón fórst með Hermóði, en
hann gegndi þar þá störfum vegna
forfalla.
Jón Sigurðsson. Bróðir
Guðjóns. Vélstjóri hjá Bergenska
gufuskipafélaginu í fjölda ára.
Meðal annars vélstjóri á stórum
tankskipum. Fékk ársleyfi til þess
að sigla með Nóru, en hélt síðan
utan aftur. Lést árið 1976.
Guðbjartur Sigiirðsson. Bróðir
Guðjóns. Var vélstjóri í Noregi í
32 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
síldar- og fiskimjölsverksmiðju í
Haugasundi í Noregi.
Jóhannes (Haraldur) Jónsson f.
1923. (Bróðursonur Guðjóns Sig-
urðssonar, vélstjóra á Hermóði).
Vélstjóri á Akraborg 1962—67,
síðan á Goðanum til 1971, en varð
þá vélstjóri á Kyndli, eða frá 1972.
Ingibjörg systir hans er gift Jóni
Vilhjálmssyni, vélstjóra, Skipa-
deild Sambandsins. Og einnig er
þess að geta, að einn sonarsonur
Guðjóns Sigurðssonar er nú í Vél-
skólanum og lauk öðru stigi 1983.
Hann heitir Guðmundur Gils
Guðmundsson.
Sigurður Jónsson (1904—1963).
Frændi og sveitungi Guðbjartar.
Var í kosti hjá frænda sínum, er
hann stundaði vélskólanám. Sig-
urður varð síðar vélstjóri á línu-
veiðurum og síðar forstjóri Vél-
smiðju Patreksfjarðar. Lærði
smíðar hjá Guðmundi á Þingeyri.
Sigurður Ólafsson. Guðbjartur
var langafi hans. Sigurður er vél-
stjóri við Landsvirkjun, og yngstur
vélstjóra í þessum frændgarði.
Þótt þessi fróðleikur sé ekki
tæmandi, sýnir hann okkur þó að
vélfræði er ættgeng, ef svo má
orða það. Þó væri ef til vill réttara
að segja, að þetta séu vestfirskar
sjómannsættir. Og nú fara á fjöl-
um miklir aflamenn t.d. á Vest-
fjörðum af sama stofni. Frægðar-
menn og traustir sjómenn.
Nöfn verða ekki fleiri nefnd
hér, en ef til vill hefur þessi lesning
verið einhverjum til fróðleiks.
JG tók saman