Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Qupperneq 41

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Qupperneq 41
lendingar byrjaðir að smíða nýja gerð skerjavita úr stálgrind. Þá gat sjórinn flætt gegnum grindina, (svipað og á olíuborpöllum). Þessir vitar voru auðvitað frum- stæðir, en þar kom, að ákveðið var að ráðast í vitabyggingu úr stál- grind á Minotskletti. Verkfræðingar hersins undir stjórn kafteins Smith voru fengnir til verksins og fyrirmyndin var „enskættaður“ stálviti, sem Smith hafði reist við innsiglinguna í Black Rock höfn árið 1847. Þessi viti hafði staðið af sér nokkur ill- viðri í fjögur ár, þegar ákveðið var að reisa vita á Minots skeri. Nýi vitinn átti að vera stál- grindarviti, 18 metra hár yfir sjó, eða 60 fet. Þar á ofan átti að koma þriggja metra timburhús fyrir vitaverði, og ljóskerið. Þetta nýja mannvirki var um það bil helmingi hærra en fyrir- myndin frá innsiglingarvitanum. Og þótt auðvelt væri að gera þetta á pappírunum, eins og stundum er sagt, var það örðugt verk að reisa mannvirki þetta á hinu skreipa skeri. Barton hershöfðingi, sem reisti núverandi vita, seni nú hefur vcrið friðlýstur (sjá stóru myndina með fyrirsögn greinarinn- ar). Fyrst varð að bora fyrir stálsúl- unum, sem voru 9 talsins. Sæta varð sjávarföllum við verkið og aðeins var unnt að vinna í hægviðri. Vinnudagarnir urðu þannig aðeins 25 fyrsta árið. Og tvisvar sinnum skolaði brimið borvél, sem þó var hlekkjuð með stálkeðjum í hafið og oft skolaði verkamönnum af skerinu, þótt dauðaslys yrðu nú sem betur fer ekki af því. En í ársbyrjun 1849 var stál- grindin komin á sinn stað og vitinn var fullgerður. 1. janúar 1850 var kveikt á franska vitaljósinu, sem magnaði ljós með 15 silfurdiskum, en olíuljós var í vitanum. Stöðugt fremur en blikkandi, var þetta skærasta ljósið á austur- strönd Bandaríkjanna. En þótt Ijósið væri gott, skyggði það nokkuð á gleði manna, að skömmu áður hafði írska skipið SAINT JOHN strandað á skerinu og 143 fórust. Mest innflytjendur til Bandaríkjanna. Menn deildu um það, hvort vit- inn hefði getað afstýrt þessu sjó- slysi — og einnig um hitt, hvort hann væri nægjanlega traustur til þess að þola vetrarbrimið og ill- viðrin, sem þarna geisuðu á viss- um árstímum. Og það segir kannski sína sögu, að í október 1850, sagði yfirvita- vörðurinn á Minotsvita stöðu sinni lausri, því hann vildi ekki hætta lífi sínu í þessum stálturni, sem lék á reiðiskjálfi, þegar óveður geis- uðu. Nýr var ráðinn í hans stað, enda taldi hönnuður vitans þetta vera sjúklega lífshræðslu, fremur en að eitthvað væri að vitanum og styrkleika hans. Veturinn leið og Benett yfir- vitavörður og aðstoðarmenn hans tveir, fengu að kynnast því, að mikið gat reynt á vitann á Minotskletti. Vitinn skalf og titr- aði í átökum við brim og storm. 16. mars 1851 gjörði mikinn storm, sem stóð í nokkra daga. Þá urðu skemmdir á burðargrind vit- ans og bát vitavarðanna, sem varðveittur var í davíðum ofarlega á vitanum (sjá mynd). 11. apríl sama árið sendi vitavörðurinn merki eftir báti til lands. Óskaði hann eftir að verða sóttur, svo hann gæti farið til Boston til þess að fá nýjan vitabát. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 41 Glettingur hf. Þorlákshöfn Fiskverkun — Útgerð Símar 99-3757 — 3957
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.