Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 43

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 43
Vinnuflokkur Bandarísku strandgæslunnar við störf á skerinu, en invndin er tekin, þegar framkvæmdir voru að hefjast við steinvitann á Minot’s Ledge. Aðstoðarmennirnir tveir, Antonie og Wilson áttu að sjá um vitann á meðan. Benett vitavörður hélt til Boston, til þess að ræða við yfir- völd og til að fá nýjan bát fyrir vitann, en 16. apríl brast á NA- stormur, eitt versta veður sem gert hafði á þessum slóðum í heila öld, að því er talið er. I Boston óttuðust menn um mennina tvo, er gættu vitans á Minotskletti, en vegna veðurs var óhugsandi að veita þeim nokkra aðstoð, eða að sækja þá út í vitann. Mönnum varð þó tíðlitið til hafs og a.m.k. til klukkan 22:00 um kvöldið, þóttust menn greina ljós- ið í vitanum, en skömmu eftir miðnætti hvarf það fyrir fullt og allt. í dögun 17. apríl, kom Benett vitavörður heim til sín í Cohasset, og hafði hann þungar áhyggjur af mönnunum tveim, er voru úti í vitanum. í birtingu gekk hann til strandar og sá sér til mikillar skelfingar að vitinn var horfinn og hafði braki úr honum skolað til strandar. Og nokkru síðar fundust lík vitavarðanna tveggja rekin á fjörur. Það þarf ekki að fjölyrða um viðbrögð manna, og er þetta slys enn talið það versta í bandarískri vitasögu. Nýr viti reistur Það næsta sem skeði, var að þingið kaus nýja vitanefnd, sem skipuð var verkfræðingum hers- ins, sjóliðsforingjum og óbreyttum borgurum. Nefndin heyrði undir fjármálaráðuneytið, er héreftir átti að annast vitasmíði, rekstur vita og viðgerðir á þeim. Eitt af fyrstu verkum nefndar- innar var það að kanna hvort hugsanlegt væri að endurreisa vit- ann á Minots. Einn nefndar- manna, Trotten hershöfðingi og fyrrum yfirverkfræðingur Banda- ríkjanna, lagði fram tillögur um Vinnuteikning af Minots vitanum. Vitinn rís 38 metra uppyfir skerið. Eins og sjá má er hann heill neðst, hlaðinn úr grjóti en hringlaga svelgur er í miðjunni. Síðan taka við vistarverur og Ijósið er efst. Aður bjuggu vitaverðir þarna, en núna er vitinn raflýstur og notar rafhlöður, sem orku- gjafa. f’ '' : ir ' hringlaga (keilulaga) vita úr steini, er vera átti 10 metrar í þvermál, neðst en tæpir 7 metrar efst. Þessi tillaga hlaut samþykki, og rækilegur undirbúningur hófst að vitasmíðinni. Gert var nákvæmt líkan af vitanum og tók undir- búningurinn tvö ár. Rannsóknir voru gerðar á vita- stæðinu, og niðurstaðan varð sú að unnt væri að byggja þennan trausta vita á sama stað og stálvit- inn hafði staðið. Og í júní árið 1855 hófust framkvæmdir (sjá mynd). Byrja varð á því að fjar- lægja leyfar af undirstöðu fyrri vitans. Síðan hófst vitasmíðin, en vitinn var hlaðinn úr sérlöguðum granítsteinum, sem höggnir voru í landi. 3.514 tonn af graníti fóru í vit- ann, 1079 steinar, sem tilhöggnir í rétt form vógu 2.367 tonn. Vitasmíðin var ekki auðveld, fremur en í fyrra skiptið. Þannig urðu vinnustundir á skerinu fyrsta árið aðeins 130 klukkustundir. Og þegar menn voru í skerinu, hringsóluðu björg- unarbátar hjá og hirtu þá menn upp, sem sjórinn skolaði í hafið. Reyndust bátar þessir svo vel, að þeir voru notaðir víðar til hlið- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.