Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Page 47

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Page 47
FLOSI ÍS 20. Hinn fullmótaði, súðbyrti dekkbátur. Það verður að teljast með ólíkindum, hversu harðsæknir Bolvíkingar voru á þessari gerð báta, sem voru arftakar áraskipanna. Ölver Flosi og Straumur Hlíðin milli Bolungarvíkur og Skálavíkur er kölluð Stigahlíð. Á „.bökkunum inn af Hvassaleiti á Stigahlíð er hóll einn lítill, nefndur Ölver eða Ölvishaugur, eftir for- manni eða höfðingja sem þar á að vera heygður. Skip hans á og að vera grafið í barð þar skammt frá. Einhvern tíma átti að hafa verið gerð tilraun til að grafa í hólinn en fljótlega hætt við það, þar eð svo virtist sem hlíðin öll myndi hrynja yfir þá sem að greftrinum unnu, svo að þeir urðu hræddir og hættu hið bráðasta. Sögnin segir, að þeir væru þrír bræður, eða fóstbræður, Ölver, Flosi og Straumur, sem ávallt fylgdust að í víkingaferðum. Lögðu þeir svo fyrir að þeir skyldu heygðir hver á sínum stað, en þó svo, að þeir gætu séð hver til annars. Skyldu þeir svo vera holl- vættir þess svæðis, sem á milli þeirra væri. Straumur er heygður á Straumnesi, norðan ísafjarðar- djúps andspænis Ölvi. En haugur Flosa er inni í Langadalsstrandar- fjöllum, upp af Hamri. Frá honum sést einnig til Ölvis. Er þá ísa- fjarðardjúp allt verndarsvæði þeirra. Þannig er þjóðsagan. Mótorbáturinn Ölver, einhver mesta happafleyta, sem verið hefur í Bolungarvík. ef sjóferðir voru margar. Á seinni árum var farið að ánafna henni vissan önglafjölda eða jafnvel lóð og átti hún þá það er á það kom. Fiskurinn var markaður svo hægt væri að halda honum sér. Fanggæslur munu yfirleitt hafa verið vel látnar af sinni skipshöfn og ekki er vitað að þær hafi átt við sambúðarvandamál að stríða. Fanggæslan bjó að öllu leyti í ver- búðinni meðan á vertíð stóð, hún svaf því á sama lofti og vermenn- irnir. Verbúðarloftin voru oftar út í eitt þar var sofið og matreitt og haldið til eftir því sem aðstæður leyfðu. í landlegum munu ungu mennirnir hafa sótt í þær búðir er ungar fanggæslur voru, þar var því oft glatt á hjalla. Allt frá fyrstu tíð hefur landtaka verið slæm í Bolungarvík, það hefur því þurft fulla aðgæslu og áræði hafi skip ætlað að taka land. Einverju sinni á árabátaöldinni höfðu allir róið úr Bolungarvík í góðu veðri. Er leið á daginn tók að hvessa og brima. Er fyrsti báturinn kom upp undir sína vör sjá þeir er á bátnum eru að skinnklæddur maður stendur frammi í flæðarmáli og annar við spilið á kambinum. Formaðurinn sér sér út lag og svo er tekinn róðurinn í land. Er skipið kennir grunns húkkar sá skinn- klæddi í lykkju á skipinu er til þess var ætluð. Sá er við spilið stóð hleypur að vindúnni og byrjar að hífa. Þessi handtök í brimlendingu skiptu oftast sköpum um hvernig fór með menn og skip við þessar aðstæður. Á meðan á hífingunni stóðu sáu menn að þarna var komin fanggæslan ásamt 12 ára syni er var með henni í verbúð- inni. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 47

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.