Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Page 55

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Page 55
Lagt af stað frá New York Ekki fór miklum sögum af veru skipsins í New York, þótt öldur tilfinninga færu um brjóstið á hinum unga Shotton. Þó gerðist það, að meðan skipið hafði þar viðdvöl, veiktist II. stýrimaður TRAFALGAR hastarlega, en sem kunnugt er, þá sjá örlaganornirn- ar, að því er virðist, sumum mönnum fyrir atvikum, til að hliðra þeim hjá reynslu. II. stýrimaður var fluttur í land og annar maður var ráðinn í hans stað; sá eini sem völ var á, því um þetta leyti var svo komið, að jafn- vel prúðustu seglskip var örðugt að manna. Og síðan var látið úr höfn. Nýi stýrimaðurinn reyndist illa, og í raun og veru var hann alversta manngerð, sem unnt er að fá á skip. Hreinasti níðingur, sem naut þess greinilega að kvelja og leggja hendur á undirmenn sína. Og á leiðinni lá við að hann yrði einum hásetanum að bana. Það kann á vorum dögum að þykja undarlegt, að stýrimaðurinn gæti hegðað sér þannig. En þetta voru aðrir tímar. Dagar harðræðis og hins stranga aga. Þó gekk stýrimaður þarna of langt og skipshöfnin gerði honum það ljóst, að fyrr myndu þeir fleygja honum fyrir borð, en una skipsstjórnaraðferðum hans. Og svo fór að lokum, áður en skipið náði til Jövu, að II. stýrimaður harðneitaði að fara upp á þilfar, af ótta við að honum yrði fleygt fyrir borð. Þar fór hann síðan í land og lét ekki sjá sig framar. Nýr stýrimaður var ráðinn í hans stað, Kirkwood að nafni og ró færðist yfir hið daglega líf um borð í TRAFALGAR. Hitasótt um borð En viðdvölin á Jövu átti eftir að reynast mönnum eftirminnileg. Skyndilega gaus upp einhver pest Lloyd’s heiðursmerkið eftirsofta, sem William Shotton var sæmdur 7. febrúar 1894 og þykir í dag ein mesta viðurkenning sem unnt er að veita sjómanni. um borð í skipinu og margir fengu háan hita. Var þá mönnum bann- að að fara í land, en það varð auðvitað tilefni illdeilna um borð og olli leiðindum. Þrír skipverjar struku þá af skipinu. -i' t . Skipstjóri á TRAFALGAR tók einnig sóttina, og lá fársjúkur og sveittur í klefa sínum. Hann var af gamla skólanum, og hann aftók með öllu að fá lækni frá landi sér til hjálpar. Skipstjórinn átti litla svarta bók, sem í voru haldgóð læknisráð við öllum þeim sjúkdómum, er mannkynið hrjáði. Hann hafði notað þessa lækningabók lengi og ekki efaðist hann um gagnsemi hennar, né vísindi. Skipstjóri las úr bókinni sjúkdómseinkennin og fann síðan „viðeigandi“ meðöl í lyfjakassa skipsins. Orð skipstjór- ans voru lög um borð í TRA- FALGAR, sem geta má nærri, en þegar fyrsti stýrimaður kom að skipstjóra við vinnu í hitasvækj- unni, og þá með óráði, ákvað hann loks að hafa fyrirmæli hans að engu og hann lét róa sér til lands eftir lækni. Og það stóð á endum, að þegar stýrimaðurinn kom um borð með lækninn, var skipstjór- inn látinn í klefa sínum. Lá nú næst fyrir að finna nýjan skipstjóra á Java, og það varð úr að skipstjóri að nafni Richard var ráðinn. Hann var góðmenni, og hann gaf skipshöfninni land- gönguleyfi á ný, sem hann hefði nú betur látið ógert. Þeir höfðu auðvitað flestir tekið veikina og enduðu landvist- ina á sjúkrahúsi, þar á meðal Bill Shutton. En gæfan virtist vera með þeim, því einn daginn höfðu þeir náð heilsu og 29. október árið 1893 lagði TRAFALGAR úr höfn á Jövu og sveif þöndum seglum í áttina til Melborne í Ástralíu, sem var næsti viðkomustaður skipsins. Þó allt horfði vel í fyrstu og svo virtist, sem skipshöfnin hefði náð bata á Jövu, reyndist það á hinn bóginn á misskilningi byggt. Þeir voru enn sjúkir og brátt stakk hitasóttin sér niður á nýjan leik og nú við allt aðrar og verri aðstæður. Meðan skipið þokaðist gegnum hitamollu og raka, sem þarna er á þessum árstíma, byrjuðu veikind- in að herja, og byrinn tók af. Richard skipstjóri tók það til bragðs að gefa skipshöfn sinni kínin, sem er meðal við malaríu. Sumir, harðsoðnir, neituðu þó að taka meðöl með öllu, en tíu dög- um síðar lést fyrsti maðurinn um borð og var líkinu varpað fyrir borð með viðhöfn, þótt ekki gætu allir verið við þessa dapurlegu út- för, því fjöldi skipverja lá með óráði í koju. Kíninið reyndist ekki vinna bug á þessari sótt og þar að kom, að veikin breiddist út um allt skipið. Skipstjórinn veiktist og stýrimað- urinn tók við starfi hans. Og brátt lagðist Kirkwood stýrimaður, timburmaðurinn og margir aðrir, er máli skiptu fyrir stjórn skipsins. Og að lokum fór það svo, að Shotton var einn uppistandandi af yfirmönnum skipsins, og hafði hann þó tekið veikina og verið lagður á spítala. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 55

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.