Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Page 57
Hann fór þó ekki varhluta af
veikinni um borð, en hann reyndi
að harka af sér og standa á löpp-
unum, þótt sjúkur væri. Hefur
líklega æska hans og hreysti,
reynst honum betur en annað.
Hann tók nú við skipstjórninni,
— ásamt dauðanum, væri víst
réttara að segja.
Næst lést timburmaðurinn, eða
15. nóvember. Skipstjórinn skildi
svo við þennan heim, fáeinum
klukkustundum síðar, en á meðan
börðust Kirkwood stýrimaður og
margir aðrir við dauðann.
Ekki bætti það úr skák, að skip-
verjar fylltust nú skelfingu, og
töluðu um að bölvun fylgdi þessu
skipi. Þeir neituðu að hlýðnast
skipunum og kröfðust þess að siglt
væri til næstu hafnar, svo þeir
gætu yfirgefið þessa fljótandi lík-
kistu bölvunarinnar.
Bill Shotton var því töluverður
vandi á höndum. Hann stýrði nú
stóru skipi, var ábyrgur fyrir stjórn
þess, þótt hann væri aðeins nýlega
orðinn 18 ára. Þar ofan í kaupin
var hann veikur og mátti hafa sig
allan við að halda hugsun sinni
skýrri.
Honum var það ljóst, að nú reið
á að taka rétta ákvörðun. Og það
var ekkert hik í rödd hans, þegar
hann tilkynnti skipshöfninni, með
þrumuraust:
— Þetta skip er á leiðinni til
Melbourne, og þangað sigli ég því,
án viðkomu í öðrum höfnum!
Það var dauðaþögn og hann
heyrði orð sín bergmála um skip-
ið, sjálfum honum til nokkurrar
undrunar. Og honum varð það
einnig ljóst, að hann mátti hvergi
kvika frá settu marki, ef hann átti
að ná tökum á þessari veiku og
ringluðu skipshöfn.
Það er ekki auðvelt að vita hvað
í rauninni gerðist um borð í
TRAFALGAR á þessari stundu,
það er að segja innra með
mönnum. En einhverra hluta
vegna kusu mennirnir að hlýða
hinum unga skipstjóra, sem þrátt
fyrir æsku sína, var auðvitað eini
maðurinn, sem kunni siglinga-
fræði. Þó runnu á þá tvær grímur,
þegar Kirkwood andaðist nokkr-
um dögum síðar, og þá seinasti
réttindamaðurinn um borð. Og til
ólgu kom nú í fyrsta sinn, síðan
Shotton tók við stjórninni.
Um tíma ríkti að heita má algjör
ringulreið um borð. Skipshöfnin
fór ekki að fyrirmælum. Þeir
hættu að halda við búnaði skipsins
og brutust inn í forðageymsluna.
Og þeir hættu að þrífa skip og
vistarverur. Þeir gengu meira að
segja svo langt, að þeir flýttu
klukkunni, til þess að stytta vaktir
sínar, en varðstaðan var víst það
eina, sem aldrei fór verulega úr
skorðum, ef þannig má orða það.
En Shotton var ekki á því að láta
menn buga sig eða til þess búinn
að taka létt á yfirsjónum manna
sinna. Með aðstoð brytans og
seglameistarans, sem voru honum
hliðhollir, tók hann saman lista
yfir þá er stolið höfðu mat, og
hann tilkynnti að þennan lista
myndi hann afhenda lögregluyfir-
völdum Ástralíu, þegar skipið
kæmi til hafnar. Hann tók sjóúrið,
sem skipverjar höfðu verið að
fikta við og kom því fyrir í klefa I.
stýrimanns og þar hafði hann log-
andi kerti, svo unnt væri að lesa á
það. Þar fékk það að vera í friði,
enda spannst fljótlega sú saga um
skipið, að stýrimaðurinn hefði
gengið aftur, og hefði sést sitjandi
við skrifborð sitt.
Skipverjar gátu séð hvað tím-
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 57