Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Side 59
anum leið, með því að gægjast inn
um kýraugað á klefa stýrimanns,
og þannig fylgst með tímanum, en
inn í klefann þorðu þeir ekki fyrir
nokkurn mun.
Stormur í hafi
Smám saman þokaðist TRA-
FALGAR áfram á norðlægri
stefnu, djúpt norður með strönd
Ástralíu. Það tók að kólna í veðri
og hitinn varð mönnum ekki
lengur óbærilegur. Og brátt sást
eyðileg vesturströnd Ástralíu í
fjarska, skipshöfninni til mikillar
gleði. Þó gladdist skipstjórinn ungi
ef til vill mest, og hann snéri skipi
sínu til austlægrar stefnu, því nú
vissi hann að aðeins 1500 sjómílur
voru til Melbourne. Og sem meira
var um vert, hin hræðilega hitasótt
virtist um garð gengin.
Á þessum slóðum er allra veðra
von, jafnvel á þessum árstíma.
Stormur skall á. Shotton vissi,
sem var, að skipshöfn hans var
vanbúin að mæta vondu veðri.
Andinn, eða andi hinnar sam-
stilltu skipshafnar, var ekki um
borð í þessari skútu, svo mikið
vissi hann. Og hann greip til þess
ráðs að fækka seglum sem mest.
Að fækka seglum var ef til vill
rétta orðið, því sum seglin hreif
vindurinn með sér, áður en skips-
höfninni tókst að taka þau saman,
og með æði óvenjulegri seglasíu
byltist TRAFALGAR gegnum
storm og stóran sjó. — En sem
mestu máli skipti, skipinu miðaði
áfram, og þegar það fór að nálgast
höfn, og skipshöfnin hafði gjört
sér grein fyrir því, að skipið var
undir styrkri stjórn, þá breyttist
andinn um borð. Skipverjar fóru
að vinna. Vinna eins og sjómönn-
um sæmdi. Iðjusemi kom nú í stað
leti og trassaskapar og allt lék nú í
lyndi. Shotton greindi þessa
breytingu, sem orðið hafði á
mönnum hans og honum létti.
Það var 16. desember, eða rúm-
um sex vikum eftir að TRA-
FALGAR lagði upp frá Jövu, að
Bill Shotton sá móta fyrir höfninni
í Melbourne framundan, og þar
með vissi hann, að mesti vandinn
við þessa hræðilegu ferð hlaut að
vera afstaðinn. En var það svo?
Nei, því miður. Örðugleikarnir
voru ekki að baki, þótt svo
skammt væri til hafnar. Honum
tókst ekki með neinu móti að finna
nothæft sjókort af leiðinni inn til
Melbourne. Og sem verra var.
leiðsögubók skipsins var meira en
aldarfjórðungs gömul og þar stóð
ekkert um ljósin sem hann sá
blikka á ströndinni gegnum
myrkrið. Hann kaus því að snúa
skipinu frá og bíða birtingar, áður
en hann leitaði hafnar.
Nóttin leið og sólin kom upp og
hægt snéri TRAFALGAR stafni
til lands. Og Shotton skipstjóra til
undrunar og gleði þá röðuðu
skipverjarnir á TRAFÁLGAR sér
upp og heilsuðu honum, þegar
hann tók hafnsögumanninn um
borð.
Hann hafði unnið sér fulla
virðingu þeirra. Hann hafði sigrað
hafið, sýnt hæfni sína og hann
hafði unnið sér verðugt traust.
Á öllum tímum vinna menn af-
rek, bæði til sjós og lands og hæfni
hins 18 ára lærlings á TRA-
FALGAR og hetjulund, vakti
mikla athygli.
Nokkrum mánuðum síðar var
hann sæmdur Lloyd’s orðunni í
London, en hann varð fyrsti mað-
urinn, sem varð þess heiðurs að-
njótandi. Og hæverskur að vanda
sagði Shutton þessi orð er hann
veitti orðunni viðtöku:
—- Ég er þakklátur, en ég gjörði
aðeins skyldu mína.
FISKIMÁLASJÓÐUR
Tjarnargötu 4 — Reykjavík
Stofnsettur meö lögum 23. maí 1947.
Veitir lán gegn siðari veðrétti til stofnunar alls
konar fyrirtækja, sem horfa til eflingar
fiskveiðum og hagnýtingu sjávar-
afurða og veitir styrki
í sama tilgangi.
Fé sjóðsins á að verja
til eflingar sjávarútvegi landsmanna.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 59