Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Page 78

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Page 78
nöfn, svo sem Hjallabúð og Kirkjubúð í Þorlákshöfn, annars voru þær venjulega kenndar við formennina, sem í þeim bjuggu. Um þetta bil voru skipin flest tírónir áttæringar, með 14 mönn- um auk hálfdrættings, nokkrir sexæringar áttrónir með 10 mönnum, og örfáir teinæringar tólfrónir, með 16 mönnum. Stærð búða fór að sjálfsögðu nokkuð eftir stærð skipshafna, en þó kom sér vel, að einu rúmi væri þar fleira en þurfti að nota til að sofa í. Mátti þar þá geyma ýmsa hluti. Tala verbúða í verunum var mjög mismunandi og eftir því sem næst verður komist voru verbúðir í Árnessýslu flestar 105 talsins, flestar í Þorlákshöfn og á Stokks- eyri. 78 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Vermenn búa um sig Þegar vermenn komu til búða, lá fyrst fyrir að búa um sig. Hey, hálmur, hefilspænir eða mar- hálmur var látið í rúmstæðin, og lagði útgerðarmaður það til. Tveir og tveir af skipverjum gerðust lagsmenn, bjuggu um sig og sváfu í sama rúmi, og ef hálfdrættingur var, þá var hann sá þriðji í einu rúminu. Létu þeir skrínur sínar efst við vegg í rúmin. Hver maður hafði eina rekkjuvoð og eitt brekán, flestir kodda og einstaka yfirsæng. ígangsföt voru höfð að höfðalagi, og þar með var rúmið tilbúið. Allir lágu andfætis og tóku sér rúm annaðhvort eftir sam- komulagi eða fyrirsögn formanns. Þó svaf formaður jafnan í yzta rúmi til vinstri handar, þá er í búðina var gengið, eða í þverrúmi, sem í sumum búðum var fyrir gaflinum, og kallað var „kórrúm“. Úr þessum stöðum mátti bezt sjá yfir alla búðina. Skinnklæðin voru hengd á stoðirnar við höfðalögin, en skór og vettlingar um bríkurrimlana. Matvæli, sem eigi komust í skrín- una, svo sem hangikjöt, brauð og Bátur í Hindisvík á Vatnsnesi, nú í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði. — Bátinn smiðaði Ólafur Jónsson á Gnýsstöðum á Vatnsnesi um 1878, en hann smíðaði um 120 báta alls. Farkostirnir eins og þeir voru fyrir einni öld. Þótt báturinn sé illa farinn, þá sýnir hann vel alla skipan og lag. Ljósm. Þór Magnússon, 1964. harðfiskur, voru hengd upp í rjáfr- ið. Annarsstaðar var heldur ekki óhætt að geyma þess háttar fyrir mús eða rottum, sem voru mjög leiðir gestir í búðunum. Matvæli þau, er vermenn áttu að hafa um vertíðina, voru nokk- urnveginn fastákveðin, að minnsta kosti hvað þá snerti, er gerðir voru út af öðrum, svo sem vinnumanna og þeirra, er einstakir menn gerðu út. í verstöðvunum austanfjalls átti vermaðurinn að hafa útgerð, ef vel átti að vera: í skrínu 3 fjórðunga af smjöri og 1 sauð, soðinn niður í smálka eða kæfu. Þetta var kölluð mata. Þar að auki eitt sauðarfall reykt, 5 fjórðunga af rúgi og 4 fjórðunga af harðfiski, auk skip- lagsins, sem var 1 fjórðungur af harðfiski og 1 fjórðungur af rúgi. Ennfremur 2 pd. af kaffi, 2 pd. af kandíssykri og 1 pd. af kaffirót. Entist þetta ekki til loka, varð hlutaðeigandi að bæta við frá sjálfum sér. Einstöku maður lauk mikils til of fljótt úr skrínu sinni, og var hann þá kallaður „mötustuttur“. Þar á móti voru aðrir, sem spöruðu helzt til mikið við sig, til þess að geta selt af mötunni, og þótti hvorttveggja heldur niðrandi.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.