Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 78

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 78
nöfn, svo sem Hjallabúð og Kirkjubúð í Þorlákshöfn, annars voru þær venjulega kenndar við formennina, sem í þeim bjuggu. Um þetta bil voru skipin flest tírónir áttæringar, með 14 mönn- um auk hálfdrættings, nokkrir sexæringar áttrónir með 10 mönnum, og örfáir teinæringar tólfrónir, með 16 mönnum. Stærð búða fór að sjálfsögðu nokkuð eftir stærð skipshafna, en þó kom sér vel, að einu rúmi væri þar fleira en þurfti að nota til að sofa í. Mátti þar þá geyma ýmsa hluti. Tala verbúða í verunum var mjög mismunandi og eftir því sem næst verður komist voru verbúðir í Árnessýslu flestar 105 talsins, flestar í Þorlákshöfn og á Stokks- eyri. 78 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Vermenn búa um sig Þegar vermenn komu til búða, lá fyrst fyrir að búa um sig. Hey, hálmur, hefilspænir eða mar- hálmur var látið í rúmstæðin, og lagði útgerðarmaður það til. Tveir og tveir af skipverjum gerðust lagsmenn, bjuggu um sig og sváfu í sama rúmi, og ef hálfdrættingur var, þá var hann sá þriðji í einu rúminu. Létu þeir skrínur sínar efst við vegg í rúmin. Hver maður hafði eina rekkjuvoð og eitt brekán, flestir kodda og einstaka yfirsæng. ígangsföt voru höfð að höfðalagi, og þar með var rúmið tilbúið. Allir lágu andfætis og tóku sér rúm annaðhvort eftir sam- komulagi eða fyrirsögn formanns. Þó svaf formaður jafnan í yzta rúmi til vinstri handar, þá er í búðina var gengið, eða í þverrúmi, sem í sumum búðum var fyrir gaflinum, og kallað var „kórrúm“. Úr þessum stöðum mátti bezt sjá yfir alla búðina. Skinnklæðin voru hengd á stoðirnar við höfðalögin, en skór og vettlingar um bríkurrimlana. Matvæli, sem eigi komust í skrín- una, svo sem hangikjöt, brauð og Bátur í Hindisvík á Vatnsnesi, nú í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði. — Bátinn smiðaði Ólafur Jónsson á Gnýsstöðum á Vatnsnesi um 1878, en hann smíðaði um 120 báta alls. Farkostirnir eins og þeir voru fyrir einni öld. Þótt báturinn sé illa farinn, þá sýnir hann vel alla skipan og lag. Ljósm. Þór Magnússon, 1964. harðfiskur, voru hengd upp í rjáfr- ið. Annarsstaðar var heldur ekki óhætt að geyma þess háttar fyrir mús eða rottum, sem voru mjög leiðir gestir í búðunum. Matvæli þau, er vermenn áttu að hafa um vertíðina, voru nokk- urnveginn fastákveðin, að minnsta kosti hvað þá snerti, er gerðir voru út af öðrum, svo sem vinnumanna og þeirra, er einstakir menn gerðu út. í verstöðvunum austanfjalls átti vermaðurinn að hafa útgerð, ef vel átti að vera: í skrínu 3 fjórðunga af smjöri og 1 sauð, soðinn niður í smálka eða kæfu. Þetta var kölluð mata. Þar að auki eitt sauðarfall reykt, 5 fjórðunga af rúgi og 4 fjórðunga af harðfiski, auk skip- lagsins, sem var 1 fjórðungur af harðfiski og 1 fjórðungur af rúgi. Ennfremur 2 pd. af kaffi, 2 pd. af kandíssykri og 1 pd. af kaffirót. Entist þetta ekki til loka, varð hlutaðeigandi að bæta við frá sjálfum sér. Einstöku maður lauk mikils til of fljótt úr skrínu sinni, og var hann þá kallaður „mötustuttur“. Þar á móti voru aðrir, sem spöruðu helzt til mikið við sig, til þess að geta selt af mötunni, og þótti hvorttveggja heldur niðrandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.