Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Page 80

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Page 80
Sjóbúð með gamla laginu. hverju kvöldi var lesinn húslestur og sálmar sungnir hvernig sem á stóð, áður menn legðust til svefns.“ Daglegt líf Hér hefur verið fellt niður ýmisst það, er Oddur segir um fiskveiðarnar og um fiskverkun, enda megintilgangurinn hér að greina frá verbúðinni. Hann heldur áfram frásögninni og segir: „Þegar búið var að „gera að“ fiskinum, var hann ýmist saltaður í opin eða þakin grjótbyrgi, eða lagður í „kös“, ef gera átti hann að harðfiski. Þegar aðgerð var lokið, þvoðu menn sér og vettlinga sína. í stað sápu notuðu menn gallið úr fiskinum. Ávallt var gætt svo mik- ils hreinlætis sem föng voru á. Að loknu dagsverki var. gengið til búða, kveikt á tólgarkertum, ef ljós þurfti, tekið hraustlega til matar við fjörugar samræður, einkum ef vel hafði aflazt, lesinn lesturinn og farið að sofa. Væri róið marga daga samfleytt, hét það „skota“, en ef „tók frá“ dag og dag í góðum „gæftum“, hétu þeir dag- ar „Máríumessur“. Þannig leið vertíðin tilbreytingalítið í landi, þó var það eitt, er olli áhrifum og margur beið eftir með óþreyju, en það var koma „bréfamannsins“. Var það maður, sem gerði sér það að atvinnu á vertíðum að bera bréf og smásendingar á milli vermanna og vina þeirra og vandamanna heima, fyrir örlitla borgun, 2—4 aura á bréf. Póstferðir voru þá strjálar og aukapóstur enginn. Sá maður, er um þessar mundir var bréfamaður, hét Runólfur, vanalega kallaður Bréfa-Runki. Geymdi hann bréfin í skjóðu, gat borið afarmikið, og þótti furðu skilvís, þó að hirðulaus væri og drykkfelldur nokkuð. Hann átti heima austur undir Eyjafjöllum og fór tvær ferðir fótgangandi, um verstöðvar alla leið suður á Suðurnes. Stundum teymdi hann með sér eina dróg, og var hvort- tveggja með fullum klyfjum, þó að þær færu ekki ávallt sem bezt á hvorugu. Var honum allsstaðar fagnað, ekki sízt af þeim, sem „áttu stúlku“. Annars þráðu allir að fá fréttir að heiman. Vermenn höfðu svo bréf sín tilbúin, er bréfamaður fór til baka. Ef ein- hverjir voru ekki skrifandi sjálfir, fengu þeir skrifandi kunningja sinn, sem var „góður að stíla“, til að skrifa fyrir sig, og var það hið mesta trúnaðarstarf, ef bréfið var til „stúlkunnar“, en gat farið vel, ef ritarinn var þagmælskur, og hafði ekki ofmikla löngun til að komast sjálfur í mjúkinn hjá stúlkunni. Eitt af aðalverkum manna í landlegum var að hirða um afla sinn, en þá var allt ætilegt hirt af fiskinum, sundmagi, kútmagi og svil voru hert, og stundum hrogn líka, magarnir voru dregnir upp á snærisþátt með þar til gerðri bein- nál. Það hét „kvistur“ og nálin kvistnál. Það var eitt af tillögum útgerðarmanns að halda hásetum dálítinn glaðning á sumardaginn fyrsta. Hét það sumardagsveizia. Var hún veitt hvort sem róið var eða ekki, enda ekki annað en fá- einar lummur með sætu kaffi og þriggja pela brennivínsflaska í hvert rúm. Var þá helzt, að vín sá á mönnum, einkum ef landlega var. Annars var lítið um drykkirí, enda hefðu drykkfelldir hásetar naum- ast verið liðnir til lengdar, og þá var úr nógu mörgum að velja, er sjór var svo að segja eingöngu stundaður á opnum skipum. Á páskum var ekkert sérstakt haft til hátíðabrigða. Menn fóru helzt til kirkju eða skruppu heim til sín, þeir er skammt áttu. — Þegar kom fram undir lokin og fiskilaust var, eða lítið var orðið um fisk, var farið að „vaska“ salt- fiskinn. Bar þá við, að menn „hresstu sig í vaskinu“, því að oft var það kalt verk um það leyti. 80 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.