Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Side 81
Einhver tók fiskinn síðan til
þurrkunar fyrir umsamið kaup og
lagði hann inn í verzlanirnar.
Harðæti var að mestu flutt heim,
nema ef eitthvað var látið í kaup-
staðinn.
Lífið í verbúðunum var furðu-
lega skemmtilegt, þegar þess er
gætt, að svo að segja öll þægindi,
sem menn voru vanir heima,
skorti, enginn stóll, ekkert borð,
ekkert mataráhald nema vasa-
hnífurinn og eitt bollapar eða
krukka til að drekka kaffið úr,
þrengsli mikil, þegar 2 menn og
stundum 3, með hálfdrætting,
urðu að sofa og vinna allt, sem
unnið var, innan búðar á sama
rúminu, blaut og grútug skinn-
klæðin hangandi á hverri stoð við
höfðalögin, skór og vettlingar á
bríkarrimlum og rottur hlaupandi
út og inn um veggjarholurnar.
En þar á móti var húsið hlýtt,
skammt til dyra og túður, sem fá
mátti loftbreytingar um eftir þörf-
um, fæðið óbrotið, en kjarngott,
unnið í skorpum, en góðar hvíldir
á milli. Þótti unglingum fara þar
vel fram, heilsufar var þar engu
lakara en á heimilum almennt,
ágætur félagsskapur og sam-
heldni, gleðskapur og fjör úti og
inni, og oft var samrýni skipverja,
einkum lagsmanna, svo mikil, að
þeir héldu vinskap alla ævi. Sam-
eiginleg hætta — og heppni —
sameinuðu skipverja ósjálfrátt.
Formaður var jafnan mikils-
virtur af skipshöfn sinni, og laut
hver maður boði hans og banni,
enda var hann næstum einvaldur
yfir skipverjum, og að lögum
meira en nokkur húsbóndi á
heimili. Hásetar vissu vel, að hann
hafði margoft líf þeirra í hendi sér
og undir honum var mest komið,
hversu aflaðist.
Þannig var lífið í búðunum
undantekningarlítið, og víst er um
það, að margir aldraðir menn
minnast veru sinnar þar með hlýj-
um huga og telja það einn af
skemmtilegustu köflum ævi sinn-
ar.
Á lokadaginn, 11. maí á hádegi,
voru menn lausir úr skiprúmi og
bjuggust til heimferðar. Sam-
mældu sig oft margir, er samleið
áttu, og voru þá kallaðir „heima-
göngumenn“.
Heimkoman var sannarlegur
fagnaðarfundur, er allt hafði
gengið slysalaust, og afli sæmileg-
ur, en ástvinir og vandamenn svo
sem úr helju heimtir.
Öðru máli var að gegna á þeim
heimilum, þar sem unnustinn,
sonurinn, faðirinn eða eiginmað-
urinn var ekki í flokki heim-
göngumanna — sem því miður
bar oft við, — þá skerandi sorg,
sem á þeim heimilum ríkti, getur
enginn þekkti nema guð einn og
þeir, sem hana reyndu.“
Oddur Oddsson, lýkur ritgerð
sinni með þessum orðum:
„Þetta er skrifað eftir eigin sjón
og reynd og sögnum núlifandi
formanna í verstöðum á þeirri tíð.
Margt fleira en hér er gert hefði
mátt og þurft að nefna, en því er
sleppt, bæði með vilja sökum
rúmleysis og óviljandi vegna
gleymsku.“
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 81
CALLESEN DIESEL
UTGERÐARMENN
Hefur þú sem útgeróarmaður efni á aö
kaupa aðalvél i skip án undangenginnar
athugunnar á eftirfarandi atriðum hjá vélar-
seljendum eöa notendum.
1. Brennsluoliunotk-
un pr. hestorku-
tima
2. Smuroliunotkun
3. Bilanatiðni
4. Varahlutalager
5. Þjónusta
6. Verö miðaö við
hestöfl
Vlð vonum að vlð
heyrum trá þér ef þlg
vantar þessar
upplýslngar eða
haflr samband vlð
elnhvern þelrra sem
eru með CALLESEN
aöalvél.
I gamla sklplö eða
nýsmiðl —
CALLESEN
Kynnist
kostum
Callesen
andri hf.
UMBOÐS OG HEILDVERZLUN
Armúla 28. Pósthóll 1128
Simar 83066, Rvik.