Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Qupperneq 84

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Qupperneq 84
Ý MINNIINGARORÐ Guðmundur H. Oddsson Guðmundur H. Oddsson var fæddur 31. júlí 1911 í Bolungarvík við Isafjarðardjúp sonur Odds Guðmundssonar frá Hafrafelli við Skutulsfjörð og fyrri konu hans Jósefínu Bjarnadóttir frá Ármúla í Nauteyrarhreppi. Á Bolungarvík var faðir Guðmundar verslunar- stjóri hjá bróður sínum útgerðar- og athafna- manninum Pétri Oddssyni. Stóðu að þeim bræðrum skörungar miklir af svokallaðri Hafrafellsætt. Guðmundur átti tvö systkini, séra Tyrfing Oddsson sem lést í umferðarslysi á besta aldri og Ragnheiði hjúkrunarkonu sem nú dvelur sem vistkona á Hrafnistu. Guðmundur átti enga sældarvist í æsku, missti móður sína ungur, fór fljótt til sjós sem var þá nær eina leið þeirra til að brjótast áfram, sem ekki fluttu gull úr föðurgarði, enda lærði hann fljótt að standa á eigin fótum og treysta á sjálfan sig. Það var líka óhætt því Guðmundur var mjög vel búinn andlegu og líkamlegu atgervi, hár og þrekinn og samsvaraði sér vel. Fram á síðasta dag hélt hann fríðu útliti sínu og ekki dró úr glæsimennsku hans að hann var mikið snyrti- menni í klæðaburði. Guðmundur lauk prófi frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík vorið 1933. Fyrst að loknu námi vann hann að tryggingarstörfum, en hug- ur hans stóð til sjómennskunnar og sjávarútvegs og varð dvöl hans við störf í landi ekki löng. Stýrimaður og skipstjóri var Guðmundur um áraraðir og var hann einn þeirra skipstjóra sem sigldu stöðugt öll heimsstyrjaldarárin með tog- ara okkar til Bretlands. Alltaf sigldi hann skipi sínu heilu til hafnar, hann var vel liðinn af skipsfélögum sínum og skipshöfn og hélt vináttu þeirra til hinstu stundar. Hann var lánsmaður í skipstjórn sinni, því honum ásamt skipverjum hans tókst að bjarga tugum mannslífa á stríðsárunum. Eftir að félagsstörfin hlóðust á Guðmund og hann kom alfarið í land, rak hann eigið flutn- ingafyrirtæki um margra ára skeið. Langstærsti hluti ævistarfsins var þó unninn í þágu sjómannastéttarinnar bæði þeirra sem að störfum voru og þeirra sem aldraðir voru orðnir, svo og að hagsmunamálum útgerðar og sjávar- útvegsins í heild. Ekki var Guðmundur fyrr kominn í tölu skipstjórnarmanna en hann var valinn þar til forystu og þá fyrst í Skipstjóra- og stýrimanna- félag Reykjavíkur sem hann var með í því að stofna. Það félag sameinaðist Skipstjóra- og stýrimannafélaginu öldunni, elsta launþegafé- lagi landsins og varð Guðmundur þar, sem í sínu fyrra félagi áhuga- og athafnamaður um fram- gang hagsmunamála þess. 1 stjórnartíð Guðmundar H. Oddssonar sem formaður öldunnar, en því trúnaðarstarfi gegndi hann um langt árabil, varð Aldan það sterka hagsmunafélag skipstjórnarmanna á fiskiskipum sem það er í dag. Samhliða störfum sínum í öldunni starfaði Guðmundur sem fulltrúi félags síns í Farmanna- og fiskimannasambandi íslands. Hann átti sæti í stjórn þess um langt árabil, var forseti sam- bandsins í tvö kjörtímabil, eða um fjögurra ára skeið, og átti einnig sæti í Verðlagsráði sjávar- útvegsins. Hann átti aðild að og flutti fjölda tillagna um öryggis- og hagsmunamál sjómanna og var einn þeirra þriggja manna sem stóðu fyrir undirbún- ingi og útgáfu á Sjómannablaðinu Víkingi, sem hefur æ síðan verið málgagn F.F.S.l. og sjó- mannastéttarinnar í heild. Hann var einlægur stuðningsmaður að stofn- un Sparisjóðs vélstjóra og sýndi það í verki, öðrum fremur að hann vildi gera hann að öfl- ugri stofnun, allri sjómannastéttinni til hags- bóta. Þegar Verðlagsráð sjávarútvegsins hóf sitt starf, tók Guðmundlur þar sæti sem fulltrúi F.F.S.Í. og sat þar um árabil. Hann lét sig miklu varða menntunarmál sjó- manna, átti sæti í skólanefnd síns gamla skóla Stýrimannaskólans í Reykjavík, var einn hinna dugmiklu áhugamanna sem beittu sér fyrir byggingu skólahússins og átti sæti í milliþinga- nefnd endurskoðaði lög hans fyrir nokkrum árum. Fleiri trúnaðarstörfum hefur Guðmundur gegnt og staðið að margþættum framfaramál- um á sviði útgerðar- og sjávarútvegsmálum. Þá stóð hann fyrir söfnun efnis og útgáfu skipstjóra- og stýrimannatals í 4 bindum. Ekkert átti þó hug hans í jafn ríkum mæli og baráttumál Sjómannadagssamtakanna í Reykjavík og Hafnarfirði. Við vorum þar nánir samstarfsmenn í nær aldarfjórðung og þekkti því vel til fórnfýsi hans og elju á þessu sviði. Guðmundur H. Oddsson var einn þeirra sem strax gekk til leiks, þegar fyrsta kallið að stofnun þessara samtaka kom frá Henrý Hálfdánarsyni og félögum hans. Guðmundur vann við undir- búning að stofnun Fulltrúaráðs Sjómannadags- ins í Reykjavík og Hafnarfirði og var kjörinn fyrsti gjaldkeri þess. Að undanskildum stríðsár- unum og næstu árum þar á eftir var hann full- trúi í ráðinu og orðinn meðstjómandi á sjöunda áratugnum og kjörinn gjaldkeri á aðalfundi 1960 og endurkjörinn æ síðan og því starfi gegndi hann til síðustu stundar, en hann var endurkjörinn enn einu sinni til næstu þriggja ára á aðalfundi samtakanna í maí 1983. Á því tímabili sem við Guðmundur höfum setið saman í stjórn þessara samtaka hefur verið tekið í notkun húsnæði fyrir um 300 aldraða vistmenn að Hrafnistu í Reykjavík og eru þ.á m. hjónaíbúðirnar við Jökulgrunn en sú gata liggur um lóð Hrafnistu. Hrafnista í Hafnarfirði með vernduðum íbúðum og hjúkrunardeild hefur verið komið upp og búa þar um 200 vistmenn. Barnaheimili var reist og rekið á jörð samtakanna í Grímsnesi. Þar hefur verið byggður fjöldi orlofshúsa, bæði einstakra sjómannafélaga og samtakanna 84 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.