Sjómannadagsblaðið - 01.06.1984, Qupperneq 86
maður mikill og tók þessu karlmannlega eins og
hans var von og vísa.
Með Júlíusi er farinn óvenju vandaður og
grandvar maður, og á ég enga betri ósk til handa
þjóð minni en þá, að sem flestir ungir menn
mættu líkjast honum í hugsun, trúmennsku og
starfi.
Við sem eldri erum hér í Sjómannadagsráði
minnumst Júlíusar kannski fyrst og fremst fyrir
göfuglyndi hans. Alltaf bar hann sáttarorð,
efndi aldrei til úlfúðar eða illinda. Hann gat
gagnrýnt þannig að öllum fannst sem um já-
kvætt framlag til viðkomandi málefnis væri að
ræða.
Með Júlíusi Ólafssyni er genginn sannur
maður, kristinn í framkomu og lífsskoðunum,
sómi íslenskrar sjómannastéttar.
Sæmundur Elías Ólafsson
Sæmundur Elías Ólafsson, fæddist á Vind-
heimum í ölfusi 7. apríl 1899. Hann ólst upp á
Breiðabólstað hjá foreldrum sínum til 13 ára
aldurs, en þá missti hann móður sína. 16 ára fór
hann í vinnumennsku á nálæga bæi í Ölfusinu
og stundaði róður frá Þorlákshöfn. 21 árs að
aldri hóf hann nám í Stýrimannaskólanum í
Reykjavík og gerðist togarasjómaður að því
loknu. Árið 1938 hætti hann sjómennsku og hóf
störf í Kexverksmiðjunni Esju og tók við stjórn
þess fyrirtækis nokkru síðar. Þar vann hann
þangað til rekstrinum var hætt 1976. Samhliða
þessu gegndi hann ýmsum störfum fyrir Sjó-
mannafélag Reykjavíkur og Alþýðuflokkinn.
Árið 1925 giftist hann Vigdísi Þórðardóttur,
og lifir hún mann sinn. Þau byggðu húsið að
Sjafnargötu 2 í Reykjavík árið 1931 og áttu þar
heima síðan. Þau eignuðust 4 börn. Sæmundur
var mikill náttúruunnandi. Átti sauðfé áratug-
um saman eins og fleiri góðir félagar í S.R.
í desember 1980 voru nokkrir félagar Sjó-
mannafélagsins heiðraðir fyrir langt og óeigin-
gjarnt starf í þágu félagsins og íslenskrar sjó-
mannastéttar. Sæmundur E. Ólafsson var einn
þeirra. Árið 1919 var Sæmundur félagsmaður
Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann gegndi
mörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið, m.a. í
Sjómannadagsráði, sat um 2ja ára skeið og mörg
ASÍ-þing sem fulltrúi þess.
86 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Tómas Gudjónsson
Tómas Guðjónsson var fæddur 17. feb. 1907 á
Dísastöðum, Sandvíkurhreppi í Árnessýslu.
Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Teitsson frá
Auðsholti í Biskupstungum og Þuríður Hans-
dóttir frá Skipum í Stokkseyrarhreppi og var
Tómas fjórði í röðinni af tólf börnum þeirra
hjóna.
Tómas ólst upp í foreldrahúsum, en eins og
nærri má geta voru efni ekki mikil til að styrkja
eitt eða fleiri úr slíkum barnahópi til mennta, en
til þess stóð hugur Tómasar. Fjórtán ára að aldri
hélt hann til Reykjavíkur að leita sér menntunar
og vinna fyrir sér jafnframt.
En Tómas flutti alfarið til Reykjavíkur árið
1924 og réðst þá sem hjálparkokkur á togarann
Menju, en þar var skipstjóri Karl Guðmundsson
sem margir eldri Reykvíkingar muna, en hann
starfaði árum saman við Slippfélagið í Reykja-
vík. Árið 1927 réðst Tómas á Kveldúlfstogarann
Skallagrím sem Guðmundur Jónsson frá Reykj-
um stýrði og síðan á togarann Baldur. Lengst af
var Tómas kyndari á þessum togurum en var þó
falið öðru hvoru að leysa af sem vélstjóri, þótt
ekki hefði hann þá hlotið menntun sem slíkur
eða lokið tilskyldum prófum.
Árið 1929 taldi Tómas sig reiðubúinn að taka
stefnuna að áðursettu marki, að leita sér frekari
menntunar. Þetta ár byrjaði hann nám í vél-
virkjun hjá Vélsmiðjunni Hamri og síðan nám í
Iðnskólanum og lauk þaðan prófi 1932. Næsta
þrep steig Tómas ótrauður þótt peningaráð
væru lítil, en kjarkur og vilji voru fyrir hendi og
vélstjóraprófi lauk hann árið 1934 með ágætum
vitnisburði.
Strax að loknu námi í Vélskólanum réðst
Tómas á togarann Ólaf sem vélstjóri. Hann var
þar nokkur ár en nýhættur þegar skipið fórst
með allri áhöfn. Mun Tómas hafa þrisvar borið
sig í land úr skipum, sem skömmu síðar fórust.
Eftir veru sína á Ólafi réðst Tómas til Eim-
skipafélags íslands og varð þriðji vélstjóri á e/s
Gullfossi. Þetta skip „fraus“ inni í Kaup-
mannahöfn í heimsstyrjöldinni síðari og kom
Tómas heim í hinni frægu Petsamoför m/s Esju
ásamt hundruðum annarra Islendinga, sem
innlyksa höfðu orðið í stríðinu í Danmörku og
hinum Norðurlöndunum.
Nokkru eftir þetta verða þáttaskil í lífi
Tómasar. Hann er nýlega farinn af e/s Goða-
fossi þegar hann var skotinn niður út af Garð-
skaga og ræðst þá til starfa hjá Olíuverslun Is-
lands h/f. Varð hann stöðvarstjóri félagsins á
olíustöð þess á Klöpp og síðar nýju stöðinni í
Laugarnesi.
Árið 1955 hætti Tómas störfum hjá Olíu-
verslun íslands. Starfrækti hann um tveggja ára
skeið eigið bílaverkstæði ásamt bróður sínum en
þá verða aftur þáttaskil í lífi Tómasar er hann
réðst sem starfsmaður til Vélstjórafélags Islands.
Tómas var þegar hér var komið vel kunnur öllu
félagsstarfi og hóf sín félagsmálastörf snemma.
Hann átti sæti í stjórn félags járnsmíðanema
og var m.a. formaður félagsins árin 1929—1931
og í stjórn Vélstjórafélagsins var hann kosinn
1939 og formaður þess félags var hann í þrjú
kjörtímabil eða árin 1948—1950.
Erill starfsmanna sem hjá stéttarfélögum
starfa er mikill og þekkja þar ekki aðrir betur til
en í hafa komist. Samt tókst honum að leggja
sinn drjúga skerf af mörkum við undirbúning-
inn að stofnun Sparisjóðs vélstjóra, og hann
vann við rekstur sjóðsins og átti sæti í stjórn hans
til 1966. Um það leyti lét hann af störfum sem
daglegur starfsmaður félagsins, en átti lengi fyrir
og eftir það sæti í ýmsum stofnunum sjómanna
fyrir vélstjórafélagið. Má nefna t.d. stjórn
Landssambands lífeyrissjóða, stjórn Lífeyris-
sjóðs sjómanna frá byrjun til 1968 og í stjórn
Lífeyrissjóðs Eimskipafélags Islands, sömuleiðis
lífeyrissjóðanna Skjaldar og Hlífar frá stofnun
þeirra og um langt árabil. Eftir að hann lét að
mestu af félagsmálastörfum rak hann fasteigna-
sölu með Valdimar syni sínum.
öll þessi störf Tómasar Guðjónssonar voru
mikil að vöxtum en þó er ógetið um það starf
hans sem honum þótti hvað vænst um, eins og
reyndar má segja um fleiri sem þar hafa lagt
hönd að og leggja enn, en það voru störf hans í
þágu Sjómannadagssamtakanna. Löngu áður
en hann tók sjálfur sæti í Sjómannadagsráði var
hann einn fjölmargra sjómanna sem lagði mikið
starf að mörkum við sjávarútvegssýninguna
fyrri, sem samtök þessi stóðu fyrir í Grænmetis-
skálanum við Sölvhólsgötu, vann Tómas þar
sem sjálfboðaliði í sínu fyrsta sumarleyfi. Við
sambærilega sýningu samtakanna, sem haldin
var í íþróttahöllinni í Laugardal 1968 — „Is-
lendingar og hafið“ — starfaði Tómas einnig, en
þá sem aðstoðarframkvæmdastjóri. Tómas
Guðjónsson átti sæti sem fulltrúi Vélstjórafé-
lagsins í Sjómannadagsráði frá 1957—1982 eða
samtals 25 ár og þar af í stjórn í 22 ár.
Tómas átti því sinn stóra þátt í hinu merka
uppbyggingarstarfi Hrafnistuheimilanna frá
byrjun og annarra velferðar- og fjáröflunarmála
sem samtök þessi hafa staðið að öll þessi ár. Að
verðleikum var hann heiðraður á Sjó-
mannadaginn 1978.
Fyrir sitt mikilsverða framlag, alúð, áhuga og
allt hið góða sem hann lagði til þessara mála, eru
honum færðar þakkir nú.
I minningargrein sem ég skrifaði um vin minn
Tómas, get ég um áhuga hans á ræktunarstörf-
um í ám og vötnum. Áhugi og þekking Tómasar
á þessum málum var mikill. Þennan áhuga sagði